„Þetta er stríð“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 07:22 Antonio Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir daginn í dag sorgardag. Getty/Jeff J Mitchell Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. „Þetta er stríð. Ef við hérna í New York getum ekki munað hvað stríð er skulum við fara á bóksafn og fletta upp myndum af stríði. Stríð þýðir að þúsundir verða drepin ef ekki milljónir. Það sem ég vil frá alþjóðsamfélaginu er samfélag sem kemur saman og ver þjóðir heims gegn ofbeldi Rússneska sambandsríkisins,“sagði Sergiy Kyslytsaya, sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum á blaðamannafundi í morgun. Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir morguninn þann sorglegasta á tíð sinni í embætti. „Ég hóf fund Öryggisráðsins með því að ávarpa Pútín forseta og sagði honum, frá mínum dýpstu hjartarótum, að stöðva hersveitir sínar í Úkraínu. Gefðu frið möguleika vegna þess að of margir hafa dáið nú þegar,“ sgaði Guterres. Klippa: Þetta er klikkun „Pútín forseti, í nafni mannúðar, kallaðu hersveitir þínar aftur til Rússlands. Í nafni mannúðar ekki leyfa versta stríði þessarar aldar í Evrópu að hefjast.“ Eftir að fundinum lauk var Kyslytsaya spurður af blaðamanni hvort hann tryði yfirlýsingu sendiherra Rússlands hjá SÞ að árásin væri gegn yfirvöldum en ekki gegn úkraínsku þjóðinni. „Þér getur ekki verið alvarlega. Er þér alvara? Viltu að ég rýni í þessa bilun sem fram kemur í máli manneskju hvers forseti brýtur alþjóðalög, hvers forseti lýsir yfir stríði? Viltu að ég leggi mat á þessa yfirlýsingu? Þetta er klukkun. Klikkun. Algjörlega,“ svaraði Kyslytsaya. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur þá fordæmt árás Rússa á Úkraínu og segir árásina leggja almenna borgara í hættu. Innrásin sé brot á alþjóðalögum og leggi öryggi Evrópu í hættu. I strongly condemn #Russia’s reckless attack on #Ukraine, which puts at risk countless civilian lives. This is a grave breach of international law & a serious threat to Euro-Atlantic security. #NATO Allies will meet to address Russia’s renewed aggression. https://t.co/FPpyuzmUXD— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) February 24, 2022 Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 „Skref sem gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu“ Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í kvöld þar sem hann segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fyrirskipað innrás og að þetta skref Rússa gæti verið upphafið á stríði í gjörvallri Evrópu. 23. febrúar 2022 23:27 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
„Þetta er stríð. Ef við hérna í New York getum ekki munað hvað stríð er skulum við fara á bóksafn og fletta upp myndum af stríði. Stríð þýðir að þúsundir verða drepin ef ekki milljónir. Það sem ég vil frá alþjóðsamfélaginu er samfélag sem kemur saman og ver þjóðir heims gegn ofbeldi Rússneska sambandsríkisins,“sagði Sergiy Kyslytsaya, sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum á blaðamannafundi í morgun. Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir morguninn þann sorglegasta á tíð sinni í embætti. „Ég hóf fund Öryggisráðsins með því að ávarpa Pútín forseta og sagði honum, frá mínum dýpstu hjartarótum, að stöðva hersveitir sínar í Úkraínu. Gefðu frið möguleika vegna þess að of margir hafa dáið nú þegar,“ sgaði Guterres. Klippa: Þetta er klikkun „Pútín forseti, í nafni mannúðar, kallaðu hersveitir þínar aftur til Rússlands. Í nafni mannúðar ekki leyfa versta stríði þessarar aldar í Evrópu að hefjast.“ Eftir að fundinum lauk var Kyslytsaya spurður af blaðamanni hvort hann tryði yfirlýsingu sendiherra Rússlands hjá SÞ að árásin væri gegn yfirvöldum en ekki gegn úkraínsku þjóðinni. „Þér getur ekki verið alvarlega. Er þér alvara? Viltu að ég rýni í þessa bilun sem fram kemur í máli manneskju hvers forseti brýtur alþjóðalög, hvers forseti lýsir yfir stríði? Viltu að ég leggi mat á þessa yfirlýsingu? Þetta er klukkun. Klikkun. Algjörlega,“ svaraði Kyslytsaya. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, hefur þá fordæmt árás Rússa á Úkraínu og segir árásina leggja almenna borgara í hættu. Innrásin sé brot á alþjóðalögum og leggi öryggi Evrópu í hættu. I strongly condemn #Russia’s reckless attack on #Ukraine, which puts at risk countless civilian lives. This is a grave breach of international law & a serious threat to Euro-Atlantic security. #NATO Allies will meet to address Russia’s renewed aggression. https://t.co/FPpyuzmUXD— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) February 24, 2022
Úkraína Sameinuðu þjóðirnar Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 „Skref sem gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu“ Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í kvöld þar sem hann segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fyrirskipað innrás og að þetta skref Rússa gæti verið upphafið á stríði í gjörvallri Evrópu. 23. febrúar 2022 23:27 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23
„Skref sem gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu“ Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í kvöld þar sem hann segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fyrirskipað innrás og að þetta skref Rússa gæti verið upphafið á stríði í gjörvallri Evrópu. 23. febrúar 2022 23:27
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna