Samskipta- og upplýsingatækni og grænn ferðamáti – eru allir á sömu línu? Anna Kristín Jensdóttir skrifar 25. febrúar 2022 09:00 Nú á 21. öldinni er samfélagið okkar að taka hröðum breytingum á mörgum sviðum. Alþjóðavæðing, stefanan um skóla án aðgreiningar, stefnan um sjálfstætt líf, grænni hugsun og svo mætti áfram telja. Allar þessar breytingar eru af hinu góða og liður í átt að betra samfélagi. En er ekki nauðsynlegt að skoða málin oft betur, til að sem flestir geti notið þeirra? Notkun stafrænnar tækni og umherfisvænn ferðamáti hefur verið mikið í umræðunni á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er án efa af hinu góða og hefur haldið samfélaginu gangandi, en hentar það öllum? Til dæmis var nýlega tekið í notkun nýtt greiðslukerfi hjá Strætó, sem gerir pappamiða nánast óþarfa í augum margra. Nú er það staðreynd að ákveðin hópur fólks á borð við fólk með fötlun og eldri borgara á erfitt með að nýta sér þá tækni sem þarf til að nýta sér tæknina. Þó hefur verið brugðist við því með því að bjóða þeim hópi upp á plastkort til að bera með sér, sem er jákvætt, en þá gleymist nú samt eitthvað? Í fæstum vögnunum eru rafknúnir rampar og aðstaða til að skanna kortið þar sem komið er inn í vagnana á hjólastól. Þá getur það einnig verið flókið fyrir aðstoðarmenn að fara fram í, einkum vegna persónuverndar. Úr þessu þyrfti að bæta. Þá er einnig gleymdur sá hópur ferðamanna sem mun koma til íslands og getur ekki nýtt sér tæknina. Því er nauðsynlegt að bjóða upp á pappírsmiða, þó þeir verði notaðir í minni mæli. Nú á tímum kórónuveirunnar notaðist skólakerfið við fjarkennslu. Slík notkun er af hinu góða, sérstaklega fyrir langveika og fatlaða nemendur sem eiga oft erfitt með að sækja skóla af ýmsum ástæðum. Á undanförnum misserum hefur mikið verið fjallað um nemendur sem búa við geðrænar áskoranir og reglulega kemur fram umræða u8m stöðu nemenda með sérþarfir í skólakerfinu. Margt hefur áunnist á undanförnum árum með tilkomu hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf, en betur má ef duga skal. Það væri því gott ef borgin gæti lært af heimsfaraldri og boðið upp á fjarkennslu þegar nemendur geta ekki mætt í skólann vegna veikinda af einhverju tagi. Það þyrfti að þróa heildstæða áætlun um slíka notkun, því með fjarkennslu væri einnig hægt að sinna þeim félagslegu tengslum sem fylgja því að vera í skóla. Það er frábært að við séum farin að nýta tæknina, en gleymum ekki fjölbreytileikanum, það geta ekki allir verið eins. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og í framboði í prófkjöri Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Upplýsingatækni Píratar Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú á 21. öldinni er samfélagið okkar að taka hröðum breytingum á mörgum sviðum. Alþjóðavæðing, stefanan um skóla án aðgreiningar, stefnan um sjálfstætt líf, grænni hugsun og svo mætti áfram telja. Allar þessar breytingar eru af hinu góða og liður í átt að betra samfélagi. En er ekki nauðsynlegt að skoða málin oft betur, til að sem flestir geti notið þeirra? Notkun stafrænnar tækni og umherfisvænn ferðamáti hefur verið mikið í umræðunni á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Það er án efa af hinu góða og hefur haldið samfélaginu gangandi, en hentar það öllum? Til dæmis var nýlega tekið í notkun nýtt greiðslukerfi hjá Strætó, sem gerir pappamiða nánast óþarfa í augum margra. Nú er það staðreynd að ákveðin hópur fólks á borð við fólk með fötlun og eldri borgara á erfitt með að nýta sér þá tækni sem þarf til að nýta sér tæknina. Þó hefur verið brugðist við því með því að bjóða þeim hópi upp á plastkort til að bera með sér, sem er jákvætt, en þá gleymist nú samt eitthvað? Í fæstum vögnunum eru rafknúnir rampar og aðstaða til að skanna kortið þar sem komið er inn í vagnana á hjólastól. Þá getur það einnig verið flókið fyrir aðstoðarmenn að fara fram í, einkum vegna persónuverndar. Úr þessu þyrfti að bæta. Þá er einnig gleymdur sá hópur ferðamanna sem mun koma til íslands og getur ekki nýtt sér tæknina. Því er nauðsynlegt að bjóða upp á pappírsmiða, þó þeir verði notaðir í minni mæli. Nú á tímum kórónuveirunnar notaðist skólakerfið við fjarkennslu. Slík notkun er af hinu góða, sérstaklega fyrir langveika og fatlaða nemendur sem eiga oft erfitt með að sækja skóla af ýmsum ástæðum. Á undanförnum misserum hefur mikið verið fjallað um nemendur sem búa við geðrænar áskoranir og reglulega kemur fram umræða u8m stöðu nemenda með sérþarfir í skólakerfinu. Margt hefur áunnist á undanförnum árum með tilkomu hugmyndafræðinnar um sjálfstætt líf, en betur má ef duga skal. Það væri því gott ef borgin gæti lært af heimsfaraldri og boðið upp á fjarkennslu þegar nemendur geta ekki mætt í skólann vegna veikinda af einhverju tagi. Það þyrfti að þróa heildstæða áætlun um slíka notkun, því með fjarkennslu væri einnig hægt að sinna þeim félagslegu tengslum sem fylgja því að vera í skóla. Það er frábært að við séum farin að nýta tæknina, en gleymum ekki fjölbreytileikanum, það geta ekki allir verið eins. Höfundur er náms- og starfsráðgjafi og í framboði í prófkjöri Viðreisnar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar