Búast við að virkja viðbragð við Keflavíkurflugvöll Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 11:49 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm „Það sem kann að gerast er að virkjaðar verði viðbragðsáætlanir, varnaráætlanir, sem myndi þá og gæti þýtt - jafnvel óháð því hvort það yrði gert að aukinn viðbúnaður, aukin viðvera, aukið eftirlit og þar er Keflavíkursvæðið mikilvægt svæði. Og svona strategísk staðsetning okkar hér gerir það að verkum að það má búast við því að það verði aukinn viðbúnaður, aukið eftirlit og frekara viðbragð, hér eins og annars staðar.“ Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra á Alþingi í dag, þar sem rætt var um innrás Rússa í Úkraínu. Ríkisstjórnin hefur öll fordæmt árásina og lýst yfir mikilli sorg yfir þeim hörmungum sem nú dynja yfir. „Þetta er sorgardagur og atburðir næturinnar boðberi einhvers sem ég held að ég get fullyrt að við höfum öll leyft okkur að vona að við þyrftum ekki að upplifa og fyrst og fremst óbreyttir borgarar í Úkraínu þyrftu ekki að upplifa. Hvað dugir til? Ef ég bara vissi þá myndi ég segja það upphátt,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún sagðist vona að Evrópusambandið, Bandaríkin, Bretar og aðrir sem hafi tilkynnt um efnahagslegar þvinganir séu tilbúin að ganga lengra. „Og ég veit að Evrópusambandið ræðir það í dag um næsta stóra skref sem er þá af miklum þunga og þessar allsherjar efnahagslegar þvinganir,“ sagði hún. Íslensk stjórnvöld muni áfram standa með þeim í því. „Fórnarkostnaður við að gera það sem við getum til þess að verja frelsið án þess að fara í beinhörð átök - að sjálfsögðu erum við tilbúin til þess að bera hann. Það sem skiptir máli hér er að við stöndum saman, að við segjum hátt og skýrt í hvaða liði við erum. Hvar við staðsetjum okkur og gerum það sem við getum þar sem við getum það. Við erum herlaus þjóð, við höfum skyldum að gegna. Við höfum táknrænum skyldum að gegna. Við erum hér með svæði, viðbúnað, stuðning, þjónustu, samninga, sem skipta máli og mér finnst gott að finna fyrir því að ríkin í kringum okkur vita það, bera virðingu fyrir því og við erum fullir þátttakendur í því og við höfum svo sannarlega hlutverki að gegna.“ Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í aukafréttatíma Stöðvar 2 í dag. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra á Alþingi í dag, þar sem rætt var um innrás Rússa í Úkraínu. Ríkisstjórnin hefur öll fordæmt árásina og lýst yfir mikilli sorg yfir þeim hörmungum sem nú dynja yfir. „Þetta er sorgardagur og atburðir næturinnar boðberi einhvers sem ég held að ég get fullyrt að við höfum öll leyft okkur að vona að við þyrftum ekki að upplifa og fyrst og fremst óbreyttir borgarar í Úkraínu þyrftu ekki að upplifa. Hvað dugir til? Ef ég bara vissi þá myndi ég segja það upphátt,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún sagðist vona að Evrópusambandið, Bandaríkin, Bretar og aðrir sem hafi tilkynnt um efnahagslegar þvinganir séu tilbúin að ganga lengra. „Og ég veit að Evrópusambandið ræðir það í dag um næsta stóra skref sem er þá af miklum þunga og þessar allsherjar efnahagslegar þvinganir,“ sagði hún. Íslensk stjórnvöld muni áfram standa með þeim í því. „Fórnarkostnaður við að gera það sem við getum til þess að verja frelsið án þess að fara í beinhörð átök - að sjálfsögðu erum við tilbúin til þess að bera hann. Það sem skiptir máli hér er að við stöndum saman, að við segjum hátt og skýrt í hvaða liði við erum. Hvar við staðsetjum okkur og gerum það sem við getum þar sem við getum það. Við erum herlaus þjóð, við höfum skyldum að gegna. Við höfum táknrænum skyldum að gegna. Við erum hér með svæði, viðbúnað, stuðning, þjónustu, samninga, sem skipta máli og mér finnst gott að finna fyrir því að ríkin í kringum okkur vita það, bera virðingu fyrir því og við erum fullir þátttakendur í því og við höfum svo sannarlega hlutverki að gegna.“ Rætt var við Þórdísi Kolbrúnu og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í aukafréttatíma Stöðvar 2 í dag.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Her Rússlands gerði í morgun innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. 24. febrúar 2022 06:23