Hefja neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 11:44 Barn í rólu í íbúðarhverfi í Kænugarði í morgun eftir eldflaugaárás á fjölbýlishús. Forseti Úkraínu sagði að minnsta kosti 137 hermenn hafa fallið í bardögum í gær. Getty Images/Chris McGrath UNICEF á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF. Þar segir að hrollvekjandi myndir og fréttir berist nú af framvindu mála í Úkraínu þar sem börn í austurhluta landsins hafa í átta ár lifað við átök og hættur. UNICEF hefur lýst miklum áhyggjum af ástandinu sem ógna nú lífi og velferð þeirra 7,5 milljóna barna sem í landinu búa. „Mikilvægir innviðir, vatnsveitur og skólabyggingar hafa nú þegar skemmst í árásum á átakasvæðum undanfarna daga. Árásum sem ekki sér fyrir endann á. Linni þessum átökum ekki er ljóst að tugir þúsunda fjölskyldna munu neyðast til að flýja heimili sín og auka enn á þörf fyrir neyðaraðstoð í landinu,“ segir í tilkynningunni. „Síðastliðin átta ár hafa yfir 750 skólar orðið fyrir skemmdum frá upphafi átakanna sem hefur ógnað öryggi og aðgengi þúsunda barna að menntun. Átökin hafa tekið mikinn toll á sálarlífi heillar kynslóðar barna sem alist hafa upp í austurhluta Úkraínu á þessum átakatímum. Í ofanálag búa þessi börn á einhverju versta jarðsprengjusvæði í heiminum þar sem þau á hverjum degi leika sér og fara til og frá skóla á svæðum innan um ósprungnar jarðsprengjur og aðrar stríðsleifar.“ UNICEF segist frá upphafi átakanna hafa verið til staðar og veitt 180 þúsund börnum og forráðamönnum þeirra sálræna- og félagslega aðstoð auk þess að veita fræðslu um jarðsprengjuhættur. UNICEF styrki einnig uppbyggingu skemmdra skóla og leikskóla og dreifir kennslugögnum. UNICEF hefur um árabil verið að störfum Úkraínu og er á vettvangi að tryggja sendingar á hreinu vatni, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð til fjölskyldna. Í ákalli frá Catherine M. Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í gær tók hún undir ákall Aðalritara Sameinuðu þjónanna um tafarlaust vopnahlé og og krefst UNICEF þess að virtar verði alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börnin og tryggja að mannúðarstofnanir geti með öruggum og skjótum hætti nálgast börn í neyð. UNICEF krefst þess að stríðandi fylkingar grípi alls ekki til árása á mikilvæga innviði sem börn og saklausir borgarar reiða sig á. Hvort heldur sem um er að ræða vatnsveitur, heilbrigðisstofnanir eða skóla. Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950 Hjálparstarf Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF. Þar segir að hrollvekjandi myndir og fréttir berist nú af framvindu mála í Úkraínu þar sem börn í austurhluta landsins hafa í átta ár lifað við átök og hættur. UNICEF hefur lýst miklum áhyggjum af ástandinu sem ógna nú lífi og velferð þeirra 7,5 milljóna barna sem í landinu búa. „Mikilvægir innviðir, vatnsveitur og skólabyggingar hafa nú þegar skemmst í árásum á átakasvæðum undanfarna daga. Árásum sem ekki sér fyrir endann á. Linni þessum átökum ekki er ljóst að tugir þúsunda fjölskyldna munu neyðast til að flýja heimili sín og auka enn á þörf fyrir neyðaraðstoð í landinu,“ segir í tilkynningunni. „Síðastliðin átta ár hafa yfir 750 skólar orðið fyrir skemmdum frá upphafi átakanna sem hefur ógnað öryggi og aðgengi þúsunda barna að menntun. Átökin hafa tekið mikinn toll á sálarlífi heillar kynslóðar barna sem alist hafa upp í austurhluta Úkraínu á þessum átakatímum. Í ofanálag búa þessi börn á einhverju versta jarðsprengjusvæði í heiminum þar sem þau á hverjum degi leika sér og fara til og frá skóla á svæðum innan um ósprungnar jarðsprengjur og aðrar stríðsleifar.“ UNICEF segist frá upphafi átakanna hafa verið til staðar og veitt 180 þúsund börnum og forráðamönnum þeirra sálræna- og félagslega aðstoð auk þess að veita fræðslu um jarðsprengjuhættur. UNICEF styrki einnig uppbyggingu skemmdra skóla og leikskóla og dreifir kennslugögnum. UNICEF hefur um árabil verið að störfum Úkraínu og er á vettvangi að tryggja sendingar á hreinu vatni, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð til fjölskyldna. Í ákalli frá Catherine M. Russell, framkvæmdastjóra UNICEF, í gær tók hún undir ákall Aðalritara Sameinuðu þjónanna um tafarlaust vopnahlé og og krefst UNICEF þess að virtar verði alþjóðlegar skuldbindingar um að vernda börnin og tryggja að mannúðarstofnanir geti með öruggum og skjótum hætti nálgast börn í neyð. UNICEF krefst þess að stríðandi fylkingar grípi alls ekki til árása á mikilvæga innviði sem börn og saklausir borgarar reiða sig á. Hvort heldur sem um er að ræða vatnsveitur, heilbrigðisstofnanir eða skóla. Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950
Upplýsingar um söfnunarleiðir Sendu SMS-ið UNICEF í númerið 1900 til að styrkja söfnunina um 1.900 kr. Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög: 701-26-102060 kt. 481203-2950
Hjálparstarf Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira