Götubardagar og sprengingar í Kænugarði í alla nótt en nú dauðaþögn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 08:37 Óskar vaknaði við sprengjuregn í Kænugarði í morgun. Vísir Enn ein erfið nótt er liðin í Úkraínu og var hart barist í öllum stærstu borgum landsins. Útgöngubann er í gildi í Kænugarði og verður í gildi þar til klukkan átta í fyrramálið. Íbúi í Kænugarði segir hörðustu bardagana háða í skjóli nætur. „Núna er dauðaþögn, það kemur reyndar ein og ein sprenging inn á milli, en það er útgöngubann. Það eru engir bílar úti, engir,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Útgöngubann tók gildi í borginni klukkan fimm síðdegis í gær og gildir þar til í fyrramálið. Hann segir ástæðuna fjölda skemmdarverkamanna, sem rússneski herinn sendi inn í borgina, sem hafa verið að merkja skotmörk með flúormálningu og stjórna þannig hvar eldflaugar Rússa lenda. „Það er bara búið að gefa það út að ef þú ert úti núna þá er litið á þig sem rússneskan hermann,“ segir Óskar. Þegar fréttastofa ræddi við Óskar í gærmorgun var lítið um að vera, eiginlega dauðaþögn, utan einstakra sprenginga í borginni. Hann segir það sama gilda núna en átök hafi hafist í gærkvöldi um leið og fór að dimma. „Í gær þegar byrjaði að dimma fer maður strax að heyra sprengingar og skothljóð í fjarlægð. Þó það sé stutt síðan þetta byrjaði er maður bara orðinn vanur því að heyra þetta,“ segir Óskar. Sprengjuskýlið eins og kartöflukofi Óskar og konan hans Mariika eru búsett í miðborg Kænugarðs en bardagarnir hafa ekki enn náð inn í hverfið þeirra. Þau þurftu þó að leita skjóls í kjallaranum heima hjá sér í gærkvöldi vegna mögulegrar sprengjuárásar og vörðu hluta næturinnar inni á baðherbergi, sem er staðsett innst í íbúðinni þeirra og fjærst frá gluggunum. Undanfarna daga hafa þau leitað skjóls í næsta húsi, þar sem sprengjuskýlið í kjallaranum er vel útbúið. Vegna útgöngubannsins var það þó ekki möguleiki í gær. „Við fórum niður og tókum ekki einu sinni séns á að fara yfir í næsta hús sem er með miklu betra sprengjuskýli en okkar, sprengjuskýlið sem er hérna niðri er eins og einhver kartöflukofi, alveg ógeðslegt,“ segir Óskar. Þau hafi þó ákveðið að færa sig aftur upp í íbúð þar sem þau heyri ekkert í kjallaranum vegna hávaða í pípulögnum hússins, sem allar liggja um kjallarann. „Hérna eru eyrun á manni bestu vinir manns.“ Þegar upp hafi verið komið hafi þau heyrt í miklum götubardögum en færri sprengingar en undanfarna daga. „Og það var ekkert svo langt frá okkur, kannski þrjá eða fjóra kílómetra frá okkur.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30 „Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30 Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
„Núna er dauðaþögn, það kemur reyndar ein og ein sprenging inn á milli, en það er útgöngubann. Það eru engir bílar úti, engir,“ segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari og íbúi í Kænugarði. Útgöngubann tók gildi í borginni klukkan fimm síðdegis í gær og gildir þar til í fyrramálið. Hann segir ástæðuna fjölda skemmdarverkamanna, sem rússneski herinn sendi inn í borgina, sem hafa verið að merkja skotmörk með flúormálningu og stjórna þannig hvar eldflaugar Rússa lenda. „Það er bara búið að gefa það út að ef þú ert úti núna þá er litið á þig sem rússneskan hermann,“ segir Óskar. Þegar fréttastofa ræddi við Óskar í gærmorgun var lítið um að vera, eiginlega dauðaþögn, utan einstakra sprenginga í borginni. Hann segir það sama gilda núna en átök hafi hafist í gærkvöldi um leið og fór að dimma. „Í gær þegar byrjaði að dimma fer maður strax að heyra sprengingar og skothljóð í fjarlægð. Þó það sé stutt síðan þetta byrjaði er maður bara orðinn vanur því að heyra þetta,“ segir Óskar. Sprengjuskýlið eins og kartöflukofi Óskar og konan hans Mariika eru búsett í miðborg Kænugarðs en bardagarnir hafa ekki enn náð inn í hverfið þeirra. Þau þurftu þó að leita skjóls í kjallaranum heima hjá sér í gærkvöldi vegna mögulegrar sprengjuárásar og vörðu hluta næturinnar inni á baðherbergi, sem er staðsett innst í íbúðinni þeirra og fjærst frá gluggunum. Undanfarna daga hafa þau leitað skjóls í næsta húsi, þar sem sprengjuskýlið í kjallaranum er vel útbúið. Vegna útgöngubannsins var það þó ekki möguleiki í gær. „Við fórum niður og tókum ekki einu sinni séns á að fara yfir í næsta hús sem er með miklu betra sprengjuskýli en okkar, sprengjuskýlið sem er hérna niðri er eins og einhver kartöflukofi, alveg ógeðslegt,“ segir Óskar. Þau hafi þó ákveðið að færa sig aftur upp í íbúð þar sem þau heyri ekkert í kjallaranum vegna hávaða í pípulögnum hússins, sem allar liggja um kjallarann. „Hérna eru eyrun á manni bestu vinir manns.“ Þegar upp hafi verið komið hafi þau heyrt í miklum götubardögum en færri sprengingar en undanfarna daga. „Og það var ekkert svo langt frá okkur, kannski þrjá eða fjóra kílómetra frá okkur.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30 „Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30 Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
„Enn þá meiri uggur í mér“ Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja úr borginni í morgun. 26. febrúar 2022 18:30
„Ég vaknaði nokkrum sinnum við sprengingar og byssuhvelli“ Miklir bardagar voru í Kænugarði í nótt og heyra mátti sprengingar og byssuhvelli. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að 35 almennir borgarar hafi særst í átökunum í nótt, þar af tvö börn. 26. febrúar 2022 09:30
Íbúar Kænugarðs leita skjóls í neðanjarðarlestarstöðvum Fólk hefur hópast niður í neðanjarðarlestarstöðvarnar í Kænugarði frá því loftvarnaflautur fóru að hljóma í gær. 25. febrúar 2022 20:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?