Bingóspilarar einróma um lokun Vinabæjar: „Ömurlegt!“ Tryggvi Páll Tryggvason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 28. febrúar 2022 19:29 Tímamót í Vinabæ Vísir/Arnar Hinsta bingóið í Vinabæ stendur nú yfir. Eftir bingóið í kvöld verður dyrum bingósalsins vinsæla lokað fyrir fullt og allt. Bingóspilarar eru ekki kátir með breytingarnar. Óþekktur aðili hefur fest kaup á húsnæðinu í Skipholti sem hýsir bingóið í Vinabæ. Þar hefur bingó verið spilað í 32 ár, frá árinu 1990. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, leit við í Vinabæ í kvöld þar sem hún ræddi við bingóspilara, sem eru á sama báti þegar kemur að skoðunum á því að Vinabær sé að loka. „Mér finnst þetta hræðilegt bara. Eitt orð yfir það,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir, sem staðið hefur vaktina í Vinabæ lengi við það að selja bingóspjöld. Fólkið, bingóspilararnir og samstarfsmennirnir eru það sem Hafdís mun sakna mest við Vinabæ. Hún segist ekki vita hvað taki við nú. „Maður veit ekki. Ég er náttúrulega í annarri vinnu en við erum allar að missa vinnuna okkar.“ Þetta er ekki bara erfitt fyrir spilarana? „Nei, þetta er líka erfitt fyrir okkur. Að missa þetta, þetta er eins og félagsmiðstöð.“ Bingóspilararnir sem fréttastofa ræddi við í kvöld eru ekki kátir með að Vinabær sé að loka. Söguleg stund í Vinabæ, síðasta bingóið.Vísir/Arnar „Þetta er ömurlegt. Ömurlegt að þetta skuli vera að hætta. Mér finnst að það eigi ekki að vera leyfi fyrir því,“ sagði Guðný Pálína Adolfsdóttir. „Gulli hlýtur að opna aftur, ég trúi ekki öðru,“ sagði hún og vísaði þar til Guðlaugar Sigmundssonar, framkvæmdastjóra bingósins. Sigþór Elíasson hefur spilað bingó í Vinabæ nánast frá opnun. Hann er ekki hrifinn af því að Vinabær sé að loka. „Mér líður illa með það. Þetta er alveg hörmung.“ Og undir þetta tók sú þriðja. „Mér finnst þetta ömurlegt, alveg í einu orði sagt. Þetta er eina sem maður orðið gerir.“ Rætt var við Guðlaug bingóstjóra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík Tímamót Eldri borgarar Tengdar fréttir Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Óþekktur aðili hefur fest kaup á húsnæðinu í Skipholti sem hýsir bingóið í Vinabæ. Þar hefur bingó verið spilað í 32 ár, frá árinu 1990. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, leit við í Vinabæ í kvöld þar sem hún ræddi við bingóspilara, sem eru á sama báti þegar kemur að skoðunum á því að Vinabær sé að loka. „Mér finnst þetta hræðilegt bara. Eitt orð yfir það,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir, sem staðið hefur vaktina í Vinabæ lengi við það að selja bingóspjöld. Fólkið, bingóspilararnir og samstarfsmennirnir eru það sem Hafdís mun sakna mest við Vinabæ. Hún segist ekki vita hvað taki við nú. „Maður veit ekki. Ég er náttúrulega í annarri vinnu en við erum allar að missa vinnuna okkar.“ Þetta er ekki bara erfitt fyrir spilarana? „Nei, þetta er líka erfitt fyrir okkur. Að missa þetta, þetta er eins og félagsmiðstöð.“ Bingóspilararnir sem fréttastofa ræddi við í kvöld eru ekki kátir með að Vinabær sé að loka. Söguleg stund í Vinabæ, síðasta bingóið.Vísir/Arnar „Þetta er ömurlegt. Ömurlegt að þetta skuli vera að hætta. Mér finnst að það eigi ekki að vera leyfi fyrir því,“ sagði Guðný Pálína Adolfsdóttir. „Gulli hlýtur að opna aftur, ég trúi ekki öðru,“ sagði hún og vísaði þar til Guðlaugar Sigmundssonar, framkvæmdastjóra bingósins. Sigþór Elíasson hefur spilað bingó í Vinabæ nánast frá opnun. Hann er ekki hrifinn af því að Vinabær sé að loka. „Mér líður illa með það. Þetta er alveg hörmung.“ Og undir þetta tók sú þriðja. „Mér finnst þetta ömurlegt, alveg í einu orði sagt. Þetta er eina sem maður orðið gerir.“ Rætt var við Guðlaug bingóstjóra í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík Tímamót Eldri borgarar Tengdar fréttir Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Bingó í Vinabæ heyrir sögunni til eftir fjörutíu ára starfsemi Nú fer hver að verða síðastur að spila bingó í Vinabæ en aðeins þrjú bingókvöld eru eftir. Ástæðan er einföld; húsnæðið hefur verið selt undan starfseminni. 20. febrúar 2022 20:40