Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 1. mars 2022 11:24 Dmitry Peskov talsmaður Pútíns, segir refsiaðgerðir ekki fá Rússa til að hætta innrás í Úkraínu. Getty/Mikhail Svetlov Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. Peskov sló þar á svipaða strengi og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, sem sagði skömmu áður að Rússar myndu ekki hætta fyrr en markmiðum þeirra væri náð. Þau markmið eru, samkvæmt Rússum, að gera Úkraínu að herlausu og hlutlausu landi og að „frelsa“ íbúa Úkraínu undan oki ríkisstjórnar landsins sem Pútín kallaði nýverið útúrdópaða ný-nasista. Peskov neitaði að segja hvernig það gengi hjá Rússum, samkvæmt frétt Reuters, og þvertók hann sömuleiðis fyrir það að Rússar hefðu gert loftárásir á almenna borgara, meðal annars með klasasprengjum. Það sagði Peskov að væru falsaðar ásakanir. Possible use of cluster munitions in Kharkiv. There was a video posted earlier that showed a Smerch MLRS rocket booster landing in Kharkiv, which can carry cluster munitions. https://t.co/fitcfyuNDr pic.twitter.com/Xd9XubbhuL— Rob Lee (@RALee85) February 28, 2022 Peskov segir að Pútín hafi verið upplýstur um það sem fram kom á fyrsta fundi sendinefnda Úkraínu og Rússlands, sem fór fram á landamærunum Úkraínu og Hvíta-Rússlands í gær. Of snemmt væri þó að segja til um hver niðurstaða fundarins hafi verið. Þá liggi engar áætlanir fyrir um að Pútín fundi með úkraínska forsetanum Vólódímír Selenskí en Peskov bætti þó við að yfirvöld í Moskvu líti enn á Selenskí sem leiðtoga Úkraínu. Selenskí gæti þá komið í veg fyrir frekara mannfall með því að fyrirskipa mönnum sínum að leggja niður vopn. Úkraínsk yfirvöld hafa lýst því yfir að hundruð almennra borgara hafi fallið í átökunum. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 136 almennir borgarar hafi fallið en leiða má að því líkur að talan sé hærri. Rússar sakað Úkraínumenn um að nota almenna borgara sem mannlega skyldi. Selenskí hefur lýst því yfir að það komi ekki til greina og mótmælt rússneskum falsfréttum um að hann hafi fyrirskipað uppgjöf um helgina. Úkraínski herinn hefur veitt þeim rússneska mikið viðnám, mun meira en margir gerðu ráð fyrir. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02 „Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ 1. mars 2022 09:00 Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira
Peskov sló þar á svipaða strengi og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, sem sagði skömmu áður að Rússar myndu ekki hætta fyrr en markmiðum þeirra væri náð. Þau markmið eru, samkvæmt Rússum, að gera Úkraínu að herlausu og hlutlausu landi og að „frelsa“ íbúa Úkraínu undan oki ríkisstjórnar landsins sem Pútín kallaði nýverið útúrdópaða ný-nasista. Peskov neitaði að segja hvernig það gengi hjá Rússum, samkvæmt frétt Reuters, og þvertók hann sömuleiðis fyrir það að Rússar hefðu gert loftárásir á almenna borgara, meðal annars með klasasprengjum. Það sagði Peskov að væru falsaðar ásakanir. Possible use of cluster munitions in Kharkiv. There was a video posted earlier that showed a Smerch MLRS rocket booster landing in Kharkiv, which can carry cluster munitions. https://t.co/fitcfyuNDr pic.twitter.com/Xd9XubbhuL— Rob Lee (@RALee85) February 28, 2022 Peskov segir að Pútín hafi verið upplýstur um það sem fram kom á fyrsta fundi sendinefnda Úkraínu og Rússlands, sem fór fram á landamærunum Úkraínu og Hvíta-Rússlands í gær. Of snemmt væri þó að segja til um hver niðurstaða fundarins hafi verið. Þá liggi engar áætlanir fyrir um að Pútín fundi með úkraínska forsetanum Vólódímír Selenskí en Peskov bætti þó við að yfirvöld í Moskvu líti enn á Selenskí sem leiðtoga Úkraínu. Selenskí gæti þá komið í veg fyrir frekara mannfall með því að fyrirskipa mönnum sínum að leggja niður vopn. Úkraínsk yfirvöld hafa lýst því yfir að hundruð almennra borgara hafi fallið í átökunum. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 136 almennir borgarar hafi fallið en leiða má að því líkur að talan sé hærri. Rússar sakað Úkraínumenn um að nota almenna borgara sem mannlega skyldi. Selenskí hefur lýst því yfir að það komi ekki til greina og mótmælt rússneskum falsfréttum um að hann hafi fyrirskipað uppgjöf um helgina. Úkraínski herinn hefur veitt þeim rússneska mikið viðnám, mun meira en margir gerðu ráð fyrir.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02 „Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ 1. mars 2022 09:00 Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Fleiri fréttir Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Sjá meira
Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02
„Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ 1. mars 2022 09:00
Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16