„Oftast hlusta fullorðnir ekki á okkur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2022 19:31 Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahóp fyrir barnaþing segir fullorðna ekki hlusta á krakka. Ráðherrar mættu á þingið í dag. Svandís Svavarsdóttir sendi sjálfri sér ellefu ára gamalli skilaboð á þinginu í dag. Vísir/Egill Við viljum að röddin okkar heyrist og að það sé tekið mark á henni segja þáttakendur á Barnaþingi sem var sett í Hörpu í dag. Ráðherrar sem mættu gáfu krökkunum ráð eins og að þau ættu að varðveita barnið í sjálfum sér og ræða við aðra um líðan sína. Barnaþing var sett í annað skipti í Hörpu í dag en þátttakendur sem eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þingið verður með þjóðfundarfyrirkomulagi þar sem áhersla verður lögð á mannréttindi, umhverfismál og menntun. Krakkarnir voru ánægðir með að fá að láta rödd sína heyrast. „Oftast hlustar fullorðna fólkið ekki á okkur krakkana og tekur ekki eftir okkur, hlusta bara á annað fullorðið fólk,“ segir Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahópi Barnaþings og tekur þátt í því í ár. „Það er svo frábært að vera partur af þessu á svona ungum aldri og fá að segja sínar skoðanir,“ segir Kristjana Erla Kjartasdóttir sem sat líka í ráðgjafahópnum. Þau Kristjana Erla Kjartasdóttir og Sigtryggur Máni Guðmundsson taka þátt í Barnaþinginu þetta árið.Vísir/Egill Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinberri stefnumótun. Fulltrúar þeirra voru mættir á þingið og beðnir um að senda sjálfum sér skilaboð væru þeir unglingar í dag. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinbera stefnumótun.Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem var orðin einn og áttatíu að hæð ellefu ára og átti erfitt þegar hún vangaði við stráka sem náðu henni upp að mitti sendi sér þessi skilaboð. „Sennilega hefði ég sagt við þessa stelpu þetta á eftir að lagast,“ sagði Svandís sem hvatti krakkana til að halda í barnið í sér og leika sér alla ævi. Svandís talaði til sín þegar hún var ellefu ára og langstærst og skilaboðin voru: „Þetta á eftir að lagast.“Vísir/Egill Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hvatti krakkana til að segja öðrum frá líði þeim illa. Því fyrr sem krakkarnir geri það því fljótari verði þau að átta sig á hver þau vilji verða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvatti svo krakkana í sinni ræðu til að varðveita barnið í sjálfum sér. Þjóðfundurinn hefst á morgun í Hörpu klukkan níu. Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Krakkar Réttindi barna Harpa Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Barnaþing var sett í annað skipti í Hörpu í dag en þátttakendur sem eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þingið verður með þjóðfundarfyrirkomulagi þar sem áhersla verður lögð á mannréttindi, umhverfismál og menntun. Krakkarnir voru ánægðir með að fá að láta rödd sína heyrast. „Oftast hlustar fullorðna fólkið ekki á okkur krakkana og tekur ekki eftir okkur, hlusta bara á annað fullorðið fólk,“ segir Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahópi Barnaþings og tekur þátt í því í ár. „Það er svo frábært að vera partur af þessu á svona ungum aldri og fá að segja sínar skoðanir,“ segir Kristjana Erla Kjartasdóttir sem sat líka í ráðgjafahópnum. Þau Kristjana Erla Kjartasdóttir og Sigtryggur Máni Guðmundsson taka þátt í Barnaþinginu þetta árið.Vísir/Egill Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinberri stefnumótun. Fulltrúar þeirra voru mættir á þingið og beðnir um að senda sjálfum sér skilaboð væru þeir unglingar í dag. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinbera stefnumótun.Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem var orðin einn og áttatíu að hæð ellefu ára og átti erfitt þegar hún vangaði við stráka sem náðu henni upp að mitti sendi sér þessi skilaboð. „Sennilega hefði ég sagt við þessa stelpu þetta á eftir að lagast,“ sagði Svandís sem hvatti krakkana til að halda í barnið í sér og leika sér alla ævi. Svandís talaði til sín þegar hún var ellefu ára og langstærst og skilaboðin voru: „Þetta á eftir að lagast.“Vísir/Egill Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hvatti krakkana til að segja öðrum frá líði þeim illa. Því fyrr sem krakkarnir geri það því fljótari verði þau að átta sig á hver þau vilji verða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvatti svo krakkana í sinni ræðu til að varðveita barnið í sjálfum sér. Þjóðfundurinn hefst á morgun í Hörpu klukkan níu.
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Krakkar Réttindi barna Harpa Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira