Ísbjörn í Laugardalinn og heimsfrið strax Helgi Áss Grétarsson skrifar 4. mars 2022 15:01 Í gærkvöldi tefldi ég kappskák í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Það rifjaðist þá upp fyrir prófkjörsframbjóðandanum að gleðin við það að leita einskonar sannleika sé ekki sjálfsögð. Sköpunarmáttur sem og virðing fyrir staðreyndum eru grundvallarþættir sem listin krefst. Stjórnmál eru vissulega list hins mögulega en sjálfsagt er sjaldgæft að orðspor stjórnmálamanna litist af sannleiksást. Nýjasti loforðapakkinn Í gær var haldinn blaðamannafundur með þrem borgarfulltrúum Samfylkingarinnar og tveim háttsettum embættismönnum Reykjavíkurborgar þar sem ritað var undir samstarfssamning um verkefnið „Betri borg fyrir börn í Reykjavík“. Við þetta tilefni sagði borgarstjórinn að verið væri „að endurskipuleggja þjónustu sem kemur að börnum, úti í skólunum, úti í hverfunum og færa bæði starfsfólk að miðlægum skrifstofum og út í borgarhlutana þannig að fagfólkið vinni þar svona hönd á hönd saman þvert á fög á forsendum barna og fjölskyldna“. Svo sem endranær af hálfu borgarstjóra eru mörg orð notuð um lítið. Umbúðir, ekki innihald. Einnig var kynnt í gær af hálfu Reykjavíkurborgar „að börnum niður í tólf mánaða verði fundið pláss á leikskóla strax í haust“. Hljómar þetta loforð kunnuglega? Jú, m.a. í nóvember 2018 var þessu lofað fyrir árslok 2023 – meirihlutinn í borgarstjórn er ári á undan áætlun, vel gert myndu margir hugsa. En hver er veruleikinn? Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er fjöldi barna á biðlista eftir leikskólaplássi um þessar mundir ekki mikið lægri en hann var árið 2017. Meðalaldur barna sem innrita sig í leikskóla sem borgin rekur er að jafnaði hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Ófáir foreldrar leikskólabarna kannast einnig við að mannekla á leikskólum leiðir til skerðingar á þeim tíma sem barnið getur verið í skólanum. Samt er því lofað að nýir leikskólar séu rétt handan við hornið og þá verði öll vandamál úr sögunni. Hverju á að lofa? Sem frambjóðandi í prófkjöri gæti ég lofað ýmsu, svo sem tekið Jón Gnarr á þetta og sagt að ísbjörn verða fluttur inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Eða þá að Reykjavíkurborg muni með afli sínu tryggja heimsfrið strax. Slíkur loforðaflaumur er ekki traustvekjandi. Á hinn bóginn tel ég mikilvægt að gripið sé til breytinga á stjórn Reykjavíkurborgar. Draga þarf úr yfirbyggingu miðlægrar stjórnsýslu og tryggja að borgarkerfið sé eins einfalt og kostur er. Standa þarf vörð um grunnþjónustu og sveitarfélagið láti af því að sinna gæluverkefnum. Með ábyrgri fjármálastjórn og skýra forgangsröðun er hægt að leggja grunn að öflugu velferðakerfi. Sveitarfélag á að greiða fyrir því að almenningur, fólkið sjálft, hafi tækin og tólin til að njóta lífsins. Sérfræðingar á vegum hins opinbera, svo ágætir sem þeir eru, geta ekki komið í stað þess að einstaklingurinn leiti hamingjunnar á eigin forsendum. Það er minn sannleikur í stjórnmálum, trúin á einstaklinginn og frelsi hans. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi tefldi ég kappskák í fyrsta skipti í nokkra mánuði. Það rifjaðist þá upp fyrir prófkjörsframbjóðandanum að gleðin við það að leita einskonar sannleika sé ekki sjálfsögð. Sköpunarmáttur sem og virðing fyrir staðreyndum eru grundvallarþættir sem listin krefst. Stjórnmál eru vissulega list hins mögulega en sjálfsagt er sjaldgæft að orðspor stjórnmálamanna litist af sannleiksást. Nýjasti loforðapakkinn Í gær var haldinn blaðamannafundur með þrem borgarfulltrúum Samfylkingarinnar og tveim háttsettum embættismönnum Reykjavíkurborgar þar sem ritað var undir samstarfssamning um verkefnið „Betri borg fyrir börn í Reykjavík“. Við þetta tilefni sagði borgarstjórinn að verið væri „að endurskipuleggja þjónustu sem kemur að börnum, úti í skólunum, úti í hverfunum og færa bæði starfsfólk að miðlægum skrifstofum og út í borgarhlutana þannig að fagfólkið vinni þar svona hönd á hönd saman þvert á fög á forsendum barna og fjölskyldna“. Svo sem endranær af hálfu borgarstjóra eru mörg orð notuð um lítið. Umbúðir, ekki innihald. Einnig var kynnt í gær af hálfu Reykjavíkurborgar „að börnum niður í tólf mánaða verði fundið pláss á leikskóla strax í haust“. Hljómar þetta loforð kunnuglega? Jú, m.a. í nóvember 2018 var þessu lofað fyrir árslok 2023 – meirihlutinn í borgarstjórn er ári á undan áætlun, vel gert myndu margir hugsa. En hver er veruleikinn? Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er fjöldi barna á biðlista eftir leikskólaplássi um þessar mundir ekki mikið lægri en hann var árið 2017. Meðalaldur barna sem innrita sig í leikskóla sem borgin rekur er að jafnaði hærri en hjá nágrannasveitarfélögunum. Ófáir foreldrar leikskólabarna kannast einnig við að mannekla á leikskólum leiðir til skerðingar á þeim tíma sem barnið getur verið í skólanum. Samt er því lofað að nýir leikskólar séu rétt handan við hornið og þá verði öll vandamál úr sögunni. Hverju á að lofa? Sem frambjóðandi í prófkjöri gæti ég lofað ýmsu, svo sem tekið Jón Gnarr á þetta og sagt að ísbjörn verða fluttur inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Eða þá að Reykjavíkurborg muni með afli sínu tryggja heimsfrið strax. Slíkur loforðaflaumur er ekki traustvekjandi. Á hinn bóginn tel ég mikilvægt að gripið sé til breytinga á stjórn Reykjavíkurborgar. Draga þarf úr yfirbyggingu miðlægrar stjórnsýslu og tryggja að borgarkerfið sé eins einfalt og kostur er. Standa þarf vörð um grunnþjónustu og sveitarfélagið láti af því að sinna gæluverkefnum. Með ábyrgri fjármálastjórn og skýra forgangsröðun er hægt að leggja grunn að öflugu velferðakerfi. Sveitarfélag á að greiða fyrir því að almenningur, fólkið sjálft, hafi tækin og tólin til að njóta lífsins. Sérfræðingar á vegum hins opinbera, svo ágætir sem þeir eru, geta ekki komið í stað þess að einstaklingurinn leiti hamingjunnar á eigin forsendum. Það er minn sannleikur í stjórnmálum, trúin á einstaklinginn og frelsi hans. Höfundur óskar eftir stuðningi í 5. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun