Jónatan: Skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið Árni Gísli Magnússon skrifar 4. mars 2022 20:43 Jónatan Magnússon, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Jónatan Magnússon, þjálfari KA, gat ekki annað en verið sáttur eftir sterkan fimm marka sigur gegn FH í KA-heimilinu í kvöld. „Met það bara svo að við gerðum það sem við vildum gera, heildar frammistaðan hjá okkur var bara mjög góð í dag.” Sóknarleikur KA gekk vel í dag og þarf mikið til enda getur FH liðið spilað virkilega góða vörn á sínum degi. „Við vorum mjög agaðir og vorum heilt yfir sóknarlega bara mjög agaðir. Við vissum það fyrir leik að FH er með mjög sterka vörn og við þyrftum að vera klókir og eiga góðan leik og menn að taka ábyrgð í sókninni. Við vorum ekki ánægðir eftir síðasta leik og það býr mikið í liðinu og ég held að þetta sé svona frammistaða sem við viljum sýna og getum sýnt.” Vörnin hjá KA var gríðarlega sterk strax frá upphafi síðari hálfleiks og mættu þeir mönnum nokkuð framar en þeir höfðu gert og spiluðu fastar sem skilaði þeim í unnum boltum og hraðaupphlaupum sem liðið nýtti sér heldur betur. „Við vorum að fá mikið að hraðaupphlaupum og þurftum ekki að eyða orku í að standa mikið í vörn en stóðum hana þegar við þurftum og það var að skila okkur helling af mörkum á móti þannig að það er eitthvað sem við getum byggt á. Mér fannst þetta bara vera solid eins og maður segir og við þurftum það til þess að vinna FH.” KA menn eru komnir í undanúrslit Coca-Cola bikarsins þar sem þeir mæta Selfossi á miðvikudaginn næsta og var Jónatan með skilaboð til KA samfélagsins. „Þó svo að við hefðum tapað með fimm hérna í dag þá hefði verkefnið á miðvikudaginn verið jafn stórt og skemmtilegt en við tökum þennan sigur með okkur sem sjálfstraust inn í leikinn og ég skora svo innilega á Akureyringa, og sérstaklega mjög margir Akureyringar sem búa fyrir sunnan, að koma en það er erfitt þar sem við spilum á miðvikudegi. Ég ætla að setja þetta svolítið í kosmósinn og ég skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið”, sagði Jóntan að lokum þar sem hann biðlaði til fólks að koma suður og styðja liðið í bikarnum. Íslenski handboltinn KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
„Met það bara svo að við gerðum það sem við vildum gera, heildar frammistaðan hjá okkur var bara mjög góð í dag.” Sóknarleikur KA gekk vel í dag og þarf mikið til enda getur FH liðið spilað virkilega góða vörn á sínum degi. „Við vorum mjög agaðir og vorum heilt yfir sóknarlega bara mjög agaðir. Við vissum það fyrir leik að FH er með mjög sterka vörn og við þyrftum að vera klókir og eiga góðan leik og menn að taka ábyrgð í sókninni. Við vorum ekki ánægðir eftir síðasta leik og það býr mikið í liðinu og ég held að þetta sé svona frammistaða sem við viljum sýna og getum sýnt.” Vörnin hjá KA var gríðarlega sterk strax frá upphafi síðari hálfleiks og mættu þeir mönnum nokkuð framar en þeir höfðu gert og spiluðu fastar sem skilaði þeim í unnum boltum og hraðaupphlaupum sem liðið nýtti sér heldur betur. „Við vorum að fá mikið að hraðaupphlaupum og þurftum ekki að eyða orku í að standa mikið í vörn en stóðum hana þegar við þurftum og það var að skila okkur helling af mörkum á móti þannig að það er eitthvað sem við getum byggt á. Mér fannst þetta bara vera solid eins og maður segir og við þurftum það til þess að vinna FH.” KA menn eru komnir í undanúrslit Coca-Cola bikarsins þar sem þeir mæta Selfossi á miðvikudaginn næsta og var Jónatan með skilaboð til KA samfélagsins. „Þó svo að við hefðum tapað með fimm hérna í dag þá hefði verkefnið á miðvikudaginn verið jafn stórt og skemmtilegt en við tökum þennan sigur með okkur sem sjálfstraust inn í leikinn og ég skora svo innilega á Akureyringa, og sérstaklega mjög margir Akureyringar sem búa fyrir sunnan, að koma en það er erfitt þar sem við spilum á miðvikudegi. Ég ætla að setja þetta svolítið í kosmósinn og ég skora á alla KA menn að mæta og styðja liðið”, sagði Jóntan að lokum þar sem hann biðlaði til fólks að koma suður og styðja liðið í bikarnum.
Íslenski handboltinn KA Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Leik lokið: KA - FH 32-27 | Mikilvægur sigur KA-manna KA vann gríðarlega mikilvægan sigur er liðið tók á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27. 4. mars 2022 19:31
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita