Körfuboltakvöld um Keflavík: „Voru litlir og ekkert að frétta hjá þeim“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2022 13:46 Keflavík hefur ekki spilað sinn besta bolta að undanförnu. Vísir/Bára Dröfn Keflavík tapaði nokkuð örugglega fyrir Val í síðust umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum og er í smá brasi. Farið var yfir vandræði Keflvíkinga í Körfuboltakvöldi á fösudagskvöld. Matthías Sigurðsson, annar af sérfræðingum þáttarins tók fyrstur til máls og fór yfir vandræði Keflavíkur í leiknum á Hlíðarneda. „Síðustu þrjú ár er allt búið að snúast um einn hlut og það er (Dominykas) Milka og Hörður Axel (Vilhjálmsson) í vagg og veltu (e. pick and roll). Skiljanlega að einhverju leyti, þetta hefur gengið mjög vel. Fyrsta árið gekk þetta ekki, annað árið voru þeir nálægt en nú er orðið ljóst að lið eru byrjuð að skipuleggja sig nægilega vel gegn þessari ógn að þetta gengur ekki lengur.“ „Í kvöld byrjaði Kristófer (Acox) seinni hálfleikinn á Herði Axel. Í raun og veru voru þeir ekki einu sinni að skipta í vagg og veltu. Þannig að Kristófer fór bara undir vagg og veltuna og sagði „Hörður þú verður bara að vinna okkur með að skora 20-30 stig ef þú ætlar að gera það. Annars ætlar Pavel (Ermolinskij) að halda sér á Milka“ og einhvern veginn dó allt þar einhvern veginn. Fyrir utan það gekk ekki heldur að koma Kananum þeirra inn í eitthvað flæði.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé Keflavík í stórum leik, leikur á laugardegi klukkan fimm. Bæði lið spila hægt, þetta er barningu, skýr aðferðafræði sem er augljós og þeir voru bara hugmyndasnauðir. Voru dálítið litlir og ekkert að frétta hjá þeim.“ „Munurinn á Keflavíkur liðinu með Dean Williams að sprengja bæði í vörn og sókn. Menn þurftu alltaf að vera varir um sig á báðum endum vallarins með hann síðastliðin tvö ár. Í byrjun tímabilsins komst liðið upp með þetta því þeir voru með rosalega ógn í (David) Okeke, sem var ekki eins mikil sprengja en er stór og mikill og tók mikið pláss,“ sagði Sævar Sævarsson, hinn séfræðingur þáttarins í kjölfarið. Hann átti svo lokaorðið. „Milka svona átti erfitt með að aðlagast að spila með honum og var gagnrýndur en það gekk upp því Okeke var að spila vel. Nú getur Milka ekki falið sig á bakvið neitt, hvorki sóknar né varnar megin.“ Klippa: KBK: Keflavík í basli Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Matthías Sigurðsson, annar af sérfræðingum þáttarins tók fyrstur til máls og fór yfir vandræði Keflavíkur í leiknum á Hlíðarneda. „Síðustu þrjú ár er allt búið að snúast um einn hlut og það er (Dominykas) Milka og Hörður Axel (Vilhjálmsson) í vagg og veltu (e. pick and roll). Skiljanlega að einhverju leyti, þetta hefur gengið mjög vel. Fyrsta árið gekk þetta ekki, annað árið voru þeir nálægt en nú er orðið ljóst að lið eru byrjuð að skipuleggja sig nægilega vel gegn þessari ógn að þetta gengur ekki lengur.“ „Í kvöld byrjaði Kristófer (Acox) seinni hálfleikinn á Herði Axel. Í raun og veru voru þeir ekki einu sinni að skipta í vagg og veltu. Þannig að Kristófer fór bara undir vagg og veltuna og sagði „Hörður þú verður bara að vinna okkur með að skora 20-30 stig ef þú ætlar að gera það. Annars ætlar Pavel (Ermolinskij) að halda sér á Milka“ og einhvern veginn dó allt þar einhvern veginn. Fyrir utan það gekk ekki heldur að koma Kananum þeirra inn í eitthvað flæði.“ „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé Keflavík í stórum leik, leikur á laugardegi klukkan fimm. Bæði lið spila hægt, þetta er barningu, skýr aðferðafræði sem er augljós og þeir voru bara hugmyndasnauðir. Voru dálítið litlir og ekkert að frétta hjá þeim.“ „Munurinn á Keflavíkur liðinu með Dean Williams að sprengja bæði í vörn og sókn. Menn þurftu alltaf að vera varir um sig á báðum endum vallarins með hann síðastliðin tvö ár. Í byrjun tímabilsins komst liðið upp með þetta því þeir voru með rosalega ógn í (David) Okeke, sem var ekki eins mikil sprengja en er stór og mikill og tók mikið pláss,“ sagði Sævar Sævarsson, hinn séfræðingur þáttarins í kjölfarið. Hann átti svo lokaorðið. „Milka svona átti erfitt með að aðlagast að spila með honum og var gagnrýndur en það gekk upp því Okeke var að spila vel. Nú getur Milka ekki falið sig á bakvið neitt, hvorki sóknar né varnar megin.“ Klippa: KBK: Keflavík í basli Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti Körfuboltakvöld Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira