Kaldar kveðjur til borgarbúa Baldur Borgþórsson skrifar 8. mars 2022 14:30 Borgarbúar og í raun þorri íbúa á höfuðborgarsvæðinu fengu heldur kaldar kveðjur nýverið. Birt voru áform um nýja gjaldtöku á þá sem hyggjast nota bílinn sinn á komandi árum og kynntar voru hugmyndir um gjald upp á allt að kr. 675 fyrir hverja ferð sem ekið er um lykilgatnamót borgarinnar. Stefnt er að því að gjaldtakan hefjist þegar á þessu ári. Þetta þýðir sem dæmi: Í hvert sinn sem íbúar aka um gatnamót Sæbrautar/Reykjanesbrautar og Vesturlandsvegar/Miklubrautar er rukkað gjald upp á allt að kr.675 Kostnaður getur því hæglega numið hálfri milljón eða meiru á ári samkvæmt þessu. Gjaldið hefur gengið undir ýmsum nöfnum: Vegatollur Tafargjald Flýtigjald Að endingu hefur starfshópur um borgarlínu komist að niðurstöðu um að nafnið skuli vera flýtigjald. Það hljómar jú svo jákvætt. Raunin er reyndar sú að það er ekkert jákvætt við flýtigjald. Flýtigjaldið er nefnilega alls ekki neitt flýti. Það er refsiskattur og þvingunartæki sem mun kosta borgarbúa stórfé árlega. Refsiskattur sem beint er gegn fólki og fjölskyldum sem vilja gjarnan njóta þeirra lífsgæða sem bíllinn sannarlega er og hátt í 90% borgarbúa kjósa að njóta. Í hvaða tilgangi er verið að vega með svo grófum hætti að valfrelsi borgarbúa? Svarið er einfalt: Borgarlína Talsmenn borgarlínu gera sér fulla grein fyrir að bíllinn muni áfram verða vinsælasti kostur borgarbúa. Við það á ekki að una. Því á að grípa til þvingunaraðgerða og þeim gefið nafnið flýtigjald. Stór hluti borgarbúa mun því mögulega missa fjárhagslega getu til að eiga bíl og njóta þeirra lífsgæða og frelsis sem því fylgir en eiga þó eitt svar. Öflugt svar. Að kjósa það fólk sem skipar sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til að leiða nýjan meirihluta í borgarstjórnarkosningum þann 14.maí næstkomandi. Fólk sem hafnar hverskyns þvingunum og forræðishyggju. Fólk sem ætlar að leyfa borgarbúum sjálfum að velja það sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu best hverju sinni. Höfundur er varaborgarfulltrúi og sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þann 18.-19. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Borgþórsson Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarlína Samgöngur Vegtollar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Sjá meira
Borgarbúar og í raun þorri íbúa á höfuðborgarsvæðinu fengu heldur kaldar kveðjur nýverið. Birt voru áform um nýja gjaldtöku á þá sem hyggjast nota bílinn sinn á komandi árum og kynntar voru hugmyndir um gjald upp á allt að kr. 675 fyrir hverja ferð sem ekið er um lykilgatnamót borgarinnar. Stefnt er að því að gjaldtakan hefjist þegar á þessu ári. Þetta þýðir sem dæmi: Í hvert sinn sem íbúar aka um gatnamót Sæbrautar/Reykjanesbrautar og Vesturlandsvegar/Miklubrautar er rukkað gjald upp á allt að kr.675 Kostnaður getur því hæglega numið hálfri milljón eða meiru á ári samkvæmt þessu. Gjaldið hefur gengið undir ýmsum nöfnum: Vegatollur Tafargjald Flýtigjald Að endingu hefur starfshópur um borgarlínu komist að niðurstöðu um að nafnið skuli vera flýtigjald. Það hljómar jú svo jákvætt. Raunin er reyndar sú að það er ekkert jákvætt við flýtigjald. Flýtigjaldið er nefnilega alls ekki neitt flýti. Það er refsiskattur og þvingunartæki sem mun kosta borgarbúa stórfé árlega. Refsiskattur sem beint er gegn fólki og fjölskyldum sem vilja gjarnan njóta þeirra lífsgæða sem bíllinn sannarlega er og hátt í 90% borgarbúa kjósa að njóta. Í hvaða tilgangi er verið að vega með svo grófum hætti að valfrelsi borgarbúa? Svarið er einfalt: Borgarlína Talsmenn borgarlínu gera sér fulla grein fyrir að bíllinn muni áfram verða vinsælasti kostur borgarbúa. Við það á ekki að una. Því á að grípa til þvingunaraðgerða og þeim gefið nafnið flýtigjald. Stór hluti borgarbúa mun því mögulega missa fjárhagslega getu til að eiga bíl og njóta þeirra lífsgæða og frelsis sem því fylgir en eiga þó eitt svar. Öflugt svar. Að kjósa það fólk sem skipar sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til að leiða nýjan meirihluta í borgarstjórnarkosningum þann 14.maí næstkomandi. Fólk sem hafnar hverskyns þvingunum og forræðishyggju. Fólk sem ætlar að leyfa borgarbúum sjálfum að velja það sem hentar þeim og þeirra fjölskyldu best hverju sinni. Höfundur er varaborgarfulltrúi og sækist eftir 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þann 18.-19. mars næstkomandi.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar