LME lokar fyrir viðskipti með nikkel eftir 177 prósenta verðhækkun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. mars 2022 19:36 LME er alþjóðleg kauphöll fyrir viðskipti með málma. Þegar talað er um heimsmarkaðsverð hinna ýmsu málma, til dæmis áls, er verið að tala um verðið í LME. Á myndinni má sjá nikkelnámu í Finnlandi. London Metal Exchange (LME) lokaði í dag fyrir viðskipti með nikkel og gerir ráð fyrir áframhaldandi lokun næstu daga. Í tilkynningu segja forsvarsmenn LME um að ræða fordæmalausar aðstæður. Samhliða lokuninni ákvað LME einnig að ógilda viðskipti frá því í morgun. Þegar lokað var fyrir viðskiptin hafði verðið á nikkel tvöfaldast frá því í gær, hækkað um 177 prósent, eftir að hafa hækkað um 75 prósent yfir helgina. Við lokun var verðið á tonninu komið yfir 100 þúsund dollara. Rússland er einn stærsti útflutningsaðili nikkels í heiminum og átökin í Úkraínu og viðskiptaþvinganir vesturveldanna hafa ýtt mjög undir eftirspurn eftir málminum. Meira þurfti þó til að skapa þá stöðu sem nú er komin upp en verðið fór upp úr öllu valdi þegar Tsingshan Holding Group, einn stærsti framleiðandi nikkels og ryðfrís stáls í heiminum, keypti gríðarlegt magn af nikkel. Ástæða kaupana var skortstaða sem fyrirtækið hefur tekið gagnvart málminum frá því í fyrra, það er að segja veðmála sem byggðu á þeim væntingum að verð færi lækkandi. Þá vildi fyrirtækið forðast áhrif kostnaðarsamra veðkalla. Sérfræðingar segja stöðuna afar óeðlilega en eins og stendur eiga margir erfitt með að nálgast nikkel til að geta uppfyllt samninga. LME segist munu vinna að því að geta opnað aftur fyrir viðskiptin. Afleiðumarkaðurinn í Shanghai hefur hækkað umsýslugjald sitt vegna viðskipta með nikkel og hvatt fjárfesta til að forðast áhættu, fjárfesta skynsamlega og vinna saman að því að tryggja stöðugleika á markaðnum. Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Samhliða lokuninni ákvað LME einnig að ógilda viðskipti frá því í morgun. Þegar lokað var fyrir viðskiptin hafði verðið á nikkel tvöfaldast frá því í gær, hækkað um 177 prósent, eftir að hafa hækkað um 75 prósent yfir helgina. Við lokun var verðið á tonninu komið yfir 100 þúsund dollara. Rússland er einn stærsti útflutningsaðili nikkels í heiminum og átökin í Úkraínu og viðskiptaþvinganir vesturveldanna hafa ýtt mjög undir eftirspurn eftir málminum. Meira þurfti þó til að skapa þá stöðu sem nú er komin upp en verðið fór upp úr öllu valdi þegar Tsingshan Holding Group, einn stærsti framleiðandi nikkels og ryðfrís stáls í heiminum, keypti gríðarlegt magn af nikkel. Ástæða kaupana var skortstaða sem fyrirtækið hefur tekið gagnvart málminum frá því í fyrra, það er að segja veðmála sem byggðu á þeim væntingum að verð færi lækkandi. Þá vildi fyrirtækið forðast áhrif kostnaðarsamra veðkalla. Sérfræðingar segja stöðuna afar óeðlilega en eins og stendur eiga margir erfitt með að nálgast nikkel til að geta uppfyllt samninga. LME segist munu vinna að því að geta opnað aftur fyrir viðskiptin. Afleiðumarkaðurinn í Shanghai hefur hækkað umsýslugjald sitt vegna viðskipta með nikkel og hvatt fjárfesta til að forðast áhættu, fjárfesta skynsamlega og vinna saman að því að tryggja stöðugleika á markaðnum.
Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent