Vaktin: Sjá ekki fyrir endann á átökunum í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 10. mars 2022 21:20 Úkraínskur sjálfboðaliði virðir fyrir sér lík rússnesks manns nærri Kharkív. AP/Andrew Marienko Ekkert lát er á átökunum í Úkraínu en rússneski herinn er sagður hafa sótt fram nærri Kænugarði í dag. Þá funduðu utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi í dag en fundurinn bar lítinn árangur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í Evrópu og Bandaríkjunum sjá ekki fyrir sér að átökunum í Úkraínu ljúkí í bráð. Líklegast muni þau dragast á langinn með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna segja það áróður Rússa að Úkraínumenn hafi unnið að þróun efna- eða kjarnorkuvopna, með aðstoð Bandaríkjamanna. Rússar hafi varpað sambærilegum ásökunum fram varðandi önnur ríki í Austur-Evrópu í gegnum árin. Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi bar ekki árangur. Frekari fundir hafa ekki verið útilokaðir, né mögulegur fundur Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Bandaríkin bættust í dag í hóp annarra landa sem hafa farið fram á rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa. Selenskí sagðist fullviss um að Rússar yrðu sóttir til saka. Bretar hafa fryst eignir sjö rússneskra auðmanna, meðal annars Roman Abramovich, eiganda knattspyrnufélagsins Chelsea. Félagið mun hvorki geta selt nýja miða á leiki né varning. Seðlabanki Evrópu tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir þrátt fyrir mikla óvissu. Bankinn mun þó draga úr magnbundinni íhlutun hraðar en áður var áætlað. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vill Ísland í Nató. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í Evrópu og Bandaríkjunum sjá ekki fyrir sér að átökunum í Úkraínu ljúkí í bráð. Líklegast muni þau dragast á langinn með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna segja það áróður Rússa að Úkraínumenn hafi unnið að þróun efna- eða kjarnorkuvopna, með aðstoð Bandaríkjamanna. Rússar hafi varpað sambærilegum ásökunum fram varðandi önnur ríki í Austur-Evrópu í gegnum árin. Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi bar ekki árangur. Frekari fundir hafa ekki verið útilokaðir, né mögulegur fundur Vladimir Pútín Rússlandsforseta og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Bandaríkin bættust í dag í hóp annarra landa sem hafa farið fram á rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa. Selenskí sagðist fullviss um að Rússar yrðu sóttir til saka. Bretar hafa fryst eignir sjö rússneskra auðmanna, meðal annars Roman Abramovich, eiganda knattspyrnufélagsins Chelsea. Félagið mun hvorki geta selt nýja miða á leiki né varning. Seðlabanki Evrópu tilkynnti í dag að stýrivextir yrðu ekki hækkaðir þrátt fyrir mikla óvissu. Bankinn mun þó draga úr magnbundinni íhlutun hraðar en áður var áætlað. Þrír af hverjum fjórum Íslendingum vill Ísland í Nató. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Sjá meira