„Í draumaheimi myndi það gerast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2022 11:00 Eyjakonurnar Birna Berg Haraldsdóttir og Elísa Elíasdóttir. Vísir/Hulda Margrét Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, vonar að veðrið trufli ekki þá Eyjamenn sem ætla upp á land til að styðja við Eyjakonur í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í kvöld. Eyjakonur eru búnar að bíða aðeins eftir því að komast í bikarúrslitin og nú mæta þær Valskonum á Ásvöllum í kvöld þar sem sæti í bikarúrslitaleiknum er undir. „Það er alltaf gaman að fá að vera með í bikar og langt síðan við vorum með því það eru komin fimm ár síðan. Þetta er geggjað gaman fyrir stelpurnar að taka þátt og það myndast alltaf stemmning í kringum bikarleiki í Eyjum. Þetta er eitthvað til að hlakka til,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir við Henry Birgi Gunnarsson. Klippa: Viðtal við Birnu Berg hjá ÍBV Eyjamenn eru stemningsfólk og liðið þeirra stemningslið. Birna gerir væntanlega ráð fyrir því að Eyjakonur fái góðan stuðning og að þetta verði svolítið gaman. „Ég ætla rétt að vona það. Ég ætla að vona að veðrið leiki okkur ekki grátt en það er náttúrulega fullt af Eyjafólki sem býr upp á landi. Við vonum bara að sem flestir mæti,“ sagði Birna Berg. ÍBV vann átta marka stórsigur á Val þegar liðin mættust síðast. Á að endurtaka þann leik? „Í draumaheimi myndi það gerast en þær flengdu okkur líka fyrir áramót. Þetta verður bara stál í stál og örugglega mjög jafn leikur sem ræðst á vörn og markvörslu,“ sagði Birna en af hverju hafa liðin verið að vinna hvort annað svona stórt í vetur? „Á þessum tíma fyrir jól höfðum við orðið fyrir áföllum og vorum ekki á skriði. Eftir áramót þá höfðu þær tapað þremur leikjum í röð þegar kom að þessum leik. Þær voru því ekki á góðu róli eins og maður vill vera.,“ sagði Birna Berg. „Bæði lið eru á góðu róli núna og þetta verður bara hörku leikur. Ég held að þetta verði mjög spennandi og þetta verður ekkert burst,“ sagði Birna. Það má sjá horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur ÍBV og Vals fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 20.15 í kvöld. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Eyjakonur eru búnar að bíða aðeins eftir því að komast í bikarúrslitin og nú mæta þær Valskonum á Ásvöllum í kvöld þar sem sæti í bikarúrslitaleiknum er undir. „Það er alltaf gaman að fá að vera með í bikar og langt síðan við vorum með því það eru komin fimm ár síðan. Þetta er geggjað gaman fyrir stelpurnar að taka þátt og það myndast alltaf stemmning í kringum bikarleiki í Eyjum. Þetta er eitthvað til að hlakka til,“ sagði Birna Berg Haraldsdóttir við Henry Birgi Gunnarsson. Klippa: Viðtal við Birnu Berg hjá ÍBV Eyjamenn eru stemningsfólk og liðið þeirra stemningslið. Birna gerir væntanlega ráð fyrir því að Eyjakonur fái góðan stuðning og að þetta verði svolítið gaman. „Ég ætla rétt að vona það. Ég ætla að vona að veðrið leiki okkur ekki grátt en það er náttúrulega fullt af Eyjafólki sem býr upp á landi. Við vonum bara að sem flestir mæti,“ sagði Birna Berg. ÍBV vann átta marka stórsigur á Val þegar liðin mættust síðast. Á að endurtaka þann leik? „Í draumaheimi myndi það gerast en þær flengdu okkur líka fyrir áramót. Þetta verður bara stál í stál og örugglega mjög jafn leikur sem ræðst á vörn og markvörslu,“ sagði Birna en af hverju hafa liðin verið að vinna hvort annað svona stórt í vetur? „Á þessum tíma fyrir jól höfðum við orðið fyrir áföllum og vorum ekki á skriði. Eftir áramót þá höfðu þær tapað þremur leikjum í röð þegar kom að þessum leik. Þær voru því ekki á góðu róli eins og maður vill vera.,“ sagði Birna Berg. „Bæði lið eru á góðu róli núna og þetta verður bara hörku leikur. Ég held að þetta verði mjög spennandi og þetta verður ekkert burst,“ sagði Birna. Það má sjá horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur ÍBV og Vals fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 20.15 í kvöld.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita