Tók myndir af feðginum í klefanum á Nesinu Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2022 14:01 Myndataka mannsins átti sér stað í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í lok desember 2019. Seltjarnarnes.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa tekið myndskeið af manni og tveimur dætrum hans þar sem þau voru að afklæðast og voru nakin í búningsklefa Sundlaugar Seltjarnarness í desember 2019. Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir vörslu sex ljósmynda sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og tvö myndskeið af óþekktum hálfnöktum og nöktum stúlkubörnum í ónefndri sundhöll á Íslandi. Þriðji ákæruliðurinn snýr svo að vörslu á öðru barnaklámi. Í dómnum kemur fram að fresta skuli fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Hann var einnig dæmdur til að greiða föðurnum og tveimur dætrum hverju um sig 400 þúsund krónur í miskabætur, alls 1,2 milljónir króna. Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi þau brot sem honum var gefin að sök og viðurkenndi hann bótaskyldu en taldi bótafjárhæðirnar of háar, en samkvæmt einkarréttarkröfu var farið fram á eina milljón króna fyrir hvert þeirra, alls þrjár milljónir króna. Maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög að því er segir í dómnum, en hann var nú dæmdur fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Hætta á stjórnlausri dreifingu Við ákvörðun refsingar ákærða leit dómarinn til þess að brot sem þessi feli í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs, auk þess sem brotinu var að hluta til beint að börnum. „Einnig ber að líta til þess að brot af þessum toga er til þess fallið að valda þeim sem fyrir því verður og þeirra nánustu aðstandendum andlegu tjóni eða hugarangri. Jafnframt verður í þessu samhengi að líta til þess að ávallt er hætta á því að myndefni af þessum toga fari í stjórnlausa dreifingu á internetinu á einn eða annan hátt, öðrum til ama og með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Leitaði sér aðstoðar Til málsbóta var horft til játningar mannsins og að maðurinn hafi leitað sér aðstoðar eftir að brotin voru framin, meðal annars í því skyni að draga úr líkum á skaðlegri hegðun, fá greiningu á áhættuhegðun og til að byggja upp styrkleika til að koma í veg fyrir frekari brot. „Þá verður ráðið af vottorðinu að ákærði hafi frá því rannsókn málsins hófst hjá lögreglu verið illa haldinn af kvíða og depurð.“ Einnig segir að einhverjar tafir hafi orðið á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda og þóknun til skipaðs réttargæslumanns brotaþola, alls 1,1 milljón króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að brotið hefði átt sér stað í sundlaug í Kópavogi. Sundlaugar Dómsmál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Seltjarnarnes Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Maðurinn er jafnframt dæmdur fyrir vörslu sex ljósmynda sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt og tvö myndskeið af óþekktum hálfnöktum og nöktum stúlkubörnum í ónefndri sundhöll á Íslandi. Þriðji ákæruliðurinn snýr svo að vörslu á öðru barnaklámi. Í dómnum kemur fram að fresta skuli fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Hann var einnig dæmdur til að greiða föðurnum og tveimur dætrum hverju um sig 400 þúsund krónur í miskabætur, alls 1,2 milljónir króna. Maðurinn játaði skýlaust fyrir dómi þau brot sem honum var gefin að sök og viðurkenndi hann bótaskyldu en taldi bótafjárhæðirnar of háar, en samkvæmt einkarréttarkröfu var farið fram á eina milljón króna fyrir hvert þeirra, alls þrjár milljónir króna. Maðurinn hefur ekki áður gerst brotlegur við lög að því er segir í dómnum, en hann var nú dæmdur fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Hætta á stjórnlausri dreifingu Við ákvörðun refsingar ákærða leit dómarinn til þess að brot sem þessi feli í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs, auk þess sem brotinu var að hluta til beint að börnum. „Einnig ber að líta til þess að brot af þessum toga er til þess fallið að valda þeim sem fyrir því verður og þeirra nánustu aðstandendum andlegu tjóni eða hugarangri. Jafnframt verður í þessu samhengi að líta til þess að ávallt er hætta á því að myndefni af þessum toga fari í stjórnlausa dreifingu á internetinu á einn eða annan hátt, öðrum til ama og með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.“ Leitaði sér aðstoðar Til málsbóta var horft til játningar mannsins og að maðurinn hafi leitað sér aðstoðar eftir að brotin voru framin, meðal annars í því skyni að draga úr líkum á skaðlegri hegðun, fá greiningu á áhættuhegðun og til að byggja upp styrkleika til að koma í veg fyrir frekari brot. „Þá verður ráðið af vottorðinu að ákærði hafi frá því rannsókn málsins hófst hjá lögreglu verið illa haldinn af kvíða og depurð.“ Einnig segir að einhverjar tafir hafi orðið á meðferð málsins fyrir útgáfu ákæru. Maðurinn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins til ríkissjóðs, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda og þóknun til skipaðs réttargæslumanns brotaþola, alls 1,1 milljón króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að brotið hefði átt sér stað í sundlaug í Kópavogi.
Sundlaugar Dómsmál Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Seltjarnarnes Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira