Allsber í auglýsingu og afar ósáttur við það Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2022 11:28 Auglýsingin vakti verulega athygli en þar birtist fjöldi fólks allsnakið við ýmsar hversdagslegar aðstæður. Maðurinn, sem nú hefur stefnt þeim sem höfðu með gerð auglýsingarninar að gera, hafði verið fullvissaður um að hann myndi ekki sjást allsnakinn en einhvers staðar í hita leiksins breyttist það. skjáskot Maður nokkur sem birtist allsnakinn í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova telur á sér brotið; hann hafi verið fullvissaður um að hann myndi ekki sjást koma nakinn fram. Það fór þó ekki svo og hefur maðurinn stefnt þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Um er að ræða auglýsingu sem vakti mikla athygli á sínum tíma en hún þótti bæði snjöll og voguð. Auglýsinguna gerði auglýsingastofan Brandenburg fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova. Nekt í frómum tilgangi Í sérstakri útskýringu sem fylgdi þegar auglýsingin var fyrst sýnd var talað um að hugmyndin væri sú að hvetja fólk til að nota armbandsúr með appi og hvíla símann. Þá vildu auglýsendur vekja athygli á mikilvægi geðræktar; hvernig bæta megi andlega líðan. Það var nánast allt undir: „Við þurfum að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr.“ Í auglýsingunni bregður fyrir fjölda fólks á Adams- og Evuklæðum einum saman fyrir utan að bera armbandsúrið góða. Sjö milljóna króna krafa Ekki var þó hugað betur að geðræktinni en svo að nú hefur einn þeirra sem leikur í auglýsingunni stefnt þeim sem komu að gerð auglýsingarinnar. Maðurinn heldur því fram að hann hafi fengið það skriflegt að hann myndi ekki sjást nakinn á skjánum. Það fór þó ekki svo. Málið telst viðkvæmt en í samtali Vísis við lögmann mannsins kemur fram að þetta hafi fengið verulega á skjólstæðing hans. Maðurinn hafi verið fullvissaður um að hann myndi ekki birtast nakinn. En svo hafi það verið brotið, að því er virðist í hita leiksins. Maðurinn hafi fengið bakþanka eftir að tökum lauk, þar sem allir voru naktir á setti og haft samband við þá sem stóðu að tökum til að fullvissa sig um að ekki færi svo að hann myndi birtast nakinn. Öðrum kosti hefði hann dregið sig út úr verkefninu. Það hafi hann fengið staðfest skriflega. Eftir því sem Vísir kemst næst mun maðurinn fara fram á bætur sem nema rúmum sjö milljónum króna. ... Uppfært 14:58 Nova sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins en frá efni hennar er greint í frétt sem sjá má hér neðar: Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Tengdar fréttir Venjulegt allsbert íslenskt fólk í umtalaðri auglýsingu Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr. 5. nóvember 2020 01:12 „Mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið“ „Það er ótrúlega mikilvægt að sýna venjulegt fólk sem er allskonar í laginu líða vel í eigin skinni. En þetta er einnig sérstaklega mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið,“ segir leikstjóri Allir úr! auglýsingarinnar. 7. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Um er að ræða auglýsingu sem vakti mikla athygli á sínum tíma en hún þótti bæði snjöll og voguð. Auglýsinguna gerði auglýsingastofan Brandenburg fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova. Nekt í frómum tilgangi Í sérstakri útskýringu sem fylgdi þegar auglýsingin var fyrst sýnd var talað um að hugmyndin væri sú að hvetja fólk til að nota armbandsúr með appi og hvíla símann. Þá vildu auglýsendur vekja athygli á mikilvægi geðræktar; hvernig bæta megi andlega líðan. Það var nánast allt undir: „Við þurfum að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr.“ Í auglýsingunni bregður fyrir fjölda fólks á Adams- og Evuklæðum einum saman fyrir utan að bera armbandsúrið góða. Sjö milljóna króna krafa Ekki var þó hugað betur að geðræktinni en svo að nú hefur einn þeirra sem leikur í auglýsingunni stefnt þeim sem komu að gerð auglýsingarinnar. Maðurinn heldur því fram að hann hafi fengið það skriflegt að hann myndi ekki sjást nakinn á skjánum. Það fór þó ekki svo. Málið telst viðkvæmt en í samtali Vísis við lögmann mannsins kemur fram að þetta hafi fengið verulega á skjólstæðing hans. Maðurinn hafi verið fullvissaður um að hann myndi ekki birtast nakinn. En svo hafi það verið brotið, að því er virðist í hita leiksins. Maðurinn hafi fengið bakþanka eftir að tökum lauk, þar sem allir voru naktir á setti og haft samband við þá sem stóðu að tökum til að fullvissa sig um að ekki færi svo að hann myndi birtast nakinn. Öðrum kosti hefði hann dregið sig út úr verkefninu. Það hafi hann fengið staðfest skriflega. Eftir því sem Vísir kemst næst mun maðurinn fara fram á bætur sem nema rúmum sjö milljónum króna. ... Uppfært 14:58 Nova sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins en frá efni hennar er greint í frétt sem sjá má hér neðar:
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Tengdar fréttir Venjulegt allsbert íslenskt fólk í umtalaðri auglýsingu Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr. 5. nóvember 2020 01:12 „Mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið“ „Það er ótrúlega mikilvægt að sýna venjulegt fólk sem er allskonar í laginu líða vel í eigin skinni. En þetta er einnig sérstaklega mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið,“ segir leikstjóri Allir úr! auglýsingarinnar. 7. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Venjulegt allsbert íslenskt fólk í umtalaðri auglýsingu Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr. 5. nóvember 2020 01:12
„Mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið“ „Það er ótrúlega mikilvægt að sýna venjulegt fólk sem er allskonar í laginu líða vel í eigin skinni. En þetta er einnig sérstaklega mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið,“ segir leikstjóri Allir úr! auglýsingarinnar. 7. nóvember 2020 19:00