Gera ráð fyrir að á fjórða hundruð sæki um vernd það sem eftir lifir mars Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. mars 2022 13:55 Um tveir þriðju af þeim sem sótt hafa um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum. Vísir/Egill Alls hafa 143 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd frá því að innrás Rússa hófst fyrir rúmri viku en 34 komu til landsins í gær. Ríkislögreglustjóri áætlar að allt að 381 muni sækja um vernd hér á landi það sem eftir lifir mars, eða að meðaltali átján manns á dag. Í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra kemur fram að meirihluti þeirra sem sótt hefur um vernd hér á landi séu konur og börn, eða rúmlega hundrað. Tveir þriðju þeirra sem hafa sótt um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum en Útlendingastofnun hefur komið öðrum til aðstoðar. Umsækjendum fjölgar um tæplega 40 frá því að síðasta skýrsla var birt á miðvikudag, þar af sóttu 34 um vernd í gær. Frá fyrsta mars til og með tíunda mars hafa 127 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd. Tæplega helmingur þeirra sem koma eru með tengsl við Úkraínu og koma með beinu flugi frá Varsjá og Búdapest. Að því er kemur fram í skýrslunni hefur Wiz Air gefið hundrað þúsund flugmiða til flóttamanna sem eru að flýja stríðsátökin og kostar það aðeins sjötíu evrur fyrir flóttamenn að ferðast með félaginu til Íslands. Gera ráð fyrir að fimm milljónir verði á flótta Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þegar þurft að flýja Úkraínu vegna átakanna og er gert ráð fyrir að þeim muni fjölga töluvert. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja en áður hafði stofnunin gert ráð fyrir að fjórar milljónir yrðu á flótta. Europol hefur varað við því að auknar líkur séu á mansali vegna stríðsátakanna en stofnunin vísaði til þess í gær að flóttamenn frá Úkraínu séu af ýmsum ástæðum í aukinni hættu aðp verða þolenduur mansals. Þá eru upplýsingar um að brotahópar nýti sér aðstæðurnartil mansals, meðal annars með að setja fólk í hóp flóttamanna frá Úkraínu. Flestir þeirra sem hafa flúið eru komnir til Póllands og eru með úkraínskt ríkisfang en rússneskir ríkisborgarar eru sömuleiðis í auknum mæli að flýja Rússland af ótta við að herlög verði sett á og er töluvert um það að Rússar far með ólögmætum hætti yfir landamærin til Finnlands og Eystrasaltsríkjanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18 Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra kemur fram að meirihluti þeirra sem sótt hefur um vernd hér á landi séu konur og börn, eða rúmlega hundrað. Tveir þriðju þeirra sem hafa sótt um vernd hér á landi hafa fengið hússkjól hjá vinum og ættingjum en Útlendingastofnun hefur komið öðrum til aðstoðar. Umsækjendum fjölgar um tæplega 40 frá því að síðasta skýrsla var birt á miðvikudag, þar af sóttu 34 um vernd í gær. Frá fyrsta mars til og með tíunda mars hafa 127 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um vernd. Tæplega helmingur þeirra sem koma eru með tengsl við Úkraínu og koma með beinu flugi frá Varsjá og Búdapest. Að því er kemur fram í skýrslunni hefur Wiz Air gefið hundrað þúsund flugmiða til flóttamanna sem eru að flýja stríðsátökin og kostar það aðeins sjötíu evrur fyrir flóttamenn að ferðast með félaginu til Íslands. Gera ráð fyrir að fimm milljónir verði á flótta Rúmlega 2,5 milljónir manna hafa þegar þurft að flýja Úkraínu vegna átakanna og er gert ráð fyrir að þeim muni fjölga töluvert. Alþjóðaflóttamannastofnunin áætlar að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja en áður hafði stofnunin gert ráð fyrir að fjórar milljónir yrðu á flótta. Europol hefur varað við því að auknar líkur séu á mansali vegna stríðsátakanna en stofnunin vísaði til þess í gær að flóttamenn frá Úkraínu séu af ýmsum ástæðum í aukinni hættu aðp verða þolenduur mansals. Þá eru upplýsingar um að brotahópar nýti sér aðstæðurnartil mansals, meðal annars með að setja fólk í hóp flóttamanna frá Úkraínu. Flestir þeirra sem hafa flúið eru komnir til Póllands og eru með úkraínskt ríkisfang en rússneskir ríkisborgarar eru sömuleiðis í auknum mæli að flýja Rússland af ótta við að herlög verði sett á og er töluvert um það að Rússar far með ólögmætum hætti yfir landamærin til Finnlands og Eystrasaltsríkjanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18 Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32 Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. 11. mars 2022 07:18
Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. 10. mars 2022 20:32
Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. 9. mars 2022 20:01