Börnin okkar í Kópavogi Ásta Kristín Guðmundsdóttir skrifar 14. mars 2022 09:00 Samfélagið þarf að bregst við strax Ekkert barn á að líða fyrir fátækt foreldra sinna, ekkert foreldri á að þurfa að velja á milli að borga skólamáltíð fyrir barnið sitt eða annan reikning. Við sem samfélag eigum að geta gripið inn í og aðstoðað þar sem við á. Börnin okkar eiga rétt á að alast upp án þess að þurfa að bera þá ábyrgð að hugsa um næstu máltíð, næstu mánaðarmót eða næstu önn, þau eiga að njóta þess að vera börn, ná að læra og stunda frístundir. Gjaldfrjálsir skólar Í stefnuskrá Vinstri Grænna er stefnt að ókeypis leikskólum og ókeypis skólamáltíðum fyrir grunnskólabörn. Mörg börn búa við og undir fátæktarmörkum, því þarf að huga sérstaklega að þeim hópi til að gera þeim kleift að mennta sig og stunda tómstundir eins og íþróttir, tónlistarnám, skátana eða annað sem hugur þeirra stefnir til. Skólamáltíðir í grunnskólum Kópavogs kosta 10.553 krónur á mánuði og leikskólagjald fyrir 8 klst, dag kostar 35.403 krónur á mánuði. Fullt gjald fyrir frístund í 41-60 klst, á mánuði eru 19.699 krónur á mánuði en lækka með systkinaafslætti og falla alveg niður við fjórða systkini. Undirrituð vill að engir foreldrar eða börn þurfi að líða skort vegna fátæktar. Ekki er raunhæft að fella niður öll þessi gjöld á einu bretti og því þarf að vinna málið í ákveðnum skrefum. Tekjutenging Ég vil að byrjað sé á tekjutengingu, þá yrðu heildartekjur fjölskyldu að vera undir ákveðnum viðmiðum til að hægt sé að fella út gjöld vegna máltíða og leikskóla, eða veita afslátt. Tekjutenging yrði þá fyrir bæði einstaklinga og einnig fyrir einstaklinga í sambúð. Hægt væri að nýta sama viðmið til að hækka frístundarstyrk til sömu fjölskyldna sem börnin gætu nýtt sér í frístundir utan skólatíma. Passa verður upp á að gjöld hækki samt ekki til þeirra foreldra sem borga áfram fullt gjald, þannig að þau gjöld sem nú eru væru grunngjöldin sem svo yrði veittur afsláttur af eftir tekjum foreldra. Þannig nýtum við fjármagnið sem best og tryggjum að þau sem þurfi njóti þess stuðnings sem samfélagið getur boðið. Börnin okkar skipta allt samfélagið máli og það er samfélagslegt verkefni að tryggja þeim öllum sömu tækifæri. Þannig gerum við Kópavog enn betri bæ. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Samfélagið þarf að bregst við strax Ekkert barn á að líða fyrir fátækt foreldra sinna, ekkert foreldri á að þurfa að velja á milli að borga skólamáltíð fyrir barnið sitt eða annan reikning. Við sem samfélag eigum að geta gripið inn í og aðstoðað þar sem við á. Börnin okkar eiga rétt á að alast upp án þess að þurfa að bera þá ábyrgð að hugsa um næstu máltíð, næstu mánaðarmót eða næstu önn, þau eiga að njóta þess að vera börn, ná að læra og stunda frístundir. Gjaldfrjálsir skólar Í stefnuskrá Vinstri Grænna er stefnt að ókeypis leikskólum og ókeypis skólamáltíðum fyrir grunnskólabörn. Mörg börn búa við og undir fátæktarmörkum, því þarf að huga sérstaklega að þeim hópi til að gera þeim kleift að mennta sig og stunda tómstundir eins og íþróttir, tónlistarnám, skátana eða annað sem hugur þeirra stefnir til. Skólamáltíðir í grunnskólum Kópavogs kosta 10.553 krónur á mánuði og leikskólagjald fyrir 8 klst, dag kostar 35.403 krónur á mánuði. Fullt gjald fyrir frístund í 41-60 klst, á mánuði eru 19.699 krónur á mánuði en lækka með systkinaafslætti og falla alveg niður við fjórða systkini. Undirrituð vill að engir foreldrar eða börn þurfi að líða skort vegna fátæktar. Ekki er raunhæft að fella niður öll þessi gjöld á einu bretti og því þarf að vinna málið í ákveðnum skrefum. Tekjutenging Ég vil að byrjað sé á tekjutengingu, þá yrðu heildartekjur fjölskyldu að vera undir ákveðnum viðmiðum til að hægt sé að fella út gjöld vegna máltíða og leikskóla, eða veita afslátt. Tekjutenging yrði þá fyrir bæði einstaklinga og einnig fyrir einstaklinga í sambúð. Hægt væri að nýta sama viðmið til að hækka frístundarstyrk til sömu fjölskyldna sem börnin gætu nýtt sér í frístundir utan skólatíma. Passa verður upp á að gjöld hækki samt ekki til þeirra foreldra sem borga áfram fullt gjald, þannig að þau gjöld sem nú eru væru grunngjöldin sem svo yrði veittur afsláttur af eftir tekjum foreldra. Þannig nýtum við fjármagnið sem best og tryggjum að þau sem þurfi njóti þess stuðnings sem samfélagið getur boðið. Börnin okkar skipta allt samfélagið máli og það er samfélagslegt verkefni að tryggja þeim öllum sömu tækifæri. Þannig gerum við Kópavog enn betri bæ. Höfundur er félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar