Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2022 19:54 Vita, Daria og Yana Vísir/sigurjón Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. Í íbúð við Hlíðarenda í Reykjavík, með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll, búa nú fjórir Úkraínumenn sem flúðu stríðshrjáð heimaland sitt fyrr í mánuðinum - og komu til Íslands fyrir þremur dögum. Heimaborg mæðgnanna Dariu og Vitu Melanich er Luhansk en þær flúðu þaðan til hafnarborgarinnar Odessa eftir innrás Rússa 2014. Yana Miz og sjö ára dóttir hennar eru frá Kænugarði. Konurnar hittust í fyrsta sinn á flugvelli í Varsjá í Póllandi fyrir fáeinum dögum. Og nú eru þær sambýliskonur í Reykjavík. Viðtalið við Dariu og Yönu byrjar um það bil á mínútu 3:30 í spilaranum hér fyrir neðan. Aftur flóttamenn Daria og Vita eru þannig flóttamenn í annað sinn. Það var þeim mikið áfall þegar stríðið braust út fyrir nítján dögum. „Þetta var einhvern veginn... af hverju erum við svona óheppnar? Það var reiði, og ótti. Og reiði,“ segir Daria. Mæðgurnar þurftu að flýja Úkraínu án fjölskylduföðurins, sem kvaddur var í herinn. Þær sakna hans mjög. „Við vitum ekki af hverju hann var tekinn. En hann er nú í fremstu víglínu. Hann má ekki segja hvar hann er eða hvað hann er nákvæmlega að gera,“ segir Daria. Eins og fjölskylda að taka á móti þeim Yana og dóttir hennar eiga stóra fjölskyldu sem enn er í Úkraínu. En Yana ákvað að flýja strax og stríðið braust út. „Áður en það braust út, þá var það í loftinu. Maður fann það. Þannig að á einhvern hátt var það eiginlega léttir,“ segir Yana. Þær eiga vart orð yfir gestrisni Íslendinga. Þær fengu íbúðina sem þær dvelja í í gegnum íslenska vinkonu Yönu. „Allir eru algjörlega frábærir og færa okkur föt, hlý föt. Ég fékk lopapeysu, það klæjaði,“ segir Daria. Yana tekur í sama streng. „Hjarta Íslendinga er mjög opið og þeir hafa tekið vel á móti okkur. Eins og fjölskylda, eiginlega. Mér leið eins og fjölskylda mín væri að bíða eftir mér,“ segir Yana. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Í íbúð við Hlíðarenda í Reykjavík, með útsýni yfir Reykjavíkurflugvöll, búa nú fjórir Úkraínumenn sem flúðu stríðshrjáð heimaland sitt fyrr í mánuðinum - og komu til Íslands fyrir þremur dögum. Heimaborg mæðgnanna Dariu og Vitu Melanich er Luhansk en þær flúðu þaðan til hafnarborgarinnar Odessa eftir innrás Rússa 2014. Yana Miz og sjö ára dóttir hennar eru frá Kænugarði. Konurnar hittust í fyrsta sinn á flugvelli í Varsjá í Póllandi fyrir fáeinum dögum. Og nú eru þær sambýliskonur í Reykjavík. Viðtalið við Dariu og Yönu byrjar um það bil á mínútu 3:30 í spilaranum hér fyrir neðan. Aftur flóttamenn Daria og Vita eru þannig flóttamenn í annað sinn. Það var þeim mikið áfall þegar stríðið braust út fyrir nítján dögum. „Þetta var einhvern veginn... af hverju erum við svona óheppnar? Það var reiði, og ótti. Og reiði,“ segir Daria. Mæðgurnar þurftu að flýja Úkraínu án fjölskylduföðurins, sem kvaddur var í herinn. Þær sakna hans mjög. „Við vitum ekki af hverju hann var tekinn. En hann er nú í fremstu víglínu. Hann má ekki segja hvar hann er eða hvað hann er nákvæmlega að gera,“ segir Daria. Eins og fjölskylda að taka á móti þeim Yana og dóttir hennar eiga stóra fjölskyldu sem enn er í Úkraínu. En Yana ákvað að flýja strax og stríðið braust út. „Áður en það braust út, þá var það í loftinu. Maður fann það. Þannig að á einhvern hátt var það eiginlega léttir,“ segir Yana. Þær eiga vart orð yfir gestrisni Íslendinga. Þær fengu íbúðina sem þær dvelja í í gegnum íslenska vinkonu Yönu. „Allir eru algjörlega frábærir og færa okkur föt, hlý föt. Ég fékk lopapeysu, það klæjaði,“ segir Daria. Yana tekur í sama streng. „Hjarta Íslendinga er mjög opið og þeir hafa tekið vel á móti okkur. Eins og fjölskylda, eiginlega. Mér leið eins og fjölskylda mín væri að bíða eftir mér,“ segir Yana.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira