Starfsmaður rússneska ríkissjónvarpsins mótmælti stríðinu í beinni útsendingu Eiður Þór Árnason skrifar 14. mars 2022 22:16 Ovsyannikova náði að koma skilaboðum sínum á framfæri á þessari aðalsjónvarpsstöð rússneskra yfirvalda áður en klippt var í burtu og hún fjarlægð. Kona truflaði fréttaútsendingu rússnesku ríkisstöðvarinnar Channel One Russia um klukkan 21:30 að staðartíma í kvöld til að mótmæla stríðinu í Úkraínu. Konan starfar hjá sjónvarpsstöðinni að sögn mannréttindalögfræðingsins Pavels Chikov og OVD-Info, sjálfstæðs mannréttindahóps sem vaktar mótmæli í Rússlandi. Í myndskeiði sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum sést Marina Ovsyannikova standa fyrir aftan fréttaþul hrópandi „nei við stríði“ og “stöðvum stríðið.“ Á skilti sem hún heldur á má lesa „Ekkert stríð. Stöðvum stríðið. Ekki trúa áróðrinum sem þau eru að ljúga að ykkur hér“ og er það undirritað „Rússar gegn stríðinu.“ pic.twitter.com/3EMbhSdIGU— (@YaroslavConway) March 14, 2022 Max Seddon, fréttamaður Financial Times í Moskvu, segir að Ovsyannikova sé komin á lögreglustöð og muni njóta aðstoðar málsvarnarsjóðs Pavels Chikov. Rússneska ríkisfréttastofan TASS greinir frá því að Channel One sé með málið til rannsóknar. Í myndskeiði sem Ovsyannikova virðist hafa tekið upp í tengslum við atvikið segir hún stríðið í Úkraínu vera glæp sem sé einungis á ábyrgð Vladimirs Pútín Rússlandsforseta. Hún segir að faðir hennar sé úkraínskur og móðir rússnesk en þau hafi aldrei verið óvinir. Ovsyannikova biðst afsökunar á því að hafa starfað fyrir ríkisfréttastofuna þar sem hún hafi flutt áróður rússneskra stjórnvalda. Hún skammist sín fyrir að eiga þátt í því að stöðin hafi logið að landsmönnum. Marina Ovsyannikova, the woman who ran onto a live state TV news broadcast, even recorded a message beforehand. In it, she says her father is Ukrainian. She calls for anti-war protests, says she s ashamed about working for Kremlin propaganda, and she denounces the war absolutely. pic.twitter.com/nOpUY9bH74— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 14, 2022 „Við sögðum ekkert árið 2014 þegar þetta byrjaði. Við mótmæltum því ekki þegar ráðamenn í Kreml eitruðu fyrir Navalny. Við bara sátum og horfðum þögul á þessa ómanneskjulegu stjórnarhætti. Nú hefur allur heimurinn snúið baki við okkur og tíu kynslóðir afkomenda munu ekki hreinsa skömm þessa frændvígastríðs af sér.“ Innan við tveimur klukkustundum eftir að Ovsyannikova birtist á skjáum landsmanna höfðu yfir 4.600 manns skilið eftir athugasemdir á Facebook-síðu hennar og þakka margir henni fyrir hugrekkið. Mannréttindalögfræðingurinn Pavel Chikov segir að Ovsyannikova hafi verið handtekin og sé komin í hendur innanríkisráðuneytisins. Gerir hann ráð fyrir því að hún hafi verið ákærð fyrir brot á nýrri löggjöf sem er ætlað að koma í veg fyrir fólk komi óorði á aðgerðir rússneskra hermanna, dreifi „fölskum upplýsingum“ um rússneskar hersveitir eða kalli eftir að bundinn verði endi á hernaðaraðgerðir. Fólk sem hlýtur dóm fyrir brot á lögunum getur átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Fjölmiðlar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Í myndskeiði sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum sést Marina Ovsyannikova standa fyrir aftan fréttaþul hrópandi „nei við stríði“ og “stöðvum stríðið.“ Á skilti sem hún heldur á má lesa „Ekkert stríð. Stöðvum stríðið. Ekki trúa áróðrinum sem þau eru að ljúga að ykkur hér“ og er það undirritað „Rússar gegn stríðinu.“ pic.twitter.com/3EMbhSdIGU— (@YaroslavConway) March 14, 2022 Max Seddon, fréttamaður Financial Times í Moskvu, segir að Ovsyannikova sé komin á lögreglustöð og muni njóta aðstoðar málsvarnarsjóðs Pavels Chikov. Rússneska ríkisfréttastofan TASS greinir frá því að Channel One sé með málið til rannsóknar. Í myndskeiði sem Ovsyannikova virðist hafa tekið upp í tengslum við atvikið segir hún stríðið í Úkraínu vera glæp sem sé einungis á ábyrgð Vladimirs Pútín Rússlandsforseta. Hún segir að faðir hennar sé úkraínskur og móðir rússnesk en þau hafi aldrei verið óvinir. Ovsyannikova biðst afsökunar á því að hafa starfað fyrir ríkisfréttastofuna þar sem hún hafi flutt áróður rússneskra stjórnvalda. Hún skammist sín fyrir að eiga þátt í því að stöðin hafi logið að landsmönnum. Marina Ovsyannikova, the woman who ran onto a live state TV news broadcast, even recorded a message beforehand. In it, she says her father is Ukrainian. She calls for anti-war protests, says she s ashamed about working for Kremlin propaganda, and she denounces the war absolutely. pic.twitter.com/nOpUY9bH74— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 14, 2022 „Við sögðum ekkert árið 2014 þegar þetta byrjaði. Við mótmæltum því ekki þegar ráðamenn í Kreml eitruðu fyrir Navalny. Við bara sátum og horfðum þögul á þessa ómanneskjulegu stjórnarhætti. Nú hefur allur heimurinn snúið baki við okkur og tíu kynslóðir afkomenda munu ekki hreinsa skömm þessa frændvígastríðs af sér.“ Innan við tveimur klukkustundum eftir að Ovsyannikova birtist á skjáum landsmanna höfðu yfir 4.600 manns skilið eftir athugasemdir á Facebook-síðu hennar og þakka margir henni fyrir hugrekkið. Mannréttindalögfræðingurinn Pavel Chikov segir að Ovsyannikova hafi verið handtekin og sé komin í hendur innanríkisráðuneytisins. Gerir hann ráð fyrir því að hún hafi verið ákærð fyrir brot á nýrri löggjöf sem er ætlað að koma í veg fyrir fólk komi óorði á aðgerðir rússneskra hermanna, dreifi „fölskum upplýsingum“ um rússneskar hersveitir eða kalli eftir að bundinn verði endi á hernaðaraðgerðir. Fólk sem hlýtur dóm fyrir brot á lögunum getur átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Fjölmiðlar Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira