Vaktin: „Með svona bandamenn munum við vinna þetta stríð“ Eiður Þór Árnason, Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 15. mars 2022 16:25 Forsætisráðherrar Tékklands, Slóveníu og Póllands funduðu með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í dag og lofuðu honum stuðningi. Getty/Anadolu Agency Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur hvatt rússneska hermenn til að gefast upp. Sagði hann í ávarpi seint í gærkvöldi að komið yrði fram við þá eins og manneskjur, ólíkt því hvernig rússneski herinn hefði komið fram við Úkraínumenn. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Kanada í dag þar sem hann kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu og sagði minnst 97 börn hafa fallið í árásum Rússa. Stór floti rússneskra skipa stefndi á borgina Odessa fyrr í dag, mögulega til að setja hermenn á land við borgina. Selenskí segir viðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram í dag. Það samtal sem hefði átt sér stað í gær hefði farið „frekar vel“. Forsetinn sagði stríðið orðið að martröð fyrir Rússana og að fleiri rússneskir hermenn hefðu fallið í innrásinni en í báðum stríðum Rússa í Téténíu. Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar hafi nú þegar ákveðið að koma Rússum til aðstoðar en Oleksiy Arestovich, ráðgjafi á úkraínsku forsetaskrifstofunni, segist vonast til þess að bágar aðstæður rússneskra hersveita muni leiða til friðarsamkomulags í síðasta lagi í maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti íhugar nú að sækja Evrópu heim til að ræða við leiðtoga þar. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí ávarpaði þing Kanada í dag þar sem hann kallaði enn og aftur eftir flugbanni yfir Úkraínu og sagði minnst 97 börn hafa fallið í árásum Rússa. Stór floti rússneskra skipa stefndi á borgina Odessa fyrr í dag, mögulega til að setja hermenn á land við borgina. Selenskí segir viðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram í dag. Það samtal sem hefði átt sér stað í gær hefði farið „frekar vel“. Forsetinn sagði stríðið orðið að martröð fyrir Rússana og að fleiri rússneskir hermenn hefðu fallið í innrásinni en í báðum stríðum Rússa í Téténíu. Bandaríkjamenn óttast að Kínverjar hafi nú þegar ákveðið að koma Rússum til aðstoðar en Oleksiy Arestovich, ráðgjafi á úkraínsku forsetaskrifstofunni, segist vonast til þess að bágar aðstæður rússneskra hersveita muni leiða til friðarsamkomulags í síðasta lagi í maí. Joe Biden Bandaríkjaforseti íhugar nú að sækja Evrópu heim til að ræða við leiðtoga þar. Sjá einnig: Rýnt í stöðuna í Úkraínu - Rússar í basli með birgðir og liðsauka Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Efast um réttinn til réttlætar málsmeðferðar Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Sjá meira