Enn óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. mars 2022 06:31 Úkraínskur hermaður fylgist grannt með. AP/Rodrigo Abd Enn er óvíst um afdrif um 400 Úkraínumanna eftir að Rússar gerðu árásir á leikhús og sundlaugabyggingu í Maríupól, þar sem íbúar höfðu leitað skjóls. Myndir og myndskeið sýna rústir leikhússins en upplýsingar um fjölda látinna liggja ekki fyrir. Viðræður milli Úkraínu og Rússlands halda áfram í dag. Fulltrúar beggja ríkja hafa gefið vonir um að samkomulag geti verið í sjónmáli en Vladimir Pútín Rússlandsforseti var hins vegar enn harðorður í gær og ítrekaði nauðsyn þess að „af-nasistavæða“ Úkraínu. Rússar urðu einnig æfir í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Pútín „stríðsglæpamann“ og sögðu ummælin óásættanleg og ófyrirgefanleg. Stríðsrekstur Rússa gengur hins vegar ekki jafn vel og þeir höfðu vonað og nú segja Bandaríkjamenn meira en 7 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum í Úkraínu. Úkraínumenn segja fjöldann tvöfalt meiri. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði Rússland „hryðjuverkaríki“ í daglegu ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Kallaði hann eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum, þar sem ljóst væri að þeir gætu enn fjármagnað „stríðsmaskínu“ sína. Selenskí fordæmdi umsátur Rússa um Maríupól og bar það saman við umsátrið um Leníngrad í seinni heimstyrjöldinni. Þá vísaði hann til árása innrásarhersins á leikhús borgarinnar, þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Hann biðlaði einnig aftur til rússneskra hermanna sem Rússar hefðu „kastað á bál þessa stríðs“ um að leggja niður vopna og eygja þannig von á því að lifa. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Viðræður milli Úkraínu og Rússlands halda áfram í dag. Fulltrúar beggja ríkja hafa gefið vonir um að samkomulag geti verið í sjónmáli en Vladimir Pútín Rússlandsforseti var hins vegar enn harðorður í gær og ítrekaði nauðsyn þess að „af-nasistavæða“ Úkraínu. Rússar urðu einnig æfir í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti kallaði Pútín „stríðsglæpamann“ og sögðu ummælin óásættanleg og ófyrirgefanleg. Stríðsrekstur Rússa gengur hins vegar ekki jafn vel og þeir höfðu vonað og nú segja Bandaríkjamenn meira en 7 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum í Úkraínu. Úkraínumenn segja fjöldann tvöfalt meiri. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði Rússland „hryðjuverkaríki“ í daglegu ávarpi sínu til úkraínsku þjóðarinnar í gærkvöldi. Kallaði hann eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum, þar sem ljóst væri að þeir gætu enn fjármagnað „stríðsmaskínu“ sína. Selenskí fordæmdi umsátur Rússa um Maríupól og bar það saman við umsátrið um Leníngrad í seinni heimstyrjöldinni. Þá vísaði hann til árása innrásarhersins á leikhús borgarinnar, þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Hann biðlaði einnig aftur til rússneskra hermanna sem Rússar hefðu „kastað á bál þessa stríðs“ um að leggja niður vopna og eygja þannig von á því að lifa.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira