Vaktin: Segja hundruð þúsunda hafa snúið aftur til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason, Eiður Þór Árnason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. mars 2022 06:52 Slökkviliðsmenn berjast hér við mikinn eld í vöruskemmu í útjaðri Kænugarðs, eftir sprengjuárás Rússa. AP/Vadim Ghirda Viðræður Úkraínumanna og Rússa halda áfram í dag. Báðir aðilar virtust nokkuð vongóðir í gær en Vladimir Pútín var hins vegar enn vígreifur og talaði um að „afnasistavæða“ Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Enn er óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu í Maríupól þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Breska varnarmálaráðuneytið segir enn og aftur að Rússum sé ekki að verða neitt ágengt í sókn sinni. Þeir halda hins vegar áfram linnulausum árásum á nokkrar borgir, þeirra á meðal Kænugarð og Maríupól. Bandaríkjamenn hafa samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir miklu magni vopna, meðal annars hátæknivopnum sem embættismenn segja auðflytjanleg og krefjast lítillar þjálfunar. Alþjóðasamfélagið býr sig undir mikinn vöruskort vegna stríðsins. OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu vegna átakanna. Úkraínskir fjölmiðlar greina frá því að yfir 320.000 Úkraínumenn sem flúð höfðu landið séu snúnir aftur heim, meirihlutinn karlmenn. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu tíðindi: Enn er óvíst um fjölda látinna eftir árásir Rússa á leikhús og sundlaugarbyggingu í Maríupól þar sem hundruðir höfðu leitað skjóls. Breska varnarmálaráðuneytið segir enn og aftur að Rússum sé ekki að verða neitt ágengt í sókn sinni. Þeir halda hins vegar áfram linnulausum árásum á nokkrar borgir, þeirra á meðal Kænugarð og Maríupól. Bandaríkjamenn hafa samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir miklu magni vopna, meðal annars hátæknivopnum sem embættismenn segja auðflytjanleg og krefjast lítillar þjálfunar. Alþjóðasamfélagið býr sig undir mikinn vöruskort vegna stríðsins. OECD spáir miklum samdrætti og verðbólgu vegna átakanna. Úkraínskir fjölmiðlar greina frá því að yfir 320.000 Úkraínumenn sem flúð höfðu landið séu snúnir aftur heim, meirihlutinn karlmenn. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira