Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2022 09:13 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla harðlega vegna umfjöllunar þeirra um stríðið í Úkraínu. Vísir/vilhelm Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. Í færslunni er meðal annars vísað til þess að sannanir liggi fyrir til stuðnings þess að myndir sem teknar voru á vettvangi hafi verið settar á svið. Úkraínska samfélagsmiðlastjarnan Maríanna Podgurskaya hafi verið þar, að sögn Rússa, í þeim tilgangi að leika fjölda óléttra kvenna. Hér er mynd af konunni sem Podgurskaya á að hafa leikið á vettvangi árásarinnar á fæðingarspítalann í Maríupól. AP Photo/Evgeniy Maloletka „Til áminningar þá lagði Rússneska sambandsríkið á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 11. mars síðastliðinn fram óyggjandi sannanir þess að þessari sögu, sem vestrænir fjölmiðlar dreifa, um meinta árás er ekki hægt að treysta,“ skrifar sendiráðið í færslunni. „Þetta var sviðsett blekking sem úkraínska fyrirsætan og bloggarinn Maríanna Podgurskaya tók þátt í sem meint fórnarlamb árásarinar. Hún klæddist ýmsum búningum og var förðuð á mismunandi hátt til að leika tvær mismunandi konur á ljósmyndunum,“ segir í færslunni. Mariana Vishegirskaya stendur fyrir utan sjúkrahúsið í kjölfar eldflaugaárásarinnar. Hún lifði árásina af og dóttir hennar kom í heiminn daginn eftir.AP Photo/Mstyslav Chernov Hið rétta er að Podgurskaya var sannarlega á spítalanum þegar árásin átti sér stað og var flutt á annað sjúkrahús í kjölfarið, þar sem hún eignaðist barn daginn eftir. Hin konan, sem Podgurskaya á að hafa leikið, lést á öðru sjúkrahúsi í borginni daginn eftir. Hún var illa særð, mjaðmargrind hennar hafði kramist eftir árásina og hún farið úr mjaðmarlið. Þá mátti sjá á ljósmyndunum að hún hafði særst alvarlega á kviði. Sendiráðið gagnrýnir þá að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki fjallað um fordómafullar árásir gegn Rússum og hvatningu til þjóðarmorðs á Rússum. Nefnir sendiráðið í því samhengi orðræðu úkraínska fréttamannsins Fakhrudin Sharafmal sem hvatti í beinni útsendingu á miðvikudag til þess að úkraínskir hermenn myrtu rússnesk börn. Hann sagði að ef hann fengi tækifæri til að myrða Rússa myndi hann grípa það. „Fyrst ég er kallaður nasisti þá trúi ég á hugmyndir Adolfs Eichmanns og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að hvorki þú né börn þín munið fá að búa á þessari jörðu,“ sagði Sharafmal og mynd af Eichmann birtist á skjánum. Vísaði hann í yfirlýsingunni til þess að rússnesk stjórnvöld setja nasista ráða ríkjum í Úkraínu og að meginmarkmið hernaðaraðgerðanna þar sé að uppræta nasismann sem hafi fengið að ríkja þar. Sharafmal hefur síðan beðist afsökunar á yfirlýsingunni og yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Sharafmal harðlega fyrir ummælin í gær. Sendiráðið segist svekkt að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki minnst á þetta í sínum fréttaflutningi. „Við erum þeirrar skoðunar að þau ríki sem mála sig sem ákafa talsmenn mannréttinda ættu ekki að hundsa þessa birtingarmynd markmiða nasistanna í Úkraínu.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Í færslunni er meðal annars vísað til þess að sannanir liggi fyrir til stuðnings þess að myndir sem teknar voru á vettvangi hafi verið settar á svið. Úkraínska samfélagsmiðlastjarnan Maríanna Podgurskaya hafi verið þar, að sögn Rússa, í þeim tilgangi að leika fjölda óléttra kvenna. Hér er mynd af konunni sem Podgurskaya á að hafa leikið á vettvangi árásarinnar á fæðingarspítalann í Maríupól. AP Photo/Evgeniy Maloletka „Til áminningar þá lagði Rússneska sambandsríkið á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þann 11. mars síðastliðinn fram óyggjandi sannanir þess að þessari sögu, sem vestrænir fjölmiðlar dreifa, um meinta árás er ekki hægt að treysta,“ skrifar sendiráðið í færslunni. „Þetta var sviðsett blekking sem úkraínska fyrirsætan og bloggarinn Maríanna Podgurskaya tók þátt í sem meint fórnarlamb árásarinar. Hún klæddist ýmsum búningum og var förðuð á mismunandi hátt til að leika tvær mismunandi konur á ljósmyndunum,“ segir í færslunni. Mariana Vishegirskaya stendur fyrir utan sjúkrahúsið í kjölfar eldflaugaárásarinnar. Hún lifði árásina af og dóttir hennar kom í heiminn daginn eftir.AP Photo/Mstyslav Chernov Hið rétta er að Podgurskaya var sannarlega á spítalanum þegar árásin átti sér stað og var flutt á annað sjúkrahús í kjölfarið, þar sem hún eignaðist barn daginn eftir. Hin konan, sem Podgurskaya á að hafa leikið, lést á öðru sjúkrahúsi í borginni daginn eftir. Hún var illa særð, mjaðmargrind hennar hafði kramist eftir árásina og hún farið úr mjaðmarlið. Þá mátti sjá á ljósmyndunum að hún hafði særst alvarlega á kviði. Sendiráðið gagnrýnir þá að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki fjallað um fordómafullar árásir gegn Rússum og hvatningu til þjóðarmorðs á Rússum. Nefnir sendiráðið í því samhengi orðræðu úkraínska fréttamannsins Fakhrudin Sharafmal sem hvatti í beinni útsendingu á miðvikudag til þess að úkraínskir hermenn myrtu rússnesk börn. Hann sagði að ef hann fengi tækifæri til að myrða Rússa myndi hann grípa það. „Fyrst ég er kallaður nasisti þá trúi ég á hugmyndir Adolfs Eichmanns og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að hvorki þú né börn þín munið fá að búa á þessari jörðu,“ sagði Sharafmal og mynd af Eichmann birtist á skjánum. Vísaði hann í yfirlýsingunni til þess að rússnesk stjórnvöld setja nasista ráða ríkjum í Úkraínu og að meginmarkmið hernaðaraðgerðanna þar sé að uppræta nasismann sem hafi fengið að ríkja þar. Sharafmal hefur síðan beðist afsökunar á yfirlýsingunni og yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Sharafmal harðlega fyrir ummælin í gær. Sendiráðið segist svekkt að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki minnst á þetta í sínum fréttaflutningi. „Við erum þeirrar skoðunar að þau ríki sem mála sig sem ákafa talsmenn mannréttinda ættu ekki að hundsa þessa birtingarmynd markmiða nasistanna í Úkraínu.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?