Nýja tunglflaugin loks komin á skotpall Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2022 10:39 Artemis I eldflaugin á skotpalli í Flórída í nótt. Nú verða gerðar prófanir á eldflauginni og Orion-geimfarinu til undirbúnings fyrsta geimskots Artemis-áætlunarinnar á næstu mánuðum. NASA/Joel Kowsky Eldflaugin Space Launch System (SLS) er komin á skotpall í Flórída í fyrsta sinn. Þar verða gerðar prófanir á eldflauginni og ef þær heppnast er vonast til þess að hægt verði að skjóta henni á loft í fyrsta sinn og senda ómannað Orion-geimfar hring í kringum tunglið og til baka. Það yrði fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar en hún snýr að því að senda menn aftur til tunglsins á þessum áratug. Artemis-áætlunin snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins á þessum áratug. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Hér má sjá hluta af útsendingu NASA í gærkvöldi þegar eldflaugin var flutt á skotpallinn. Þróun og framleiðsla SLS, sem verður öflugasta eldflaug heimsins, hefur tekið mun lengri tíma en upprunalega stóð til. Fyrst átti að skjóta eldflaug á loft árið 2016. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og Boeing hafa þó frestað því ítrekað í gegnum árin. Sjá einnig: Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn og aftur Orion-geimfarið var að mestu þróað af Lockheed Martin. Saman eru eldflaugin og geimfarið rétt tæplega hundrað metrar á hæð. NASA segir að eldflaugin verði sú eina sem muni geta sent geimfar, geimfara og birgðir til tunglsins í einu geimskoti. Þær prófanir sem gera á áður en hægt verður að skjóta eldflauginni á loft og geimfarinu hring í kringum tunglið ganga út á líkja eftir geimskoti og sjá hvort allt sé klárt. Starfsmenn NASA munu dæla eldsneyti á tanka eldflaugarinnar, halda niðurtalningu og æfa geimskotsferlið. Í kjölfar þess er eldsneytinu dælt af tönkunum. Nokkrum dögum eftir það verður eldflaugin flutt aftur inn í skýli og í kjölfarið ákvörðun tekin um hvenær reyna á að skjóta henni á loft. Bandaríkin Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Tunglið Tengdar fréttir Fönguðu stærðarinnar sólblossa á filmu Nokkrir gervihnettir sem beint er að sólinni greindu á þriðjudaginn stóran sólblossa eða sólgos. Hann er einn sá stærsti sem hefur nokkurn tímann verið fangaður á filmu en blossinn náði milljónir kílómetra út í sólkerfið. 18. febrúar 2022 13:38 Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. 3. febrúar 2022 07:28 Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01 Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45 Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Forsvarsmenn breska fyrirtækisins Space Entertainment Enterprise hafa tilkynnt áætlanir um að framleiða nýja viðbót við Alþjóðlegu geimstöðina. Þessa viðbót á að skjóta út í geim og nota sem sérstakt kvikmyndatökuver. 27. janúar 2022 10:18 „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Það yrði fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar en hún snýr að því að senda menn aftur til tunglsins á þessum áratug. Artemis-áætlunin snýr að því að koma mönnum aftur til tunglsins á þessum áratug. Gríska gyðjan Artemis er systir guðsins Apollos. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Hér má sjá hluta af útsendingu NASA í gærkvöldi þegar eldflaugin var flutt á skotpallinn. Þróun og framleiðsla SLS, sem verður öflugasta eldflaug heimsins, hefur tekið mun lengri tíma en upprunalega stóð til. Fyrst átti að skjóta eldflaug á loft árið 2016. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og Boeing hafa þó frestað því ítrekað í gegnum árin. Sjá einnig: Fresta fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar enn og aftur Orion-geimfarið var að mestu þróað af Lockheed Martin. Saman eru eldflaugin og geimfarið rétt tæplega hundrað metrar á hæð. NASA segir að eldflaugin verði sú eina sem muni geta sent geimfar, geimfara og birgðir til tunglsins í einu geimskoti. Þær prófanir sem gera á áður en hægt verður að skjóta eldflauginni á loft og geimfarinu hring í kringum tunglið ganga út á líkja eftir geimskoti og sjá hvort allt sé klárt. Starfsmenn NASA munu dæla eldsneyti á tanka eldflaugarinnar, halda niðurtalningu og æfa geimskotsferlið. Í kjölfar þess er eldsneytinu dælt af tönkunum. Nokkrum dögum eftir það verður eldflaugin flutt aftur inn í skýli og í kjölfarið ákvörðun tekin um hvenær reyna á að skjóta henni á loft.
Bandaríkin Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Tunglið Tengdar fréttir Fönguðu stærðarinnar sólblossa á filmu Nokkrir gervihnettir sem beint er að sólinni greindu á þriðjudaginn stóran sólblossa eða sólgos. Hann er einn sá stærsti sem hefur nokkurn tímann verið fangaður á filmu en blossinn náði milljónir kílómetra út í sólkerfið. 18. febrúar 2022 13:38 Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. 3. febrúar 2022 07:28 Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01 Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45 Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Forsvarsmenn breska fyrirtækisins Space Entertainment Enterprise hafa tilkynnt áætlanir um að framleiða nýja viðbót við Alþjóðlegu geimstöðina. Þessa viðbót á að skjóta út í geim og nota sem sérstakt kvikmyndatökuver. 27. janúar 2022 10:18 „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Fönguðu stærðarinnar sólblossa á filmu Nokkrir gervihnettir sem beint er að sólinni greindu á þriðjudaginn stóran sólblossa eða sólgos. Hann er einn sá stærsti sem hefur nokkurn tímann verið fangaður á filmu en blossinn náði milljónir kílómetra út í sólkerfið. 18. febrúar 2022 13:38
Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. 3. febrúar 2022 07:28
Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01
Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45
Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Forsvarsmenn breska fyrirtækisins Space Entertainment Enterprise hafa tilkynnt áætlanir um að framleiða nýja viðbót við Alþjóðlegu geimstöðina. Þessa viðbót á að skjóta út í geim og nota sem sérstakt kvikmyndatökuver. 27. janúar 2022 10:18
„Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01