Hafa mætt miklum hlýhug hér á landi eftir langt ferðalag frá Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 18. mars 2022 21:01 Mæðgurnar ætla að snúa aftur til Úkraínu þegar stríðinu lýkur. Vísir/Einar Mæðgur sem flúðu stríðsátökin segjast hafa mætt miklum hlýhug hér á landi. Móðirin vonast til að dóttir sín komist sem fyrst í skóla og hún í vinnu en hún fari aftur heim um leið og stríðinu lýkur. Mæðgurnar flúðu í lest frá Kænugarði í Úkraínu fyrir um tveimur vikum og komu sér til Svíþjóðar, þaðan til Kaupmannahafnar og svo til Íslands. „Það var erfitt að fara frá Kænugarði og lítið pláss í lestinni þegar við flúðum. Við þurftum að standa í sex klukkustundir án vatns eða matar. Það var sprengt allt í kringum borgina,“ segir Kozhukharova Olena, sem flúði Kænugarð ásamt dóttur sinni. Eiginmaður hennar var eftir til að aðstoða herinn í landinu. Hún segist afar þakklát fyrir gestrisni sem hún og dóttir hennar hafi notið hér á landi síðustu daga. „Ég er þakklát fyrir að komast til Íslands og Íslendingar eru afar vinveittir Úkraínumönnum, sérstaklega er ég þakklát Rakel [Garðarsdóttur. Ég veit ekki hvar við værum ef hún hefði ekki hjálpað okkur.“ Rakel setti sig í samband við mæðgurnar með hjálp Google translate þýðingarforritsins.Vísir/Einar Rakel komst í samband við mæðgurnar eftir að kunningi hennar auglýsti eftir hjálp fyrir þær á samfélagsmiðlum. „Í stuttu máli var það þannig að ég hafði samband við hana með Google translate, spurði hvort hún gæti komið sér til Kaupmannahafnar og þá myndi ég kaupa flugmiða fyrir hana. Hún gat það og þá kom hún um kvöldið. Svo er þetta bara röð tilviljana. Ég er ekki ein, ég hafði samband við mann sem heitir Aðalsteinn, sem aðstoðaði mig fjárhagslega,“ segir Rakel. Rakel segir að þó að þær skilji ekki tungumál hverrar annarrar þá skilji allir tungumál hjartans. „Við brosum bara þrjár framan í hvor aðra og föðmumst.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Mæðgurnar flúðu í lest frá Kænugarði í Úkraínu fyrir um tveimur vikum og komu sér til Svíþjóðar, þaðan til Kaupmannahafnar og svo til Íslands. „Það var erfitt að fara frá Kænugarði og lítið pláss í lestinni þegar við flúðum. Við þurftum að standa í sex klukkustundir án vatns eða matar. Það var sprengt allt í kringum borgina,“ segir Kozhukharova Olena, sem flúði Kænugarð ásamt dóttur sinni. Eiginmaður hennar var eftir til að aðstoða herinn í landinu. Hún segist afar þakklát fyrir gestrisni sem hún og dóttir hennar hafi notið hér á landi síðustu daga. „Ég er þakklát fyrir að komast til Íslands og Íslendingar eru afar vinveittir Úkraínumönnum, sérstaklega er ég þakklát Rakel [Garðarsdóttur. Ég veit ekki hvar við værum ef hún hefði ekki hjálpað okkur.“ Rakel setti sig í samband við mæðgurnar með hjálp Google translate þýðingarforritsins.Vísir/Einar Rakel komst í samband við mæðgurnar eftir að kunningi hennar auglýsti eftir hjálp fyrir þær á samfélagsmiðlum. „Í stuttu máli var það þannig að ég hafði samband við hana með Google translate, spurði hvort hún gæti komið sér til Kaupmannahafnar og þá myndi ég kaupa flugmiða fyrir hana. Hún gat það og þá kom hún um kvöldið. Svo er þetta bara röð tilviljana. Ég er ekki ein, ég hafði samband við mann sem heitir Aðalsteinn, sem aðstoðaði mig fjárhagslega,“ segir Rakel. Rakel segir að þó að þær skilji ekki tungumál hverrar annarrar þá skilji allir tungumál hjartans. „Við brosum bara þrjár framan í hvor aðra og föðmumst.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira