Segir utanríkisstefnu Íslands notaða til að skýla auðkýfingum frá efnahagsþvingunum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. mars 2022 13:12 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. píratar Þingmaður Pírata segir að svo virðist sem utanríkisstefna Íslands hafi verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum. Þingmaðurinn hefur óskað eftir opnum fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða og myndu aðgerðir þýða umtalsvert tap hér. Þetta kom fram í umfjöllun Stundarinnar í gær. Maðurinn sem um ræðir er Aleksander Moshensky. „Ég tel þessar fréttir augljóst tilefni til þess að fara ofan í saumana á því hvernig íslensk utanríkisþjónusta og utanríkisstefna virðist hafa verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sem hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Ég tel íslensk stjórnvöld þurfa undanbragðalaust þurfa að gera grein fyrir sinni aðkomu að þessum málum. Eins vekur þetta upp spurningar um það hvaða hagsmunir stýra raunverulega för í mótun utanríkisstefnu Íslands. Við höfum látið sem svo að Ísland standi fyrir mannréttindi, lýðræði og frið á alþjóðavettvangi en þessi stóru orð mega sín augljóslega lítils ef Ísland beitir sér svo í þveröfuga átt þegar hagsmunir útgerðarinnar eru undir.“ Aðspurð hvort henni finnist koma til greina að taka hann af skrá kjörræðismanna Íslands segir hún að fyrsta skref sé að óska eftir skýringum stjórnvalda. Hún segir að þó að það að fjarlægja hann af skrá kjörræðismanna þýði umtalsvert tap hér á landi sé ekki hægt að hörfa frá gildum mannréttinda. „Þegar þetta eru gildin sem við setjum á oddinn í okkar utanríkisstefnu þá er erfitt að sjá hvernig hægt er að hörfa frá þeim við aðstæður eins og þessar sem eru nú í gangi.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Alþingi Píratar Utanríkismál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refsiaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða og myndu aðgerðir þýða umtalsvert tap hér. Þetta kom fram í umfjöllun Stundarinnar í gær. Maðurinn sem um ræðir er Aleksander Moshensky. „Ég tel þessar fréttir augljóst tilefni til þess að fara ofan í saumana á því hvernig íslensk utanríkisþjónusta og utanríkisstefna virðist hafa verið notuð til þess að skýla hvítrússneskum auðkýfingum frá mikilvægum efnahagsþvingunum,“ sagði Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sem hefur óskað eftir fundi með utanríkisráðherra í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Ég tel íslensk stjórnvöld þurfa undanbragðalaust þurfa að gera grein fyrir sinni aðkomu að þessum málum. Eins vekur þetta upp spurningar um það hvaða hagsmunir stýra raunverulega för í mótun utanríkisstefnu Íslands. Við höfum látið sem svo að Ísland standi fyrir mannréttindi, lýðræði og frið á alþjóðavettvangi en þessi stóru orð mega sín augljóslega lítils ef Ísland beitir sér svo í þveröfuga átt þegar hagsmunir útgerðarinnar eru undir.“ Aðspurð hvort henni finnist koma til greina að taka hann af skrá kjörræðismanna Íslands segir hún að fyrsta skref sé að óska eftir skýringum stjórnvalda. Hún segir að þó að það að fjarlægja hann af skrá kjörræðismanna þýði umtalsvert tap hér á landi sé ekki hægt að hörfa frá gildum mannréttinda. „Þegar þetta eru gildin sem við setjum á oddinn í okkar utanríkisstefnu þá er erfitt að sjá hvernig hægt er að hörfa frá þeim við aðstæður eins og þessar sem eru nú í gangi.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Alþingi Píratar Utanríkismál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira