Sauðfjárbóndinn segir snilld að hafa kost á annarri vinnu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. mars 2022 23:13 Guðmundur Héðinsson, bóndi á Fjöllum og starfsmaður Rifóss í Kelduhverfi. Einar Árnason Stærstu hús sem sést hafa í Kelduhverfi eru risin á jörðinni Lóni vestast í sveitinni. Þar er fyrirtækið Rifós að byggja upp seiðaeldisstöð sem orðin er stærsti vinnustaður sveitarinnar og veitir meðal annars sauðfjárbændum kærkomna búbót meðfram búskapnum. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt var fyrirtækið Rifós heimsótt en saga fiskeldis í Lóni í Kelduhverfi teygir sig meira en fjörutíu ár aftur í tímann. Aldrei áður hefur þó verið byggt eins mikið þar upp og nú. Rifós er að byggja upp seiðaeldisstöð og það hefur þýtt mikil umsvif í sveitinni. „Gríðarlega mikil síðustu tvö ár,“ segir Fannar Helgi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Rifóss, og sýnir okkur tvö stór stálgrindarhús. „Þannig að hér hefur verið mikil fjárfesting. Ég hugsa að það sé að nálgast milljarðinn hérna.“ Fannar Helgi Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Rifóss.Einar Árnason Í stöðinni eru alin upp laxaseiði sem á endanum fara í sjókvíar á Austfjörðum en Rifós er í eigu Fiskeldis Austfjarða. „Hér fundu þeir tíu gráðu heitt vatn, í ómældu magni. Þannig að það er ástæðan fyrir því að seiðastöðin var byggð hér á þessum stað.“ -Þannig að náttúrulegar aðstæður henta vel hér? „Já, alveg endalaust vatn hérna,“ svarar Fannar. Starfsmenn eru núna sextán talsins. Þeirra á meðal er bóndinn á nágrannabænum Fjöllum, Guðmundur Héðinsson. „Maður þarf að hafa eitthvað annað með sauðfénu. Það er ekki að skila svo miklu,“ segir Guðmundur. Séð yfir seiðaeldisstöð Rifóss í Lóni í Kelduhverfi.Einar Árnason Meirihluti starfsmanna býr á Húsavík en nokkrir koma úr sveitinni. „En þetta er náttúrlega eins og fyrir mig, og fleiri hérna úr sveitinni, alveg snilld að hafa aðgang að einhverri annarri vinnu heldur en bara þessari hefðbundnu búfjárrækt og hafa tekjur af einhverju öðru heldur en því,“ segir bóndinn á Fjöllum. Framkvæmdastjóri Rifóss segir þegar farið að huga að frekari fjárfestingum. „Ef allt gengur vel fyrir austan og ef áform standa, þá þurfum við að byggja meira hér, framleiða meira af seiðum. Það er bara mjög jákvætt.“ -Þýðir það þá fleira starfsfólk? „Að sjálfsögðu. Það kallar á meira starfsfólk,“ svarar Fannar Helgi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Rifós byggir samhliða upp aðra seiðaeldisstöð við Kópasker, sem ætlað er að taka við smáseiðum úr Lóni til áframeldis. Hér má sjá frétt um þá stöð: Um land allt Fiskeldi Landbúnaður Norðurþing Byggðamál Tengdar fréttir Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan. 21. mars 2022 22:22 Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20 Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir „Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737. 20. mars 2022 07:37 Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44 Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum Um land allt var fyrirtækið Rifós heimsótt en saga fiskeldis í Lóni í Kelduhverfi teygir sig meira en fjörutíu ár aftur í tímann. Aldrei áður hefur þó verið byggt eins mikið þar upp og nú. Rifós er að byggja upp seiðaeldisstöð og það hefur þýtt mikil umsvif í sveitinni. „Gríðarlega mikil síðustu tvö ár,“ segir Fannar Helgi Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Rifóss, og sýnir okkur tvö stór stálgrindarhús. „Þannig að hér hefur verið mikil fjárfesting. Ég hugsa að það sé að nálgast milljarðinn hérna.“ Fannar Helgi Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Rifóss.Einar Árnason Í stöðinni eru alin upp laxaseiði sem á endanum fara í sjókvíar á Austfjörðum en Rifós er í eigu Fiskeldis Austfjarða. „Hér fundu þeir tíu gráðu heitt vatn, í ómældu magni. Þannig að það er ástæðan fyrir því að seiðastöðin var byggð hér á þessum stað.“ -Þannig að náttúrulegar aðstæður henta vel hér? „Já, alveg endalaust vatn hérna,“ svarar Fannar. Starfsmenn eru núna sextán talsins. Þeirra á meðal er bóndinn á nágrannabænum Fjöllum, Guðmundur Héðinsson. „Maður þarf að hafa eitthvað annað með sauðfénu. Það er ekki að skila svo miklu,“ segir Guðmundur. Séð yfir seiðaeldisstöð Rifóss í Lóni í Kelduhverfi.Einar Árnason Meirihluti starfsmanna býr á Húsavík en nokkrir koma úr sveitinni. „En þetta er náttúrlega eins og fyrir mig, og fleiri hérna úr sveitinni, alveg snilld að hafa aðgang að einhverri annarri vinnu heldur en bara þessari hefðbundnu búfjárrækt og hafa tekjur af einhverju öðru heldur en því,“ segir bóndinn á Fjöllum. Framkvæmdastjóri Rifóss segir þegar farið að huga að frekari fjárfestingum. „Ef allt gengur vel fyrir austan og ef áform standa, þá þurfum við að byggja meira hér, framleiða meira af seiðum. Það er bara mjög jákvætt.“ -Þýðir það þá fleira starfsfólk? „Að sjálfsögðu. Það kallar á meira starfsfólk,“ svarar Fannar Helgi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Rifós byggir samhliða upp aðra seiðaeldisstöð við Kópasker, sem ætlað er að taka við smáseiðum úr Lóni til áframeldis. Hér má sjá frétt um þá stöð:
Um land allt Fiskeldi Landbúnaður Norðurþing Byggðamál Tengdar fréttir Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan. 21. mars 2022 22:22 Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20 Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir „Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737. 20. mars 2022 07:37 Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44 Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa Dettifossveg lokaðan Hinn nýi Dettifossvegur nýtist atvinnulífi á Norðausturlandi ekki sem skyldi þar sem hann er ekki mokaður á veturna. Fulltrúi fiskeldisfyrirtækis í Öxarfirði, sem þarf að koma afurðum í skip á Austfjörðum í hverri viku, segir það illa nýtta fjárfestingu að hafa veginn lokaðan. 21. mars 2022 22:22
Brýn nauðsyn að Kópasker byggist upp sem samfélag en ekki verbúðir „Já, nú er uppgangur. Fiskeldisstöðvar að rísa. Það er bara frábært,“ segir Björn Guðmundur Björnsson, kaupmaður á Kópaskeri. „Já, þetta er afar jákvætt. Þetta er afar mikilvæg stoð fyrir þetta þorp hérna. Þetta er bara hrein viðbót,“ segir Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri. 21. mars 2022 12:20
Galdrapresturinn á Skinnastað hlaut viðurnefnið greipaglennir „Hann var kallaður Jón greipaglennir af því að hann glennti út fingur sína, er sagt vera, þegar hann blessaði yfir söfnuðinn,“ segir sóknarpresturinn og prófasturinn Jón Ármann Gíslason á Skinnastað í Öxarfirði um forvera sinn, séra Jón Einarsson, sem uppi var á árunum 1655 til 1737. 20. mars 2022 07:37
Ullarbændur í Öxarfirði selja lopa beint frá býli Ung hjón sem áttu sér þann draum að setjast að í sveit ásamt börnum sínum þremur ákváðu að gerast ullarbændur í Öxarfirði og selja lopaband beint frá býli. Svo vel hefur gengið að þau hafa vart undan við framleiðsluna. 14. mars 2022 22:44
Sænskar konur uppgötvuðu Öxarfjörð og fóru svo hvergi Tvær sænskar konur, sem stofnað hafa heimili í Öxarfirði með íslenskum eiginmönnum, eru meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2. Báðar eiga sinn þátt í því að börnum hefur farið fjölgandi í sveitinni. 14. mars 2022 12:13