Varðist ásökunum um linkind í garð barnaníðinga Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2022 10:09 Judge Ketanji Brown Jackson í sal öldungadeildarinnar í gær. AP/Carolyn Kaster Ketanji Brown Jackson hefur varið undanförnum tveimur dögum í að svara fjölmörgum spurningum bandarískra öldungadeildarþingmanna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt hana til Hæstaréttar og ef hún kemst í gegnum staðfestingaferli öldungadeildarinnar verður hún fyrsta þeldökka konan í Hæstarétti Bandaríkjanna. Repúblikanar vörðu síðustu tveimur dögum í að gagnrýna dómsögu hennar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal annars var hún gagnrýnd fyrir að hafa áhyggjur af mönnum sem sitja í fangelsi í Guantánamó-flóa á Kúbu og var hún sökuð um að taka menn sem dæmdir hafa verið fyrir barnaklám vettlingatökum. Samkvæmt Washington Post einkenndist gærdagurinn af tvennu. Demókratar fóru fögrum orðum um hana og Repúblikanar sökuðu hana um að vera ekki nægilega ströng við glæpamenn og gagnrýndu hana fyrir að vera of vinstri-sinnuð varðandi málefni kynþátta í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn Ted Cruz spurði Jackson um hreyfingu sem kallast Critical Race Theory á ensku og gengur út á að skoða hvernig stefnumál og lög halda upp kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum en Repúblikanar hafa farið hamförum um CRT á undanförnum mánuðum. Cruz spurði Jackson út í það að verið væri að kenna CRT í skóla eins barna hennar, þar sem hún er í stjórn skólans. Hún sagði skóla dóttur hennar ekki koma störfum hennar sem dómari við. Cruz gagnrýndi hana einnig fyrir milda dóma í málum gegn mönnum fyrir barnaklám. Hún sagðist taka mið af lögum, dómafordæmum og sögum fórnarlamba í hverju máli fyrir sig. Repúblikaninn Lindsey Graham þráspurði Jackson út í trú hennar og talaði mikið um það að vinstri sinnaðir aðilar hefðu reynt að „ganga frá“ dómara sem hann lagði til að yrði tilnefndur til Hæstaréttar. Graham spurði meðal annars hvort hún gæti dæmt kaþólikka með sanngjörnum hætti og reyndi að fá hana til að skilgreina hve trúuð hún væri. Með þessu sagðist hann vilja gagnrýna hvernig komið var fram við Amy Coney Barrett þegar Donald Trump tilnefndi hana til Hæstaréttar, þar sem hún starfar nú. Hún er kaþólikki. Graham sagði einnig að aðilar sem teldu Hæstarétt Bandaríkjanna fullan af hægri sinnuðum klikkhausum og litu á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem rusl, vildu að Jackson yrði tilnefnd til Hæstaréttar. Að öfgasinnaðir vinstri-hópar sem vilji rústa lögum Bandaríkjanna vilji að hún verði dómari og hefðu beitt sér gegn Michelle Childs, konunni sem hann hefði viljað að yrði dómari. Jackson mun aftur svara spurningum öldungadeildarþingmanna í dag. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Repúblikanar vörðu síðustu tveimur dögum í að gagnrýna dómsögu hennar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Meðal annars var hún gagnrýnd fyrir að hafa áhyggjur af mönnum sem sitja í fangelsi í Guantánamó-flóa á Kúbu og var hún sökuð um að taka menn sem dæmdir hafa verið fyrir barnaklám vettlingatökum. Samkvæmt Washington Post einkenndist gærdagurinn af tvennu. Demókratar fóru fögrum orðum um hana og Repúblikanar sökuðu hana um að vera ekki nægilega ströng við glæpamenn og gagnrýndu hana fyrir að vera of vinstri-sinnuð varðandi málefni kynþátta í Bandaríkjunum. Þingmaðurinn Ted Cruz spurði Jackson um hreyfingu sem kallast Critical Race Theory á ensku og gengur út á að skoða hvernig stefnumál og lög halda upp kerfisbundnum rasisma í Bandaríkjunum en Repúblikanar hafa farið hamförum um CRT á undanförnum mánuðum. Cruz spurði Jackson út í það að verið væri að kenna CRT í skóla eins barna hennar, þar sem hún er í stjórn skólans. Hún sagði skóla dóttur hennar ekki koma störfum hennar sem dómari við. Cruz gagnrýndi hana einnig fyrir milda dóma í málum gegn mönnum fyrir barnaklám. Hún sagðist taka mið af lögum, dómafordæmum og sögum fórnarlamba í hverju máli fyrir sig. Repúblikaninn Lindsey Graham þráspurði Jackson út í trú hennar og talaði mikið um það að vinstri sinnaðir aðilar hefðu reynt að „ganga frá“ dómara sem hann lagði til að yrði tilnefndur til Hæstaréttar. Graham spurði meðal annars hvort hún gæti dæmt kaþólikka með sanngjörnum hætti og reyndi að fá hana til að skilgreina hve trúuð hún væri. Með þessu sagðist hann vilja gagnrýna hvernig komið var fram við Amy Coney Barrett þegar Donald Trump tilnefndi hana til Hæstaréttar, þar sem hún starfar nú. Hún er kaþólikki. Graham sagði einnig að aðilar sem teldu Hæstarétt Bandaríkjanna fullan af hægri sinnuðum klikkhausum og litu á stjórnarskrá Bandaríkjanna sem rusl, vildu að Jackson yrði tilnefnd til Hæstaréttar. Að öfgasinnaðir vinstri-hópar sem vilji rústa lögum Bandaríkjanna vilji að hún verði dómari og hefðu beitt sér gegn Michelle Childs, konunni sem hann hefði viljað að yrði dómari. Jackson mun aftur svara spurningum öldungadeildarþingmanna í dag.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira