Ungir innflytjendur eiga erfitt með að fá vinnu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. mars 2022 20:30 Björk Vilhelmsdóttir var lengi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og Samfylkingarinnar. Hún segist ekki hafa fylgst með pólitík síðustu ár. Í staðin beinir hún kröftum sínum að verkefnum eins og Tækifærinu. vísir/sigurjón Tæpur helmingur atvinnulausra á landinu er með erlent ríkisfang. Þetta fólk er oft ungt og ómenntað en getur nú lært réttu handtökin fyrir atvinnulífið í nýju og skemmtilegu verkefni sem var að fara af stað í Borgarfirði. Rífa upp gólf, mála stóla og laga rafleiðslur. Þetta er á meðal þess sem þátttakendur nýs atvinnuleysisverkefnis fá að gera í Hreðavatnsskála í Borgarfirði um þessar mundir. Verkefnið heitir Tækifærið en að baki því stendur gamall pólitíkus sem nýtir nú menntun sína í félagsráðgjöf til að hjálpa ungu fólki sem hefur verið atvinnulaust í langan tíma. „Þetta er svona tilraunahópur. Við erum bara með sex þátttakendur, svona í byrjun. Það duttu nú nokkrir úr skaftinu svona í upphafi. Það er svoldið erfitt að fá þennan hóp til virkni sem er búinn að vera lengi óvirkur,“ segir Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi. Það er nefnilega ekki svo auðvelt að fá vinnu á Íslandi. Allavega ekki ef maður er erlendur ríkisborgari. 43 prósent þeirra sem eru atvinnulausir á landinu í dag eru erlendir ríkisborgarar.vísir/ragnar Atvinnuleysi á landinu stendur í 5,2 prósentum í dag en af þeim tíu þúsund manna hópi eru 43 prósent erlendir ríkisborgarar - rúmlega fjögur þúsund manns. Ef maður hangir heima fær maður ekki vinnu Alfredo er einn þeirra sex sem eru í tilraunahópnum. „Ég kom til Íslands til að þroskast því að í mínu landi er lífsbaráttan erfið. Ég er ómenntaður og vildi fara til annars lands bara til að öðlast gott líf og kaupa marga hluti,“ segir Alfredo Correia, innflytjandi frá Portúgal. Alfredo ætlar sér að fá vinnu á Íslandi. vísir/sigurjón Hann segir ekki auðvelt að fá vinnu á Íslandi sem útlendingur en þó snúist þetta oft um hugarfarið. „Stundum er þetta erfitt... en ef maður hangir heima og gerir ekki neitt fær maður aldrei vinnu. Þess vegna erum við hér, til að sjá af hverju við finnum enga vinnu,“ segir Alfredo. Viss um að tilboðin komi Björk er bjartsýn á að hópurinn fái vinnu að verkefninu loknu. „Svo bara í maí þá er ég tilbúin að taka við tilboðum frá atvinnulífinu og ég veit að það verður sko nóg af tilboðum,“ segir Björk. Vinnumarkaður Borgarbyggð Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Rífa upp gólf, mála stóla og laga rafleiðslur. Þetta er á meðal þess sem þátttakendur nýs atvinnuleysisverkefnis fá að gera í Hreðavatnsskála í Borgarfirði um þessar mundir. Verkefnið heitir Tækifærið en að baki því stendur gamall pólitíkus sem nýtir nú menntun sína í félagsráðgjöf til að hjálpa ungu fólki sem hefur verið atvinnulaust í langan tíma. „Þetta er svona tilraunahópur. Við erum bara með sex þátttakendur, svona í byrjun. Það duttu nú nokkrir úr skaftinu svona í upphafi. Það er svoldið erfitt að fá þennan hóp til virkni sem er búinn að vera lengi óvirkur,“ segir Björk Vilhelmsdóttir félagsráðgjafi. Það er nefnilega ekki svo auðvelt að fá vinnu á Íslandi. Allavega ekki ef maður er erlendur ríkisborgari. 43 prósent þeirra sem eru atvinnulausir á landinu í dag eru erlendir ríkisborgarar.vísir/ragnar Atvinnuleysi á landinu stendur í 5,2 prósentum í dag en af þeim tíu þúsund manna hópi eru 43 prósent erlendir ríkisborgarar - rúmlega fjögur þúsund manns. Ef maður hangir heima fær maður ekki vinnu Alfredo er einn þeirra sex sem eru í tilraunahópnum. „Ég kom til Íslands til að þroskast því að í mínu landi er lífsbaráttan erfið. Ég er ómenntaður og vildi fara til annars lands bara til að öðlast gott líf og kaupa marga hluti,“ segir Alfredo Correia, innflytjandi frá Portúgal. Alfredo ætlar sér að fá vinnu á Íslandi. vísir/sigurjón Hann segir ekki auðvelt að fá vinnu á Íslandi sem útlendingur en þó snúist þetta oft um hugarfarið. „Stundum er þetta erfitt... en ef maður hangir heima og gerir ekki neitt fær maður aldrei vinnu. Þess vegna erum við hér, til að sjá af hverju við finnum enga vinnu,“ segir Alfredo. Viss um að tilboðin komi Björk er bjartsýn á að hópurinn fái vinnu að verkefninu loknu. „Svo bara í maí þá er ég tilbúin að taka við tilboðum frá atvinnulífinu og ég veit að það verður sko nóg af tilboðum,“ segir Björk.
Vinnumarkaður Borgarbyggð Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira