Vaktin: Þjóðverjar skoði loftvarnakerfi vegna mögulegra árása Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Viktor Örn Ásgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 27. mars 2022 09:23 Scholz segir að hafa verði í huga að Rússar séu reiðubúnir að beita ofbeldi í þágu hagsmuna sinna. Michele Tantussi - Pool / Getty Þjóðverjar íhuga nú að fjárfesta í loftvarnakerfi, til að verjast mögulegum árásum Rússa á landið. Þetta segir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. „Þetta er eitt af því sem er til umræðu, og af ærinni ástæðu,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shcolz. Þetta var svar hans við spurningu fréttamanns ARD við spurningu um hvort Þýskalandsstjórn væri að íhuga að koma upp samskonar loftvarnakerfi og Ísrael, sem hefur verið kallað „Járnhjúpurinn“ (e. Iron dome.) Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Linnulausar árásir Rússa hafa haldið áfram í nótt og í morgun en úkraínski herinn segist hafa varist sjö árásum í Donetsk og Luhansk í nótt. Rússar gerðu fjórar loftárásir á borgina Lvív, sem er aðeins sextíu kílómetra frá landamærum Póllands. Árásin er sú stærsta sem gerð hefur verið á borgina frá upphafi stríðs og voru skotmörk Rússa eldsneytisgeymslur og annað húsnæði úkraínska hersins. Úkraína hefur beðið Rauða krossinn um að opna ekki skrifstofu í Rostov-on-Don. Yfirvöld í Úkraínu segja að það myndi vera stuðningsyfirlýsing við Rússa. Borgarstjóri Chernihív segir að 44 særðir, þar af þrjú börn, séu föst í borginni og ekki sé hægt að veita þeim viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Rússar hafa lokað borgina algjörlega af og byrgðastaða er slæm. Þingkonan Lesia Vasylenko segir að íbúar Maríupól, sem er hvað verst farin eftir árásir Rússa, séu að svelta og þeir neyðist nú til að drekka vatn úr holræsum þar sem þeir hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Vaktin er örlítið seinni á ferðinni í dag en fyrri daga vegna tæknilegra örðugleika í morgunsárið.
„Þetta er eitt af því sem er til umræðu, og af ærinni ástæðu,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shcolz. Þetta var svar hans við spurningu fréttamanns ARD við spurningu um hvort Þýskalandsstjórn væri að íhuga að koma upp samskonar loftvarnakerfi og Ísrael, sem hefur verið kallað „Járnhjúpurinn“ (e. Iron dome.) Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Linnulausar árásir Rússa hafa haldið áfram í nótt og í morgun en úkraínski herinn segist hafa varist sjö árásum í Donetsk og Luhansk í nótt. Rússar gerðu fjórar loftárásir á borgina Lvív, sem er aðeins sextíu kílómetra frá landamærum Póllands. Árásin er sú stærsta sem gerð hefur verið á borgina frá upphafi stríðs og voru skotmörk Rússa eldsneytisgeymslur og annað húsnæði úkraínska hersins. Úkraína hefur beðið Rauða krossinn um að opna ekki skrifstofu í Rostov-on-Don. Yfirvöld í Úkraínu segja að það myndi vera stuðningsyfirlýsing við Rússa. Borgarstjóri Chernihív segir að 44 særðir, þar af þrjú börn, séu föst í borginni og ekki sé hægt að veita þeim viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Rússar hafa lokað borgina algjörlega af og byrgðastaða er slæm. Þingkonan Lesia Vasylenko segir að íbúar Maríupól, sem er hvað verst farin eftir árásir Rússa, séu að svelta og þeir neyðist nú til að drekka vatn úr holræsum þar sem þeir hafi ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Vaktin er örlítið seinni á ferðinni í dag en fyrri daga vegna tæknilegra örðugleika í morgunsárið.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira