Kjarnorkumál í Íran og stríðið í Úkraínu í brennidepli á sögulegum fundi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2022 11:38 Abdullatif bin Rashid al-Zayani, utanríkisráðherra Berein, Sameh Shoukry, utanríkisráðherra Egyptalands, Yair Lapid, utanríkisráðherra Ísraels, Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nasser Bourita, utanríkisráðherra Marokkó, og Sheikh Abdullah bin Zayed Al Nahyan, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, funduðu saman í Ísrael í dag. AP/Jacquelyn Martin Utanríkisráðherrar Arababandalagsríkjanna Barein, Marokkó og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, funduðu ásamt utanríkisráðherrum Ísraels, Bandaríkjanna og Egyptalands í Ísrael í dag en ráðherrarnir ræddu viðbrögð við ýmsum vandamálum sem Miðausturlöndin standa frammi fyrir. Ýmis málefni voru á dagskrá ráðherranna á fundinum að því er kemur fram í frétt New York Times, þar á meðal stríðið í Úkraínu en Arabaríkin hafa hingað til verið treg til að fordæma árásir Rússa og beita þá refsiaðgerðum. Afleiðingar stríðsins, til að mynda á matvælaöryggi, voru einnig til umræðu. Þá ræddu ráðherrarnir kjarnorkumál í Íran, þar sem Bandaríkin vinna nú að nýju samkomulagi en Arabaríkin hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin úr samkomulaginu við Íran árið 2015 og óttast Ísraelar til að mynda að nýtt samkomulag verði veikara en hið fyrra. Áður en utanríkisráðherrarnir komu saman suðurhluta Ísraels í gær var greint frá hryðjuverkaárás í borginni Hadera í norðurhluta Ísraels en tveir lögreglumenn létust við árásina og sex særðust. Íslamska ríkið hefur lýst því yfir að árásin hafi verið á þeirra vegum. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir alla utanríkisráðherranna fordæma árásina. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar þessara Arabaríkja koma saman í Ísrael en ríkin ákváðu að koma samskiptum við Ísrael aftur í eðlilegt horf árið 2020 og er þetta fyrsti fundur þeirra frá þeim tíma. Egyptaland skrifaði undir friðarsamkomulag við Ísrael árið 1979, fyrst Arabaríkjanna. Blinken er einnig á svæðinu í öðrum erindagjörðum en hann fundaði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísrael, um átökin þeirra á milli. Blinken lýsti yfir stuðningi við baráttu Palestínumanna um stofnun sjálfstæðs ríkis. Abbas hvatti þó Bandaríkin til að beita sér frekar fyrir málefnum Palestínumanna. Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Marokkó Barein Bandaríkin Egyptaland Utanríkismál Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Ýmis málefni voru á dagskrá ráðherranna á fundinum að því er kemur fram í frétt New York Times, þar á meðal stríðið í Úkraínu en Arabaríkin hafa hingað til verið treg til að fordæma árásir Rússa og beita þá refsiaðgerðum. Afleiðingar stríðsins, til að mynda á matvælaöryggi, voru einnig til umræðu. Þá ræddu ráðherrarnir kjarnorkumál í Íran, þar sem Bandaríkin vinna nú að nýju samkomulagi en Arabaríkin hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa. Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, dró Bandaríkin úr samkomulaginu við Íran árið 2015 og óttast Ísraelar til að mynda að nýtt samkomulag verði veikara en hið fyrra. Áður en utanríkisráðherrarnir komu saman suðurhluta Ísraels í gær var greint frá hryðjuverkaárás í borginni Hadera í norðurhluta Ísraels en tveir lögreglumenn létust við árásina og sex særðust. Íslamska ríkið hefur lýst því yfir að árásin hafi verið á þeirra vegum. Yair Lapid, forsætisráðherra Ísraels, segir alla utanríkisráðherranna fordæma árásina. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar þessara Arabaríkja koma saman í Ísrael en ríkin ákváðu að koma samskiptum við Ísrael aftur í eðlilegt horf árið 2020 og er þetta fyrsti fundur þeirra frá þeim tíma. Egyptaland skrifaði undir friðarsamkomulag við Ísrael árið 1979, fyrst Arabaríkjanna. Blinken er einnig á svæðinu í öðrum erindagjörðum en hann fundaði með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísrael, um átökin þeirra á milli. Blinken lýsti yfir stuðningi við baráttu Palestínumanna um stofnun sjálfstæðs ríkis. Abbas hvatti þó Bandaríkin til að beita sér frekar fyrir málefnum Palestínumanna.
Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Marokkó Barein Bandaríkin Egyptaland Utanríkismál Kjarnorka Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira