Beiðni Róberts og Árna um endurupptöku á 640 milljóna dómsmáli hafnað Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2022 14:29 Róbert Wessman og Árni Harðarson. Samsett Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Árna Harðarsonar og Róberts Wessman um endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá febrúar 2018. Þar voru þeir ásamt Magnúsi Jaroslav Magnússyni dæmdir til að greiða Matthíasi H. Johannessen, fyrrverandi viðskiptafélaga þeirra, 640 milljónir króna auk vaxta í skaðabætur fyrir að hafa hlunnfarið hann í viðskiptum með óbeinan eignarhlut í lyfjafyrirtækinu Alvogen. Með dómi sínum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um að ráðandi hluthafar í félaginu Aztiq Pharma Partners hefðu, með sölu á sænsku dótturfélagi sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 prósenta hlut í Alvogen á undirverði, tekið hagsmuni einstakra hluthafa fram yfir hagsmuni Matthíasar og bakað sér þannig skaðabótaskyldu gagnvart honum. Árni og Róbert töldu sig vera með ný gögn sem kölluðu á endurupptöku á áðurnefndum dómi Hæstaréttar. Gögnin áttu að sýna að Hæstiréttur hafi lagt rangar forsendur um málsatvik til grundvallar dómi sínum. Vísuðu þeir til þess að það væri rangt, sem Hæstiréttur hafi byggt á, að það hafi ekki verið fyrr en á árinu 2011 sem Matthíasi hafi orðið kunnugt um að Róbert væri ekki hluthafi í Aztiq Pharma Partners ehf. og að Matthías hafi ekki fengið áreiðanlega vitneskju um samningsviðauka um framsal hluta í félaginu frá Vilhelm Róberti til Árna fyrr en 15. ágúst 2011. Þá töldu þeir að þetta atriði hafi ráðið úrslitum um niðurstöðu málsins. Átt að leggja fram gögnin fyrr Að sögn Endurupptökudóms láðist Róberti og Árna að afla og leggja fram umrædd gögn við meðferð máls sem lauk með fyrri dómi Hæstaréttar árið 2013 og leiða þau vitni sem þeir óska eftir að nú gefi skýrslu fyrir Endurupptökudómnum. Þeir hafi einnig haft tækifæri til að leitast við að sanna vitneskju Matthíasar í dómsmálinu sem lauk með dómi Hæstaréttar 2018 og þeir reyna nú að fá endurupptekið. Fram kemur í úrskurði Endurupptökudóms að bersýnilegt sé að Róbert og Árni hafi látið hjá líða að hlutast til um þá sönnunarfærslu sem þeim var tæk við rekstur dómsmálsins. Skilyrði fyrir endurupptöku séu því ekki uppfyllt. Villan ekki haft áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar Róbert og Árni bentu einnig á að Hæstiréttur hafi vísað til þess að stjórn Aztiq Pharma Partners ehf. hafi ekki neytt forkaupsréttar síns „við söluna 20. júlí 2010 þrátt fyrir vitneskju um hana“ á þann hátt sem samþykktir félagsins gerðu ráð fyrir og því hafi forkaupsréttur annarra hluthafa orðið virkur. Hér sé um villu að ræða þar sem 20. júlí 2010 hafi ekki verið seldir hlutir í félaginu Aztiq Pharma Partners ehf., heldur í dótturfélaginu Aztiq Partners A.B. í Svíþjóð. Sú sala hafi ekki virkjað forkaupsrétt í móðurfélaginu. Endurupptökudómur fellst á að þarna sé um villu að ræða en segir bersýnilegt að hún sé smávægileg og hafi ekki haft nein áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar. Beiðni um endurupptöku sé bersýnilega ekki á rökum reist og því beri að synja henni. Dómsmál Tengdar fréttir Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Með dómi sínum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms um að ráðandi hluthafar í félaginu Aztiq Pharma Partners hefðu, með sölu á sænsku dótturfélagi sem hélt með óbeinum hætti utan um 30 prósenta hlut í Alvogen á undirverði, tekið hagsmuni einstakra hluthafa fram yfir hagsmuni Matthíasar og bakað sér þannig skaðabótaskyldu gagnvart honum. Árni og Róbert töldu sig vera með ný gögn sem kölluðu á endurupptöku á áðurnefndum dómi Hæstaréttar. Gögnin áttu að sýna að Hæstiréttur hafi lagt rangar forsendur um málsatvik til grundvallar dómi sínum. Vísuðu þeir til þess að það væri rangt, sem Hæstiréttur hafi byggt á, að það hafi ekki verið fyrr en á árinu 2011 sem Matthíasi hafi orðið kunnugt um að Róbert væri ekki hluthafi í Aztiq Pharma Partners ehf. og að Matthías hafi ekki fengið áreiðanlega vitneskju um samningsviðauka um framsal hluta í félaginu frá Vilhelm Róberti til Árna fyrr en 15. ágúst 2011. Þá töldu þeir að þetta atriði hafi ráðið úrslitum um niðurstöðu málsins. Átt að leggja fram gögnin fyrr Að sögn Endurupptökudóms láðist Róberti og Árna að afla og leggja fram umrædd gögn við meðferð máls sem lauk með fyrri dómi Hæstaréttar árið 2013 og leiða þau vitni sem þeir óska eftir að nú gefi skýrslu fyrir Endurupptökudómnum. Þeir hafi einnig haft tækifæri til að leitast við að sanna vitneskju Matthíasar í dómsmálinu sem lauk með dómi Hæstaréttar 2018 og þeir reyna nú að fá endurupptekið. Fram kemur í úrskurði Endurupptökudóms að bersýnilegt sé að Róbert og Árni hafi látið hjá líða að hlutast til um þá sönnunarfærslu sem þeim var tæk við rekstur dómsmálsins. Skilyrði fyrir endurupptöku séu því ekki uppfyllt. Villan ekki haft áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar Róbert og Árni bentu einnig á að Hæstiréttur hafi vísað til þess að stjórn Aztiq Pharma Partners ehf. hafi ekki neytt forkaupsréttar síns „við söluna 20. júlí 2010 þrátt fyrir vitneskju um hana“ á þann hátt sem samþykktir félagsins gerðu ráð fyrir og því hafi forkaupsréttur annarra hluthafa orðið virkur. Hér sé um villu að ræða þar sem 20. júlí 2010 hafi ekki verið seldir hlutir í félaginu Aztiq Pharma Partners ehf., heldur í dótturfélaginu Aztiq Partners A.B. í Svíþjóð. Sú sala hafi ekki virkjað forkaupsrétt í móðurfélaginu. Endurupptökudómur fellst á að þarna sé um villu að ræða en segir bersýnilegt að hún sé smávægileg og hafi ekki haft nein áhrif á niðurstöðu Hæstaréttar. Beiðni um endurupptöku sé bersýnilega ekki á rökum reist og því beri að synja henni.
Dómsmál Tengdar fréttir Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Róbert og félagar dæmdir til 640 milljóna skaðabótagreiðslu Hæstiréttur hefur dæmt Róbert Wessmann, Árna Harðarsson og Magnús Jaroslaw Magnússon til þess að greiða Matthíasi Johannessen 640 milljónir í bætur vegna viðskipta í lyfjafyrirtækinu Alvogen. 15. febrúar 2018 16:27