Biðlistar of langir: Fólk skilur ekki af hverju lífið snýst við í höndunum á þeim Snorri Másson skrifar 1. apríl 2022 11:57 Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisyfirvöld verða að auka fjárveitingar til málefna ADHD á Íslandi ef vinna á þeim gríðarlöngu biðlistum sem myndast hafa, segir formaður ADHD-samtakanna. Biðlistar eftir ADHD-greiningu lengjast sífellt; nú er svo komið að ef manni dytti í hug að hann væri haldinn þessari blöndu athyglisbrests og ofvirkni gæti hann frá þeirri hugdettu og fram að endanlegri greiningu þurft að bíða í fjögur ár. Barn í sömu stöðu getur beðið í allt að tvö ár. Biðin getur reynst dýrkeypt. „Fyrir fullorðinn einstakling hefur hún margvísleg áhrif. Þessu fylgir oft kvíði og þunglyndi, ýmislegt annað, og það bara að skilja ekki af hverju lífið snýst alltaf við í höndunum á manni. Fyrir barn er það er náttúrulega svakalegt, þetta eru kannski ekki 3-4 ár en tvö ár af lífi barns. Það er svakalegur tími,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Sjálfur greindist Vilhjálmur fyrst með ADHD fyrir tuttugu árum. „Á sínum tíma var ég náttúrulega með ranggreint þunglyndi þrjátíu og þriggja ára gamall gafst minn heimilislæknir upp á að gefa mér lyf sem gerðu ekki rassgat fyrir mig. Sem betur fer snerist lífið við,“ segir Vilhjálmur, sem telur að það gæti heldur betur gerst hjá fleirum ef umbætur verða í málaflokknum. „Þetta eru svo miklar flækjur andlega og veraldlega að það hálfa væri nóg.“ Lyf og önnur meðferð skipta síðan sköpum þegar greiningin liggur fyrir. Vilhjálmur segir heilbrigðisráðherra hafa kjörið tækifæri núna, til að bæta tilveru þessa hóps og gera Ísland að fyrirmyndarríki á heimsvísu þegar kemur að lífsgæðum fólks með ADHD. „Það er ljós fram undan. Það er verið að taka til í þessum málum, bæði varðandi greiningar hjá fullorðnum og nú þegar Greiningarmiðstöð barna tekur til starfa, en það vantar meiri peninga í að keyra niður þessa biðlista fyrir greiningar, á báðum stöðum,“ segir Vihjálmur. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Biðlistar eftir ADHD-greiningu lengjast sífellt; nú er svo komið að ef manni dytti í hug að hann væri haldinn þessari blöndu athyglisbrests og ofvirkni gæti hann frá þeirri hugdettu og fram að endanlegri greiningu þurft að bíða í fjögur ár. Barn í sömu stöðu getur beðið í allt að tvö ár. Biðin getur reynst dýrkeypt. „Fyrir fullorðinn einstakling hefur hún margvísleg áhrif. Þessu fylgir oft kvíði og þunglyndi, ýmislegt annað, og það bara að skilja ekki af hverju lífið snýst alltaf við í höndunum á manni. Fyrir barn er það er náttúrulega svakalegt, þetta eru kannski ekki 3-4 ár en tvö ár af lífi barns. Það er svakalegur tími,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna. Sjálfur greindist Vilhjálmur fyrst með ADHD fyrir tuttugu árum. „Á sínum tíma var ég náttúrulega með ranggreint þunglyndi þrjátíu og þriggja ára gamall gafst minn heimilislæknir upp á að gefa mér lyf sem gerðu ekki rassgat fyrir mig. Sem betur fer snerist lífið við,“ segir Vilhjálmur, sem telur að það gæti heldur betur gerst hjá fleirum ef umbætur verða í málaflokknum. „Þetta eru svo miklar flækjur andlega og veraldlega að það hálfa væri nóg.“ Lyf og önnur meðferð skipta síðan sköpum þegar greiningin liggur fyrir. Vilhjálmur segir heilbrigðisráðherra hafa kjörið tækifæri núna, til að bæta tilveru þessa hóps og gera Ísland að fyrirmyndarríki á heimsvísu þegar kemur að lífsgæðum fólks með ADHD. „Það er ljós fram undan. Það er verið að taka til í þessum málum, bæði varðandi greiningar hjá fullorðnum og nú þegar Greiningarmiðstöð barna tekur til starfa, en það vantar meiri peninga í að keyra niður þessa biðlista fyrir greiningar, á báðum stöðum,“ segir Vihjálmur.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31 Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 16. mars 2022 16:31