Óttast að umfjöllun hræði verðandi foreldra Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. apríl 2022 11:54 Sigurður Guðjónsson, þvagfæraskurðlæknir. Samsett Skurðlæknir segir óvægna umræðu í kjölfar Kveiksþáttar um konu sem örkumlaðist við fæðingu skaðlega og geti fælt konur frá því að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Honum sárnar útreiðin sem heilbrigðisstarfsfólk hafi þurft að þola. Verkferlar verði að ráða för í kerfinu, ekki duttlungar einstaklinga. Grein eftir Sigurð Guðjónsson þvagfæraskurðlækni birtist á Vísi í gærkvöldi undir titlinum Ég styð ljósmæður. Greinin hefur hlotið mikla dreifingu en í henni gagnrýnir Sigurður meðal annars fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku, eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um mál konu sem örkumlaðist við fæðingu. Sigurður áréttar að læra eigi af slíkum tilfellum og hann finni mjög til með þeim konum sem í þeim hafi lent - en umfjöllun hafi verið einhliða og ófagleg. „Ég óttast það að þetta hræði verðandi foreldra mikið, svona umfjöllun. Og að koma hræddir inn í fæðingu er engum til góðs,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Gerendavæðing hættuleg þróun Þá hafi honum þótt aðkoma Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra, sem sagði sögu sína af erfiðri fæðingu í Kastljósi og taldi ekki hafa verið á sig hlustað, óviðeigandi. „Þá sárnar manni að svona sé komið fram við stéttir sem eru að reyna að hjálpa öðrum, gera fólk á einhvern hátt að gerendum og sjúklingar orðnir að þolendum. Sem mér finnst mjög hættuleg þróun.“ Rétt væri að benda á árangur þeirra 4000 fæðinga sem verða á Íslandi ár hvert og gæðasamanburð við önnur lönd í þeim efnum - sem komi vel út fyrir Ísland. „Ég held að verkferlar og fagleg vinnubrögð verði að stýra okkur í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki hægt að fara eftir öllum duttlungum einstaklinga,“ segir Sigurður. „Það þarf ekki að vera neinum að kenna þó að útkoman sé ekki sú besta í hvert skipti.“ Heilbrigðismál Kvenheilsa Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31 Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Grein eftir Sigurð Guðjónsson þvagfæraskurðlækni birtist á Vísi í gærkvöldi undir titlinum Ég styð ljósmæður. Greinin hefur hlotið mikla dreifingu en í henni gagnrýnir Sigurður meðal annars fjölmiðlaumfjöllun síðustu viku, eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um mál konu sem örkumlaðist við fæðingu. Sigurður áréttar að læra eigi af slíkum tilfellum og hann finni mjög til með þeim konum sem í þeim hafi lent - en umfjöllun hafi verið einhliða og ófagleg. „Ég óttast það að þetta hræði verðandi foreldra mikið, svona umfjöllun. Og að koma hræddir inn í fæðingu er engum til góðs,“ segir Sigurður í samtali við fréttastofu. Gerendavæðing hættuleg þróun Þá hafi honum þótt aðkoma Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra, sem sagði sögu sína af erfiðri fæðingu í Kastljósi og taldi ekki hafa verið á sig hlustað, óviðeigandi. „Þá sárnar manni að svona sé komið fram við stéttir sem eru að reyna að hjálpa öðrum, gera fólk á einhvern hátt að gerendum og sjúklingar orðnir að þolendum. Sem mér finnst mjög hættuleg þróun.“ Rétt væri að benda á árangur þeirra 4000 fæðinga sem verða á Íslandi ár hvert og gæðasamanburð við önnur lönd í þeim efnum - sem komi vel út fyrir Ísland. „Ég held að verkferlar og fagleg vinnubrögð verði að stýra okkur í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki hægt að fara eftir öllum duttlungum einstaklinga,“ segir Sigurður. „Það þarf ekki að vera neinum að kenna þó að útkoman sé ekki sú besta í hvert skipti.“
Heilbrigðismál Kvenheilsa Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31 Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélags Íslands: „Meðganga og fæðing í eðli sínu er náttúrulegt ferli“ Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir að konur á meðgöngu verði að treysta fagfólki. Keisaraskurður sé gerður í undantekningartilvikum og ljósmæður hlusti ávallt á konur. Bregði eitthvað út af fái þær aukið eftirlit og eftir atvikum aukna aðstoð. 31. mars 2022 21:31
Sagði frá erfiðri fæðingu þar sem hún upplifði að ekki væri á hana hlustað Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, steig fram í Kastljósi á RÚV í kvöld og sagði frá erfiðri fæðingu sem hún upplifði árið 2007. Hún upplifði fæðinguna þannig að ekki hafi verið hlustað á áhyggjur hennar í aðdraganda og á meðan fæðingunni stóð. 30. mars 2022 20:56