Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. apríl 2022 22:44 Flugvallarsamkomulagið handsalað í nóvember 2019. Það gerir ráð fyrir því að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skuli tryggt á meðan nýtt flugvallarstæði í Hvassahrauni er kannað. Skjáskot/Stöð 2 Innviðaráðuneytið hefur vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði tilkynnt borgarstjóra að hverskyns aðgerðir af hálfu borgarinnar sem skerða rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar séu í andstöðu við tveggja ára gamalt flugvallarsamkomulag samgönguráðherra og borgarstjóra vegna Hvassahrauns. Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að borgin áformi að hefja framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi í svonefndum Nýja-Skerjafirði í sumar á landi sem fram til þessa hefur heyrt undir flugvöllinn. Áður en það getur gerst þarf að færa flugvallargirðinguna. En miðað við tóninn sem birtist í bréfi innviðaráðuneytis til Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði virðist það ekki ætla að gerast átakalaust. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafði áður komið þeim sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði gætu ógnað öryggi flugvéla með ókyrrð og sviptivindum og fékk Isavia hollensku geimferðastofnunina NLR til að gera úttekt á málinu. Flugvél Icelandair á leið til Egilsstaða í dag hefur sig til flugs af Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er svæðið í Skerjafirði sem borgin hefur skipulagt undir fjölbýlishúsahverfi.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 í byrjun janúar vitnaði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, til niðurstöðu Hollendinganna þegar hún lýsti áhyggjum um að framkvæmdirnar myndu skerða rekstraröryggi flugvallarins. Isavia sendi svo formlegt erindi til innviðaráðuneytis þess efnis í lok janúar. Minnisblað_Isavia_um_flugöryggi_Reykjavíkurflugvallar_frá_21PDF123KBSækja skjal Ráðuneytið brást við með formlegu bréfi til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í byrjun marsmánaðar þar sem vísað er til minnisblaðs Isavia sem og samkomulags samgönguráðherra og borgarstjóra frá 28. nóvember 2019 um að á meðan nýtt flugvallarstæði væri kannað í Hvassahrauni skyldi rekstraröryggi tryggt á Reykjavíkurflugvelli. Bréf_innviðaráðuneytis_til_borgarstjóra_2PDF92KBSækja skjal Í bréfinu til borgarstjóra segir ráðuneytið að það sé engum vafa undirorpið að hverskyns framkvæmdir eða aðrar aðgerðir af hálfu Reykjavíkurborgar sem skerða rekstraröryggi flugvallarins séu í andstöðu við framangreint samkomulag. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir húsbyggingar. Óskar ráðuneytið eftir því að Reykjavíkurborg upplýsi með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að framkvæmdir á svæðinu hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi vallarins. Þá stöðvi borgin allar slíkar framkvæmdir þar til staðfest sé að öryggi vallarins sé tryggt. Óskaði ráðuneytið fyrir hönd Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra eftir svari fyrir 25. mars. Borgin fór fram á lengri tíma til að undirbúa svar sitt og var fresturinn framlengdur til og með þriðjudagsins 5. apríl, sem er á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 kom fram að borgin áformi að hefja framkvæmdir við nýtt íbúðahverfi í svonefndum Nýja-Skerjafirði í sumar á landi sem fram til þessa hefur heyrt undir flugvöllinn. Áður en það getur gerst þarf að færa flugvallargirðinguna. En miðað við tóninn sem birtist í bréfi innviðaráðuneytis til Reykjavíkurborgar í síðasta mánuði virðist það ekki ætla að gerast átakalaust. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hafði áður komið þeim sjónarmiðum á framfæri við bæði ríki og borg að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði gætu ógnað öryggi flugvéla með ókyrrð og sviptivindum og fékk Isavia hollensku geimferðastofnunina NLR til að gera úttekt á málinu. Flugvél Icelandair á leið til Egilsstaða í dag hefur sig til flugs af Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er svæðið í Skerjafirði sem borgin hefur skipulagt undir fjölbýlishúsahverfi.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 í byrjun janúar vitnaði Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlands, til niðurstöðu Hollendinganna þegar hún lýsti áhyggjum um að framkvæmdirnar myndu skerða rekstraröryggi flugvallarins. Isavia sendi svo formlegt erindi til innviðaráðuneytis þess efnis í lok janúar. Minnisblað_Isavia_um_flugöryggi_Reykjavíkurflugvallar_frá_21PDF123KBSækja skjal Ráðuneytið brást við með formlegu bréfi til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í byrjun marsmánaðar þar sem vísað er til minnisblaðs Isavia sem og samkomulags samgönguráðherra og borgarstjóra frá 28. nóvember 2019 um að á meðan nýtt flugvallarstæði væri kannað í Hvassahrauni skyldi rekstraröryggi tryggt á Reykjavíkurflugvelli. Bréf_innviðaráðuneytis_til_borgarstjóra_2PDF92KBSækja skjal Í bréfinu til borgarstjóra segir ráðuneytið að það sé engum vafa undirorpið að hverskyns framkvæmdir eða aðrar aðgerðir af hálfu Reykjavíkurborgar sem skerða rekstraröryggi flugvallarins séu í andstöðu við framangreint samkomulag. Séð yfir svæðið í Skerjafirði sem borgin áformar að leggja undir húsbyggingar. Óskar ráðuneytið eftir því að Reykjavíkurborg upplýsi með hvaða hætti borgin hyggist tryggja að framkvæmdir á svæðinu hafi hvorki áhrif á flugöryggi né rekstraröryggi vallarins. Þá stöðvi borgin allar slíkar framkvæmdir þar til staðfest sé að öryggi vallarins sé tryggt. Óskaði ráðuneytið fyrir hönd Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra eftir svari fyrir 25. mars. Borgin fór fram á lengri tíma til að undirbúa svar sitt og var fresturinn framlengdur til og með þriðjudagsins 5. apríl, sem er á morgun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Tengdar fréttir Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53 Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20
Segir nýtt íbúðahverfi skerða rekstraröryggi flugvallarins Óvíst er hvort Isavia muni afhenda Reykjavíkurborg svæði í Skerjafirði í vor til byggingar nýs íbúðahverfis án frekari rannsókna. Framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia segir húsbyggingar þar hafa umtalsverð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 3. janúar 2022 21:53
Borgin tekur tvær sneiðar til viðbótar af flugvellinum Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur gerir ráð fyrir að tvær sneiðar verði skornar af Reykjavíkurflugvelli á næstu þremur árum og að vellinum verði svo endanlega lokað eftir áratug, árið 2032. 30. desember 2021 22:22
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?