John B á Íslandi um páskana Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2022 19:31 John B Aðsent Tónlistarmaðurinn John B kemur fram á Húrra miðvikudaginn 13. apríl og mun þeyta skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa sem fagna tíu ára starfsafmæli á þessu ári. Hann ætti að vera landsmönnum kunnugur því þetta er í fjórða skipti sem hann heimsækir Ísland og hefur meðal annars komið fram á Iceland Airwaves hátíðinni. John B á farsælan feril sem drum & bass tónlistarmaður og plötusnúður, með lögum eins og „Up All Night“, sem kom út á Metalheadz útgáfu Íslandsvinarins Goldie, en einnig sem meðhöfundur þekktra popplaga eins og „Here I Am“ með Nicki Minaj. Þrátt fyrir að hafa byrjað ferilinn í harðari kima drum & bass tónlistar hefur hann farið um víðan völl og gert bæði latín, trans og popp skotna tónlist með léttum 80s blæ. Í COVID-19 heimsfaraldrinum hefur hann notið mikilla vinsælda á Twitch þar sem hann streymir líflegum DJ settum. „Í gegnum árin hefur John B verið fastagestur hér á landi og því fannst okkur við hæfi að fá hann aftur til landsins til að fagna tíu ára starfsafmæli okkar,“ segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa. „Tónlist hans höfðar til breiðs hóps og þar sem hann naut mikilla vinsælda á Íslandi í kringum aldamótin mun hann einblína á árin 1995 til 2005 þegar hann kemur að spila núna um páskana.“ Ásamt John B koma fram fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben og Tálsýn mun sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook viðburði Hausa. Hér fyrir neðan má heyra lagið Up all night. Tónlist Íslandsvinir Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hann ætti að vera landsmönnum kunnugur því þetta er í fjórða skipti sem hann heimsækir Ísland og hefur meðal annars komið fram á Iceland Airwaves hátíðinni. John B á farsælan feril sem drum & bass tónlistarmaður og plötusnúður, með lögum eins og „Up All Night“, sem kom út á Metalheadz útgáfu Íslandsvinarins Goldie, en einnig sem meðhöfundur þekktra popplaga eins og „Here I Am“ með Nicki Minaj. Þrátt fyrir að hafa byrjað ferilinn í harðari kima drum & bass tónlistar hefur hann farið um víðan völl og gert bæði latín, trans og popp skotna tónlist með léttum 80s blæ. Í COVID-19 heimsfaraldrinum hefur hann notið mikilla vinsælda á Twitch þar sem hann streymir líflegum DJ settum. „Í gegnum árin hefur John B verið fastagestur hér á landi og því fannst okkur við hæfi að fá hann aftur til landsins til að fagna tíu ára starfsafmæli okkar,“ segir Bjarni Ben einn af forsprökkum Hausa. „Tónlist hans höfðar til breiðs hóps og þar sem hann naut mikilla vinsælda á Íslandi í kringum aldamótin mun hann einblína á árin 1995 til 2005 þegar hann kemur að spila núna um páskana.“ Ásamt John B koma fram fastasnúðar Hausa þeir Croax, Untitled, Nightshock og Bjarni Ben og Tálsýn mun sjá um sjónrænt myndefni á viðburðinum. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook viðburði Hausa. Hér fyrir neðan má heyra lagið Up all night.
Tónlist Íslandsvinir Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp