Ritstjóri Viðskiptablaðsins sýknaður af kröfum Lúðvíks vegna Óðins Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2022 17:31 Greinin birtist í nafnlausa dálkinum Óðin í apríl árið 2020. Skjáskot Landsréttur sýknaði í dag Trausta Hafliðason, ritstjóra Viðskiptablaðsins, og Myllusetur ehf., útgáfufélag þess, af kröfum Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, sem krafist ómerkingar ummæla sem birtust í skoðanadálkinum Óðni. Sömuleiðis fór hann fram á miskabætur, Trausti yrði dæmdur til refsingar og að dómurinn yrði birtur í Viðskiptablaðinu og á vef miðilsins. Staðfesti Landsréttur þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar í fyrra. Ummælin snerust um störf Lúðvíks sem óháðs kunnáttumanns með framkvæmd sáttar sem N1 gerði við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa á Festi. Greinin bar heitið „Hjörtun í Namibíu og Borgartúni“ og varða kröfur Lúðvíks ummælin „Öll skynsemis- og réttlætisrök virðast hníga að því að Festi kæri kunnáttumanninn fyrir tilhæfulausa reikninga.“ Lúðvík sagði skrifin hafa falið í sér ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir gagnvart sér, og að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífs hans. Ummælin væru ósönn og tilhæfulaus og til þess fallin að sverta æru hans. Fjallað um málið í öðrum miðlum Umfjöllun laut að Samkeppniseftirlitinu en áður en hún var birt hafði verið fjallað um málið í öðrum fjölmiðlum og þá jafnframt um fjárhæðir reikninga Lúðvíks vegna starfa hans sem skipaður eftirlitsmaður með sátt N1 hf., nú Festi hf. og Samkeppniseftirlitsins. Hafði meðal annars verið fjallað um það í Markaði Fréttablaðsins að samkvæmt upplýsingum frá Festi hf. hefði kostnaður við þau störf Lúðvíks í mars 2021 numið 56 milljónum króna og jafnframt var þar haft eftir forstjóra félagsins að kostnaðurinn hefði verið „talsvert hærri en það sem [þekktist] í sambærilegum störfum í atvinnulífinu“ Þá var í greininni vísað til þess að kostnaður samkeppnisaðila af eftirlitsstörfum sérstaks kunnáttumanns vegna sáttar þess fyrirtækis við Samkeppniseftirlitið hafi numið tæplega einum áttunda af kostnaði Festar hf. af störfum Lúðvíks. Einnig hafði verði fjallað um þennan kostnað í Kjarnanum á svipuðum nótum tveimur dögum fyrr. Fjölmiðlar hafi svigrúm til að ögra Í umræddri grein Óðins í Viðskiptablaðinu er fjallað gagnrýnið um svokallaðan eftirlitsiðnað og athyglinni sérstaklega beint að Samkeppniseftirlitinu. Þá er þar vikið að áðurgreindri umfjöllun í Markaði Fréttablaðsins um kostnað Festar hf. af störfum Lúðvíks. Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að ummælin standi ekki ein og sér heldur eru þau fyrri hluti setningar sem endar þannig: „...eða bjóði honum að minnsta kosti að endurgreiða félaginu.“ Þegar orðalag ummælanna og efni þeirra í heild sé virt verði ekki talið að þau feli í sér fyrirvaralausa staðhæfingu um refsivert athæfi áfrýjanda en í skoðanagrein af því tagi sem málið varðar verði að játa fjölmiðlum nokkurt svigrúm til að ögra og færa í stílinn. Féllst Landsréttur á að ummælin feli í sér gildisdóm þess sem þau ritaði en ekki staðhæfingu um staðreyndir. Með sömu rökum verði jafnframt fallist á að sá gildisdómur sem í ummælunum felist eigi sér næga stoð í staðreyndum og að tenging þeirra við fyrri umfjöllun annarra fjölmiðla sé augljós. Landsréttur skírskotaði einnig til þess að Lúðvík væri fyrrverandi alþingismaður en ummælin sem málið varðaði lytu þó ekki að störfum hans á vettvangi stjórnmálanna. Ekki yrði fram hjá því litið að hann væri þjóðþekktur einstaklingur. Var öllum kröfum Lúðvíks því hafnað. Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Sömuleiðis fór hann fram á miskabætur, Trausti yrði dæmdur til refsingar og að dómurinn yrði birtur í Viðskiptablaðinu og á vef miðilsins. Staðfesti Landsréttur þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar í fyrra. Ummælin snerust um störf Lúðvíks sem óháðs kunnáttumanns með framkvæmd sáttar sem N1 gerði við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa á Festi. Greinin bar heitið „Hjörtun í Namibíu og Borgartúni“ og varða kröfur Lúðvíks ummælin „Öll skynsemis- og réttlætisrök virðast hníga að því að Festi kæri kunnáttumanninn fyrir tilhæfulausa reikninga.“ Lúðvík sagði skrifin hafa falið í sér ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir gagnvart sér, og að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífs hans. Ummælin væru ósönn og tilhæfulaus og til þess fallin að sverta æru hans. Fjallað um málið í öðrum miðlum Umfjöllun laut að Samkeppniseftirlitinu en áður en hún var birt hafði verið fjallað um málið í öðrum fjölmiðlum og þá jafnframt um fjárhæðir reikninga Lúðvíks vegna starfa hans sem skipaður eftirlitsmaður með sátt N1 hf., nú Festi hf. og Samkeppniseftirlitsins. Hafði meðal annars verið fjallað um það í Markaði Fréttablaðsins að samkvæmt upplýsingum frá Festi hf. hefði kostnaður við þau störf Lúðvíks í mars 2021 numið 56 milljónum króna og jafnframt var þar haft eftir forstjóra félagsins að kostnaðurinn hefði verið „talsvert hærri en það sem [þekktist] í sambærilegum störfum í atvinnulífinu“ Þá var í greininni vísað til þess að kostnaður samkeppnisaðila af eftirlitsstörfum sérstaks kunnáttumanns vegna sáttar þess fyrirtækis við Samkeppniseftirlitið hafi numið tæplega einum áttunda af kostnaði Festar hf. af störfum Lúðvíks. Einnig hafði verði fjallað um þennan kostnað í Kjarnanum á svipuðum nótum tveimur dögum fyrr. Fjölmiðlar hafi svigrúm til að ögra Í umræddri grein Óðins í Viðskiptablaðinu er fjallað gagnrýnið um svokallaðan eftirlitsiðnað og athyglinni sérstaklega beint að Samkeppniseftirlitinu. Þá er þar vikið að áðurgreindri umfjöllun í Markaði Fréttablaðsins um kostnað Festar hf. af störfum Lúðvíks. Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að ummælin standi ekki ein og sér heldur eru þau fyrri hluti setningar sem endar þannig: „...eða bjóði honum að minnsta kosti að endurgreiða félaginu.“ Þegar orðalag ummælanna og efni þeirra í heild sé virt verði ekki talið að þau feli í sér fyrirvaralausa staðhæfingu um refsivert athæfi áfrýjanda en í skoðanagrein af því tagi sem málið varðar verði að játa fjölmiðlum nokkurt svigrúm til að ögra og færa í stílinn. Féllst Landsréttur á að ummælin feli í sér gildisdóm þess sem þau ritaði en ekki staðhæfingu um staðreyndir. Með sömu rökum verði jafnframt fallist á að sá gildisdómur sem í ummælunum felist eigi sér næga stoð í staðreyndum og að tenging þeirra við fyrri umfjöllun annarra fjölmiðla sé augljós. Landsréttur skírskotaði einnig til þess að Lúðvík væri fyrrverandi alþingismaður en ummælin sem málið varðaði lytu þó ekki að störfum hans á vettvangi stjórnmálanna. Ekki yrði fram hjá því litið að hann væri þjóðþekktur einstaklingur. Var öllum kröfum Lúðvíks því hafnað.
Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira