Fagnar því að Lilja standi með sannfæringu sinni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. apríl 2022 14:39 Ásthildur Lóa Þórsdóttir hefur barist gegn sölu á Íslandsbanka í fleiri ár. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, varaformaður þingflokks Flokks fólksins fagnar því að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra standi með sannfæringu sinni og segi hug sinn opinberlega varðandi Íslandsbankamálið. Ásthildur kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. Í Morgunblaðinu í gær sagðist Lilja hafa komið þeirri skoðun sinni á framfæri í ráðherranefnd að henni hugnaðist ekki sú leið sem stefnt var að í útboðinu. Sagði hún að það væri ekki aðeins Bankasýslan sem bæri ábyrgð heldur þeir stjórnmálamenn sem tóku ákvarðanir. Ásthildur segir að það hafi verið óvænt að heyra Lilju tala opinskátt um sinn hug gagnvart Íslandsbankamálinu og að það sé jákvætt. „Við hljótum náttúrulega að fagna því að ráðherrar stigi fram með þessum hætti að opinberi sína sannfæringu. Ég hefði viljað að hún hefði stigið fram í aðdraganda sölunnar en betra er seint en aldrei. Það að stjórnmálamenn standi með sannfæringu sinni, þó að það kunni að valda titringi og erfiðleikum, hljótum við að telja jákvætt.“ Hún kveðst sammála Lilju um að Íslandsbankamálið hafi verið algerlega fyrirsjáanlegt. Ásthildur segist þó ekki vita hvort henni finnist það fyrirsjáanlegt af sömu ástæðum og Lilja. „Hjá mér er ástæðan sú að ég bara veit eftir baráttu undanfarinna ára að allt kerfið spilar með fjármálakerfinu alla leið þannig að þess vegna kemur þessi spilling sem þarna kristallast ekkert á óvart.“ Ásthildur Lóa starfaði þétt með fólki sem fór illa út úr hruninu í starfi sínu sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hún segir Íslandsbankamálið ýfa upp gömul sár. „Að horfa þarna á útrásarvíkinganna boðna velkomna. Það voru fimmtán þúsund fjölskyldur sem misstu heimili sín, að minnsta kosti, og það hefur aldrei verið gert upp. Það átti að sópa því undir teppið. Svo eru bara menn boðnir velkomnir til baka með peningana sem þeir náðu út úr bönkunum á sínum tíma, sem er kannski að mörgu leyti grunnurinn að þeirra auðæfum í dag. Þeir eru komnir aftur til að endurtaka leikinn.“ Hún segir fréttir af fyrirkomulagi útboðsins vera eins og blaut tuska í andlit þeirra sem misstu heimili sín og að fjármálaráðherra þurfi að axla ábyrgð. „Mér finnst að Bjarni ætti að segja af sér. Ég hins vegar efast um að það gerist því það virðist ekkert loða við Bjarna, alveg sama hvað gerist.“ Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Í Morgunblaðinu í gær sagðist Lilja hafa komið þeirri skoðun sinni á framfæri í ráðherranefnd að henni hugnaðist ekki sú leið sem stefnt var að í útboðinu. Sagði hún að það væri ekki aðeins Bankasýslan sem bæri ábyrgð heldur þeir stjórnmálamenn sem tóku ákvarðanir. Ásthildur segir að það hafi verið óvænt að heyra Lilju tala opinskátt um sinn hug gagnvart Íslandsbankamálinu og að það sé jákvætt. „Við hljótum náttúrulega að fagna því að ráðherrar stigi fram með þessum hætti að opinberi sína sannfæringu. Ég hefði viljað að hún hefði stigið fram í aðdraganda sölunnar en betra er seint en aldrei. Það að stjórnmálamenn standi með sannfæringu sinni, þó að það kunni að valda titringi og erfiðleikum, hljótum við að telja jákvætt.“ Hún kveðst sammála Lilju um að Íslandsbankamálið hafi verið algerlega fyrirsjáanlegt. Ásthildur segist þó ekki vita hvort henni finnist það fyrirsjáanlegt af sömu ástæðum og Lilja. „Hjá mér er ástæðan sú að ég bara veit eftir baráttu undanfarinna ára að allt kerfið spilar með fjármálakerfinu alla leið þannig að þess vegna kemur þessi spilling sem þarna kristallast ekkert á óvart.“ Ásthildur Lóa starfaði þétt með fólki sem fór illa út úr hruninu í starfi sínu sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Hún segir Íslandsbankamálið ýfa upp gömul sár. „Að horfa þarna á útrásarvíkinganna boðna velkomna. Það voru fimmtán þúsund fjölskyldur sem misstu heimili sín, að minnsta kosti, og það hefur aldrei verið gert upp. Það átti að sópa því undir teppið. Svo eru bara menn boðnir velkomnir til baka með peningana sem þeir náðu út úr bönkunum á sínum tíma, sem er kannski að mörgu leyti grunnurinn að þeirra auðæfum í dag. Þeir eru komnir aftur til að endurtaka leikinn.“ Hún segir fréttir af fyrirkomulagi útboðsins vera eins og blaut tuska í andlit þeirra sem misstu heimili sín og að fjármálaráðherra þurfi að axla ábyrgð. „Mér finnst að Bjarni ætti að segja af sér. Ég hins vegar efast um að það gerist því það virðist ekkert loða við Bjarna, alveg sama hvað gerist.“
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. 11. apríl 2022 22:30
Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14
Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. 8. apríl 2022 18:31