Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. apríl 2022 23:00 Mayya Pigida er fædd og uppalin í borginni Mariupol í Úkraínu. Hún býr nú og starfar í Hafnarfirði og segir erfitt að vita af ættingjum sínum innikróuðum í borginni eftir að stríðið braust út Vísir/Arnar Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa hörð átök geisað í borginni Mariupol í austurhluta landsins. Íbúar þar einangruðust hratt og hafa verið án rafmagns og rennandi vatns svo vikum skiptir. Borgin er nú nærri rústir einar og eyðilegging blasir víða við. Barátta Úkraínumanna við rússneska herinn hefur farið harðnandi og nú þykir aðeins tímaspursmál hvenær Rússar ná fullri stjórn á borginni. Mayya Pigida er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú í Hafnarfirði og hefur gert um árabil. „Öll fjölskylda mín er úti. Mamma, systir mín, frænka og það er mjög stór fjölskylda þar úti.“ Fljótlega eftir að stríðið hófst rofnaði samband við borgina. „Ég heyri ekki neitt. Nákvæmlega í þrjátíu og sjö daga. Bara vissi ekki neitt um fjölskyldu mína. Veit bara að húsið mitt, íbúðin mín, var sprengd í tætlur.“ Hún segist hafa beðið milli vonar og ótta eftir að fá fréttir af fjölskyldu sinni. Fyrir helgina heyrði hún svo loks frá frænku sinni sem er í Donesk-héraði sem hafði fengið örstutt símtal frá systur hennar. Þar var henni sagt að mamma hennar, systir og systurdóttur væru á lífi og hefðu leitað skjóls á sjúkrahúsi í bænum. Mayya segist þakklát fyrir að vita það en hún óttist enn um þær. Ríkisstjóri Doneskt-héraðs sagði í viðtali við fréttastofu CNN í dag að hann telji að yfir tuttugu þúsund íbúar hafi látið lífið í Maríupol. Mayya segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í stríðinu. „Mjög erfitt að horfa á borgina sem var mjög falleg en núna er þetta bara rústir.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa hörð átök geisað í borginni Mariupol í austurhluta landsins. Íbúar þar einangruðust hratt og hafa verið án rafmagns og rennandi vatns svo vikum skiptir. Borgin er nú nærri rústir einar og eyðilegging blasir víða við. Barátta Úkraínumanna við rússneska herinn hefur farið harðnandi og nú þykir aðeins tímaspursmál hvenær Rússar ná fullri stjórn á borginni. Mayya Pigida er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú í Hafnarfirði og hefur gert um árabil. „Öll fjölskylda mín er úti. Mamma, systir mín, frænka og það er mjög stór fjölskylda þar úti.“ Fljótlega eftir að stríðið hófst rofnaði samband við borgina. „Ég heyri ekki neitt. Nákvæmlega í þrjátíu og sjö daga. Bara vissi ekki neitt um fjölskyldu mína. Veit bara að húsið mitt, íbúðin mín, var sprengd í tætlur.“ Hún segist hafa beðið milli vonar og ótta eftir að fá fréttir af fjölskyldu sinni. Fyrir helgina heyrði hún svo loks frá frænku sinni sem er í Donesk-héraði sem hafði fengið örstutt símtal frá systur hennar. Þar var henni sagt að mamma hennar, systir og systurdóttur væru á lífi og hefðu leitað skjóls á sjúkrahúsi í bænum. Mayya segist þakklát fyrir að vita það en hún óttist enn um þær. Ríkisstjóri Doneskt-héraðs sagði í viðtali við fréttastofu CNN í dag að hann telji að yfir tuttugu þúsund íbúar hafi látið lífið í Maríupol. Mayya segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í stríðinu. „Mjög erfitt að horfa á borgina sem var mjög falleg en núna er þetta bara rústir.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03
Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55
Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39