Minnst tíu skotnir og 29 fluttir á sjúkrahús Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2022 00:00 Margir farþegar lágu í sárum sínum á lestarpöllum eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang. AP/Will B Wylde Minnst 29 voru fluttir á sjúkrahús í dag eftir að maður með gasgrímu henti reyksprengju inn í neðanjarðarlest á háannatíma í Brooklyn í New York og hóf skothríð. Talið er að hann hafi hæft minnst tíu farþega. Fimm eru sagðir vera í alvarlegu ástandi en þó ekki í lífshættu. Óttaslegnir farþegar sáust reyna að flýja að lestina þegar atvikið hófst og féllu sumir máttlausir út úr lestarvögnum. Að sögn AP-fréttaveitunnar leið yfir minnst einn á lestarpallinum fyrir utan. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi, um fimmtán mínútum frá Manhattan. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. „Þegar dyrnar á lestarvagninum mínum opnuðust tóku hörmungar við. Það var reykur og blóð og öskrandi fólk,“ sagði sjónarvotturinn Sam Carcamo. Reykur steig upp frá vagninum þegar dyrnar opnuðu, bætti hann við. Ekki rannsakað sem hryðjuverk Lögregla hóf strax leit að árásarmanninum og fann síðar sendiferðabíl sem talið er mögulega tengist árásinni. Lögregluyfirvöld segja að atvikið sé ekki rannsakað sem hryðjuverk en að ekkert sé útilokað í þeim efnum. Ekki sé vitað hvað árásarmanninum gekk til. Lögregla fann skammbyssu og reyksprengjur á vettvangi auk kreditkorts í eigu einstakling sem talinn er tengjast árásinni. Kortið var meðal annars notað til að leigja áðurnefndan sendiferðabíl sem lögregla fann í Brooklyn. Talið er að árásarmaðurinn hafi haft minnst tvö auka skothylki meðferðis en að skotvopnið hafi stíflast og komið í veg fyrir að hann gæti haldið skothríðinni sinni áfram. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. 12. apríl 2022 15:50 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Talið er að hann hafi hæft minnst tíu farþega. Fimm eru sagðir vera í alvarlegu ástandi en þó ekki í lífshættu. Óttaslegnir farþegar sáust reyna að flýja að lestina þegar atvikið hófst og féllu sumir máttlausir út úr lestarvögnum. Að sögn AP-fréttaveitunnar leið yfir minnst einn á lestarpallinum fyrir utan. Tilkynning barst til lögreglu klukkan 8:30 í morgun að staðartíma um að skothvellir eða sprengingar hafi heyrst á lestarstöðinni á 36 stræti í Sunset Park hverfi, um fimmtán mínútum frá Manhattan. Þegar lögregla og slökkvilið mætti á staðinn var stöðin uppfull af reyk og var fyrst talið að sprengja hafi sprungið á stöðinni. „Þegar dyrnar á lestarvagninum mínum opnuðust tóku hörmungar við. Það var reykur og blóð og öskrandi fólk,“ sagði sjónarvotturinn Sam Carcamo. Reykur steig upp frá vagninum þegar dyrnar opnuðu, bætti hann við. Ekki rannsakað sem hryðjuverk Lögregla hóf strax leit að árásarmanninum og fann síðar sendiferðabíl sem talið er mögulega tengist árásinni. Lögregluyfirvöld segja að atvikið sé ekki rannsakað sem hryðjuverk en að ekkert sé útilokað í þeim efnum. Ekki sé vitað hvað árásarmanninum gekk til. Lögregla fann skammbyssu og reyksprengjur á vettvangi auk kreditkorts í eigu einstakling sem talinn er tengjast árásinni. Kortið var meðal annars notað til að leigja áðurnefndan sendiferðabíl sem lögregla fann í Brooklyn. Talið er að árásarmaðurinn hafi haft minnst tvö auka skothylki meðferðis en að skotvopnið hafi stíflast og komið í veg fyrir að hann gæti haldið skothríðinni sinni áfram.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. 12. apríl 2022 15:50 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Minnst fimm særðust í skotárás í Brooklyn Minnst fimm særðust í skotárás í neðanjarðarlest í Brooklyn í New York í morgun. Lögreglan leitar enn árásarmannsins, sem talinn er klæddur í appelsínugult endurskinsvesti. 12. apríl 2022 15:50