Hefja rannsókn eftir að lögreglumaður skaut svartan mann til bana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. apríl 2022 08:49 Skjáskot af upptöku úr búkmyndavél lögreglumannsins sem skaut Lyoya. Skjáskot Lögreglan í Michigan-ríki í Bandaríkjunum rannsakar nú mál hvíts lögreglumanns sem skaut hinn 26 ára Patrick Lyoya, sem var svartur, til bana. Myndbönd sýna átök milli Lyoya og ónefnds lögreglumanns vegna rafbyssu, sem enduðu með því að lögreglumaðurinn skaut Lyoya. Mótmælendur krefjast þess að lögreglumaðurinn verði nafngreindur. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að atvikið hefði átt sér stað 4. apríl síðastliðinn. Lyoya hefði verið stöðvaður í umferðinni af lögreglumanni í Grand Rapids í Michigan, komið út úr bíl sínum en verið beðinn um að setjast aftur inn. Hann hafi ekki sinnt því en rætt við lögreglumanninn. Eftir stutt samtal sést Lyoya taka á rás frá lögreglumanninum, sem eltir hann uppi og grípur í hann. Því næst takast þeir á um rafbyssu lögreglumannsins, hvers búkmyndavél varð óvirk í miðjum átökum. Hins vegar sýnir farsímamyndband farþega í bíl Lyoya hvernig lögreglumaðurinn nær Lyoya niður á jörðina, þannig að hann liggur á maganum. „Slepptu rafbyssunni,“ heyrist lögreglumaðurinn kalla áður en hann tegir sig í skammbyssu sína og miðar aftan á höfuð Lyoya. Myndbönd sýna ekki þegar lögreglumaðurinn tekur í gikkinn og hleypir af, heldur hefur myndbandið verið klippt áður en það var gefið út af lögreglu, en í lok þess sést Lyoya liggja hreyfingarlaus á jörðinni. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan, en rétt er að vara við efni þess. Lögreglumaðurinn í málinu er nú kominn í ótímabundið leyfi, en nafn hans verður ekki gert opinbert nema hann verði ákærður í málinu. Lögmaður fjölskyldu Lyoya hefur krafist þess að lögreglumaðurinn verði rekinn. „Patrick beitti lögreglumanninn engu ofbeldi, jafnvel þótt lögreglumaðurinn hafi beitt hann ofbeldi í nokkur skipti,“ hefur BBC eftir lögmanninum. Skilaboð mótmælenda sem söfnuðust saman við lögreglustöðina í Grand Rapids í gær voru skýr: „Nafngreinið löggur sem drepa.“Bill Pugliano/Getty Mótmælendur vilja nafn Málið hefur vakið nokkra reiði í Michigan. Í gær söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan lögreglustöðina í Grand Rapids, og krafist þess að nafn lögreglumannsins verði gert opinbert. Reglulega berast fréttir af því frá Bandaríkjunum að lögregla skjóti svart, óvopnað fólk sem hún hefur afskipti af. Í maí 2020 reis til að mynda ógnarstór alda mótmæla eftir að Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, drap George Floyd, sem var svartur, með því að þrýsta hné sínu að hálsi Floyd í meira en níu mínútur. Chauvin var síðar sakfelldur fyrir morðið á Floyd. Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Kynþáttafordómar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að atvikið hefði átt sér stað 4. apríl síðastliðinn. Lyoya hefði verið stöðvaður í umferðinni af lögreglumanni í Grand Rapids í Michigan, komið út úr bíl sínum en verið beðinn um að setjast aftur inn. Hann hafi ekki sinnt því en rætt við lögreglumanninn. Eftir stutt samtal sést Lyoya taka á rás frá lögreglumanninum, sem eltir hann uppi og grípur í hann. Því næst takast þeir á um rafbyssu lögreglumannsins, hvers búkmyndavél varð óvirk í miðjum átökum. Hins vegar sýnir farsímamyndband farþega í bíl Lyoya hvernig lögreglumaðurinn nær Lyoya niður á jörðina, þannig að hann liggur á maganum. „Slepptu rafbyssunni,“ heyrist lögreglumaðurinn kalla áður en hann tegir sig í skammbyssu sína og miðar aftan á höfuð Lyoya. Myndbönd sýna ekki þegar lögreglumaðurinn tekur í gikkinn og hleypir af, heldur hefur myndbandið verið klippt áður en það var gefið út af lögreglu, en í lok þess sést Lyoya liggja hreyfingarlaus á jörðinni. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan, en rétt er að vara við efni þess. Lögreglumaðurinn í málinu er nú kominn í ótímabundið leyfi, en nafn hans verður ekki gert opinbert nema hann verði ákærður í málinu. Lögmaður fjölskyldu Lyoya hefur krafist þess að lögreglumaðurinn verði rekinn. „Patrick beitti lögreglumanninn engu ofbeldi, jafnvel þótt lögreglumaðurinn hafi beitt hann ofbeldi í nokkur skipti,“ hefur BBC eftir lögmanninum. Skilaboð mótmælenda sem söfnuðust saman við lögreglustöðina í Grand Rapids í gær voru skýr: „Nafngreinið löggur sem drepa.“Bill Pugliano/Getty Mótmælendur vilja nafn Málið hefur vakið nokkra reiði í Michigan. Í gær söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan lögreglustöðina í Grand Rapids, og krafist þess að nafn lögreglumannsins verði gert opinbert. Reglulega berast fréttir af því frá Bandaríkjunum að lögregla skjóti svart, óvopnað fólk sem hún hefur afskipti af. Í maí 2020 reis til að mynda ógnarstór alda mótmæla eftir að Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, drap George Floyd, sem var svartur, með því að þrýsta hné sínu að hálsi Floyd í meira en níu mínútur. Chauvin var síðar sakfelldur fyrir morðið á Floyd.
Bandaríkin Dauði George Floyd Skotárásir í Bandaríkjunum Kynþáttafordómar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira