Þrumuræða Davíðs Þórs á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2022 21:34 Nokkur hundruð manns kröfðust afsagnar fjármálaráðherra á fjöldafundi í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mótmælendum var heitt í hamsi og mikil fagnaðarlæti brutust út undir þrumuræðum um spillingu og siðblindingja í fjármálakerfinu. Lögregla telur að á Austurvelli hafi komið saman um fjögur til fimm hundruð manns. Slagorðið var „Bjarna burt“, sem kyrjað var við miklar undirtektir. Það hefur gustað um ríkisstjórnina, og einkum Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, vegna Íslandsbankasölunnar síðustu daga. Hún sætti áfram harðri gagnrýni í dag og í þeim efnum var séra Davíð Þór Jónsson einna aðsópsmestur. „Krafa okkar er skýlaus og sanngjörn. Burt með siðblindingjana úr fjármálakerfinu. Burt með strengjabrúður auðvaldsins úr ríkisstjórn. [...] Það sem blasir við okkur er ógeð á ógeð ofan. Það sem blasir við okkur er að þessu ógeði þarf að bylta. Og það þarf að bylta því núna,“ sagði Davíð í ræðu sinni. Ræðu Davíðs Þórs má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. Upplifir allt upp á nýtt Annar ræðumaður, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata, vildi fjármálaráðherra tafarlaust úr embætti og sagði ábyrgð forsætisráðherra og innviðaráðherra einnig mikla. Og krafa mótmælenda sem hlýddu á ávörpin var skýr. „Ég vil allavega að Bjarni fari burt og segi af sér og axli ábyrgð á þessu hneyksli,“ sagði Bergljót Þorsteinsdóttir. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon voru á sama máli. „Við ákváðum fyrir síðasta hrun að við vildum ekki búa í þessu landi, fluttum í annað land. Bjuggum þar í fjögur ár, komum heim aftur því við erum Íslendingar. Og mér finnst ég vera að upplifa allt aftur. Í morgun var ég komin á netið á Finn.is að leita mér að húsnæði í Noregi. Ég hef ekki orð yfir þetta, ég er svo sorgmædd,“ sagði Sandra. „Þetta er náttúrulega öll stjórnin. Vinstri grænir eiga að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Magnús. Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. 15. apríl 2022 12:00 Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19 Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14. apríl 2022 21:56 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Lögregla telur að á Austurvelli hafi komið saman um fjögur til fimm hundruð manns. Slagorðið var „Bjarna burt“, sem kyrjað var við miklar undirtektir. Það hefur gustað um ríkisstjórnina, og einkum Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, vegna Íslandsbankasölunnar síðustu daga. Hún sætti áfram harðri gagnrýni í dag og í þeim efnum var séra Davíð Þór Jónsson einna aðsópsmestur. „Krafa okkar er skýlaus og sanngjörn. Burt með siðblindingjana úr fjármálakerfinu. Burt með strengjabrúður auðvaldsins úr ríkisstjórn. [...] Það sem blasir við okkur er ógeð á ógeð ofan. Það sem blasir við okkur er að þessu ógeði þarf að bylta. Og það þarf að bylta því núna,“ sagði Davíð í ræðu sinni. Ræðu Davíðs Þórs má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. Upplifir allt upp á nýtt Annar ræðumaður, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata, vildi fjármálaráðherra tafarlaust úr embætti og sagði ábyrgð forsætisráðherra og innviðaráðherra einnig mikla. Og krafa mótmælenda sem hlýddu á ávörpin var skýr. „Ég vil allavega að Bjarni fari burt og segi af sér og axli ábyrgð á þessu hneyksli,“ sagði Bergljót Þorsteinsdóttir. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon. Sandra Guðmundsdóttir og Magnús Magnússon voru á sama máli. „Við ákváðum fyrir síðasta hrun að við vildum ekki búa í þessu landi, fluttum í annað land. Bjuggum þar í fjögur ár, komum heim aftur því við erum Íslendingar. Og mér finnst ég vera að upplifa allt aftur. Í morgun var ég komin á netið á Finn.is að leita mér að húsnæði í Noregi. Ég hef ekki orð yfir þetta, ég er svo sorgmædd,“ sagði Sandra. „Þetta er náttúrulega öll stjórnin. Vinstri grænir eiga að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Magnús.
Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. 15. apríl 2022 12:00 Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19 Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14. apríl 2022 21:56 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. 15. apríl 2022 12:00
Starfsmenn og eigendur ráðgjafa sem keyptu í útboðinu ekki selt bréfin Starfsmenn Íslandsbanka og stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa, sem tóku þátt hlutafjárútboði Íslandsbanka í lok síðasta mánaðar á sama tíma og fjármálafyrirtækin voru bæði á í hópi ráðgjafa Bankasýslunnar við sölu á hlutum ríkissjóðs, hafa ekki selt neitt af þeim bréfum sem þeir keyptu í útboðinu. 15. apríl 2022 14:19
Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. 14. apríl 2022 21:56