Gleðilegt sumar! Lögum það sem er bilað í borginni Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 21. apríl 2022 09:00 Stefna sósíalista í borginni er sáraeinföld. Það er vegna þess að hún hefur ekkert að fela. Hún er hrein og bein og sönn. Sósíalismi er hugsjón sem byggir á skýrri réttlætiskennd um að allir séu jafnir. Að allir eigi að geta lifað góðu og innihaldsríku lífi. Sósíalistar skammast sín ekkert fyrir að dreyma um borg þar sem allir geti verið glaðir. Og góðir vinir. Hvernig látum við þann draum rætast? Bilað á að laga Þegar eitthvað er bilað þá finnum við hvað er að og lögum það. Í samfélaginu okkar finnum við það sem er bilað hjá því fólki sem er fátækt, kúgað og valdalítið. Þar er mesta sorgin og baslið, kvíðinn og depurðin. Það þarf að laga stöðu þessa fólks. Hún er meinsemd í samfélaginu. Þetta er forgangsverk sósíalista. Leiðin til að bæta borgina er að laga það sem er bilað. Byrjum þar. Hjá þeim sem búa við mesta óréttlætið. Ef við lögum ekki það sem er bilað verður borgin okkar aldrei góð. Við eigum ekki að fela eða reyna að þagga niður það sem er að, heldur ganga glöð til þess að laga meinsemdina. Þannig bætum við borgina. Með því að laga það sem er bilað. Fólkið á að ráða Fólk veit best hvað það vill bæta í eigin lífi. Þess vegna vilja sósíalistar að fólkið fái að ráða. Hver veit best hvernig á að bæta strætó? Það er fólkið sem ferðast með strætó og keyrir strætó. Hver veit best hvernig bæta á stöðu hinna fátæku og bjargarlausu? Það er fólkið sem er fátækt og bjargarlaust. Hver veit best hvað á að vera í matinn í skólanum? Jú, auðvitað börnin sem munu borða matinn. Sósíalistar trúa að allir séu jafnir. Líka þau sem búa við mestan ójöfnuð og engan rétt. Það er ekki hægt að laga ójöfnuðinn nema laga fyrst valdaleysið. Sósíalistar vita að leiðin að réttlátu samfélagi er að gefa hinum valdalausu vald, leyfa þeim að ráða sem mestu um eigið líf. Og það bætir ekki bara líf hinna fátæku og valdalausu, heldur bætir það allt samfélagið. Það skerðir líf okkar allra þegar stórum hópum fólks er haldið niðri. Lyftum þeim upp og þá mun líf okkar allra batna. Það verða fleiri sem hjálpast að við að gera borgina betri. Borgin á að byggja Það er húsnæðiskreppa í Reykjavík. Íbúðir eru allt of dýrar og húsaleiga allt of há. Fyrir margt fólk er húsnæðiskostnaður helsta ástæða þess að það á ekki fyrir nauðsynjum, neitar sér um læknishjálp og getur ekki veitt börnunum sínum það sem foreldrar vita að börnin eiga skilið. Húsnæðisvandinn er skuggi í lífi marga og hann er skömm borgarinnar. Sósíalistar vilja að borgin byggi sjálf íbúðir þar til húsnæðisvandinn er horfinn. Sósíalistar eru ekki vitlausir, þeir eru fyrir löngu búnir að fatta að hinn svokallaði markaður mun ekki leysa húsnæðisvandann. Húsaleigan rýkur bara upp og fasteignaverð hækkar. Braskarar og verktakar græða en húsnæðisvandi fólks lagast ekkert. Um allan heim og um langan aldur hafa sveitarfélög byggt húsnæði til að tryggja að húsnæðiskreppan nái ekki að eyðileggja borgirnar. Það á Reykjavík að gera. Auðvitað, við eigum að laga það sem er bilað. Ríkir eiga að borga Fyrir nokkrum árum var lögum breytt svo að fólk sem vinnur ekki heldur lifir af eignum sínum, lætur peningana vinna fyrir sig, þyrfti ekki að borga útsvar til sveitarfélaga. Þetta er ljótt. Auðvitað á ríkasta fólkið að borga útsvar til borgarinnar eins og allir aðrir. Þetta er bara eitt dæmi um hvað stjórnvöld hafa gert á síðustu áratugum til að flytja fé frá almenningi til hinna ríku. Það er búið að snúa samfélaginu á hvolf. Nú eru hin fátæku alltaf að hjálpa hinum ríku og styrkja þau. Og hin ríku að koma sér undan því að styðja hin fátæku, veiku og þjáðu. Ástæðan er að hin ríku ráða of miklu en hin fátækari of litlu. Svoleiðis þjóðfélag kallast auðræði, þar sem auðurinn ræður mestu. Sósíalistar vilja ekki slíkt samfélag heldur lýðræði. Í lýðræði ræður lýðurinn, almenningur, ég og þú, hvernig samfélagið verður. Sumarið mun koma Ójöfnuður veldur því að hin ríku geta ráðið miklu. Það býr til valdaójafnvægi. Sem aftur tryggir hinum ríku meiri auð og þá aftur meiri völd. Eina leiðin sem almenningur hefur til að berjast gegn þessu er samtakamáttur fjöldans. Það kennir sagan okkur. Í vor verður kosið til borgarstjórnar og þar getur þú kosið lista sósíalista. Kosið að það verði lagað sem er bilað. Kosið að fólk fái að ráða, að borgin muni byggja og að hin ríku þurfi að borga. Vonandi kjósa sem flestir sósíalista. Vonandi vorar vel í Reykjavík og á eftir fylgi langt og indælt sumar. Megir þú og þitt fólk eiga gleðilegt sumar. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Sósíalistaflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Stefna sósíalista í borginni er sáraeinföld. Það er vegna þess að hún hefur ekkert að fela. Hún er hrein og bein og sönn. Sósíalismi er hugsjón sem byggir á skýrri réttlætiskennd um að allir séu jafnir. Að allir eigi að geta lifað góðu og innihaldsríku lífi. Sósíalistar skammast sín ekkert fyrir að dreyma um borg þar sem allir geti verið glaðir. Og góðir vinir. Hvernig látum við þann draum rætast? Bilað á að laga Þegar eitthvað er bilað þá finnum við hvað er að og lögum það. Í samfélaginu okkar finnum við það sem er bilað hjá því fólki sem er fátækt, kúgað og valdalítið. Þar er mesta sorgin og baslið, kvíðinn og depurðin. Það þarf að laga stöðu þessa fólks. Hún er meinsemd í samfélaginu. Þetta er forgangsverk sósíalista. Leiðin til að bæta borgina er að laga það sem er bilað. Byrjum þar. Hjá þeim sem búa við mesta óréttlætið. Ef við lögum ekki það sem er bilað verður borgin okkar aldrei góð. Við eigum ekki að fela eða reyna að þagga niður það sem er að, heldur ganga glöð til þess að laga meinsemdina. Þannig bætum við borgina. Með því að laga það sem er bilað. Fólkið á að ráða Fólk veit best hvað það vill bæta í eigin lífi. Þess vegna vilja sósíalistar að fólkið fái að ráða. Hver veit best hvernig á að bæta strætó? Það er fólkið sem ferðast með strætó og keyrir strætó. Hver veit best hvernig bæta á stöðu hinna fátæku og bjargarlausu? Það er fólkið sem er fátækt og bjargarlaust. Hver veit best hvað á að vera í matinn í skólanum? Jú, auðvitað börnin sem munu borða matinn. Sósíalistar trúa að allir séu jafnir. Líka þau sem búa við mestan ójöfnuð og engan rétt. Það er ekki hægt að laga ójöfnuðinn nema laga fyrst valdaleysið. Sósíalistar vita að leiðin að réttlátu samfélagi er að gefa hinum valdalausu vald, leyfa þeim að ráða sem mestu um eigið líf. Og það bætir ekki bara líf hinna fátæku og valdalausu, heldur bætir það allt samfélagið. Það skerðir líf okkar allra þegar stórum hópum fólks er haldið niðri. Lyftum þeim upp og þá mun líf okkar allra batna. Það verða fleiri sem hjálpast að við að gera borgina betri. Borgin á að byggja Það er húsnæðiskreppa í Reykjavík. Íbúðir eru allt of dýrar og húsaleiga allt of há. Fyrir margt fólk er húsnæðiskostnaður helsta ástæða þess að það á ekki fyrir nauðsynjum, neitar sér um læknishjálp og getur ekki veitt börnunum sínum það sem foreldrar vita að börnin eiga skilið. Húsnæðisvandinn er skuggi í lífi marga og hann er skömm borgarinnar. Sósíalistar vilja að borgin byggi sjálf íbúðir þar til húsnæðisvandinn er horfinn. Sósíalistar eru ekki vitlausir, þeir eru fyrir löngu búnir að fatta að hinn svokallaði markaður mun ekki leysa húsnæðisvandann. Húsaleigan rýkur bara upp og fasteignaverð hækkar. Braskarar og verktakar græða en húsnæðisvandi fólks lagast ekkert. Um allan heim og um langan aldur hafa sveitarfélög byggt húsnæði til að tryggja að húsnæðiskreppan nái ekki að eyðileggja borgirnar. Það á Reykjavík að gera. Auðvitað, við eigum að laga það sem er bilað. Ríkir eiga að borga Fyrir nokkrum árum var lögum breytt svo að fólk sem vinnur ekki heldur lifir af eignum sínum, lætur peningana vinna fyrir sig, þyrfti ekki að borga útsvar til sveitarfélaga. Þetta er ljótt. Auðvitað á ríkasta fólkið að borga útsvar til borgarinnar eins og allir aðrir. Þetta er bara eitt dæmi um hvað stjórnvöld hafa gert á síðustu áratugum til að flytja fé frá almenningi til hinna ríku. Það er búið að snúa samfélaginu á hvolf. Nú eru hin fátæku alltaf að hjálpa hinum ríku og styrkja þau. Og hin ríku að koma sér undan því að styðja hin fátæku, veiku og þjáðu. Ástæðan er að hin ríku ráða of miklu en hin fátækari of litlu. Svoleiðis þjóðfélag kallast auðræði, þar sem auðurinn ræður mestu. Sósíalistar vilja ekki slíkt samfélag heldur lýðræði. Í lýðræði ræður lýðurinn, almenningur, ég og þú, hvernig samfélagið verður. Sumarið mun koma Ójöfnuður veldur því að hin ríku geta ráðið miklu. Það býr til valdaójafnvægi. Sem aftur tryggir hinum ríku meiri auð og þá aftur meiri völd. Eina leiðin sem almenningur hefur til að berjast gegn þessu er samtakamáttur fjöldans. Það kennir sagan okkur. Í vor verður kosið til borgarstjórnar og þar getur þú kosið lista sósíalista. Kosið að það verði lagað sem er bilað. Kosið að fólk fái að ráða, að borgin muni byggja og að hin ríku þurfi að borga. Vonandi kjósa sem flestir sósíalista. Vonandi vorar vel í Reykjavík og á eftir fylgi langt og indælt sumar. Megir þú og þitt fólk eiga gleðilegt sumar. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórnarkosningum.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun