Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2022 14:05 Í yfirlýsingu frá sendiráðinu er sagt að markmið Rússa með innrásinni í Úkraínu muni takast. Vísir/Vilhelm Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ Þetta kemur fram í Facebook-færslu sendiráðsins. Þar segir að fjöldi vestrænna ríkja „troði“ Úkraínu fulla af þungavopnum í gríð og erg. Á meðal þess sem sent hafi verið til Úkraínu séu sprengjuvörpur, fartæki til hermannaflutninga, þyrlur, drónar og fleira. „Frá upphafi hinnar sérstöku rússnesku hernaðaraðgerðar til þess að afhervæða og afnasistavæða Úkraínu hefur fjárstuðningur Bandaríkjanna við Kænugarð farið fram úr 2,5 milljörðum Bandaríkjadala,“ segir í færslunni. Rússnesk stjórnvöld hafa aldrei viljað kalla innrásina í Úkraínu innrás, heldur „sérstaka hernaðaraðgerð.“ Þá hefur því statt og stöðugt verið haldið fram að markmið innrásarinnar sé að draga úr áhrifum nasista sem rússnesk stjórnvöld segja ranglega að hafi mikil völd í Úkraínu. „Meðal þeirra landa sem statt og stöðugt styðja úkraínska nýnasista eru Bretland, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Tékkland, Slóvakía, Pólland og fleiri,“ segir í yfirlýsingu sendiráðsins. Þá segja þau yfirlýsingar Evrópusambandsins um að sambandið vilji stuðla að friði ekki í samræmi við flutning ESB-ríkja á vopnum til Úkraínu. „Hvaða skynsami stjórnmálamaður, eða skynsami einstaklingur sem er, getur ekki annað en haft áhyggjur af möguleikanum á að vopnum sem dreift er til Úkraínu verði dreift út fyrir landamæri ríkisins. Háttsettir embættismenn innan Bandaríkjahers hafa viðurkennt að ekki er mögulegt að rekja nákvæmlega vopnasendingar eftir að þær koma inn fyrir landamæri Úkraínu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bætt við að vesturlönd hundsi ógnina á því að vopn sem send eru til Úkraínu endi á „svörtum markaði, í höndum vopnaðra gengja og hryðjuverkamanna, ekki aðeins í Úkraínu heldur einnig í öðrum hlutum heimsins.“ Segja vopnaflutninga lengja í neyðarástandi sem árásin skapaði Í yfirlýsingunni er þá sagt miður að Ísland taki þátt í því að tryggja að vopnasendingar rati til Úkraínu. Slíkt komi aðeins til með að „lengja neyðarástandið í Úkraínu,“ sem ekki er minnst á í yfirlýsingunni að stafar einmitt af innrás Rússa í Úkraínu. Þá er vísað til fréttar frá 4. apríl þar sem haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur að Ísland hafi haft milligöngu um flutning hergagna til Úkraínu frá ýmsum Evrópuríkjum. Það sé von sendiráðsins að íslensk stjórnvöld „átti sig á ábyrgðinni á neikvæðum afleiðingum slíkra aðgerða.“ „Við viljum vekja athygli á því að Rússland áskilur sér réttinn til þess að álíta utanaðkomandi, erlendan herfarm í Úkraínu sem lögmætt skotmark. Á sama tíma viljum við benda á að „dæling“ vopna til stjórnvalda í Kænugarði mun ekki leiða til þeirrar niðurstöðu sem vesturlönd stefna að. Markmið hinnar sérstöku hernaðarðgerðar, að afhervæða og afnasistavæða Úkraínu, sem sett var af rússneskum stjórnvöldum, mun klárlega nást.“ Rússland Úkraína Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu sendiráðsins. Þar segir að fjöldi vestrænna ríkja „troði“ Úkraínu fulla af þungavopnum í gríð og erg. Á meðal þess sem sent hafi verið til Úkraínu séu sprengjuvörpur, fartæki til hermannaflutninga, þyrlur, drónar og fleira. „Frá upphafi hinnar sérstöku rússnesku hernaðaraðgerðar til þess að afhervæða og afnasistavæða Úkraínu hefur fjárstuðningur Bandaríkjanna við Kænugarð farið fram úr 2,5 milljörðum Bandaríkjadala,“ segir í færslunni. Rússnesk stjórnvöld hafa aldrei viljað kalla innrásina í Úkraínu innrás, heldur „sérstaka hernaðaraðgerð.“ Þá hefur því statt og stöðugt verið haldið fram að markmið innrásarinnar sé að draga úr áhrifum nasista sem rússnesk stjórnvöld segja ranglega að hafi mikil völd í Úkraínu. „Meðal þeirra landa sem statt og stöðugt styðja úkraínska nýnasista eru Bretland, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Tékkland, Slóvakía, Pólland og fleiri,“ segir í yfirlýsingu sendiráðsins. Þá segja þau yfirlýsingar Evrópusambandsins um að sambandið vilji stuðla að friði ekki í samræmi við flutning ESB-ríkja á vopnum til Úkraínu. „Hvaða skynsami stjórnmálamaður, eða skynsami einstaklingur sem er, getur ekki annað en haft áhyggjur af möguleikanum á að vopnum sem dreift er til Úkraínu verði dreift út fyrir landamæri ríkisins. Háttsettir embættismenn innan Bandaríkjahers hafa viðurkennt að ekki er mögulegt að rekja nákvæmlega vopnasendingar eftir að þær koma inn fyrir landamæri Úkraínu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bætt við að vesturlönd hundsi ógnina á því að vopn sem send eru til Úkraínu endi á „svörtum markaði, í höndum vopnaðra gengja og hryðjuverkamanna, ekki aðeins í Úkraínu heldur einnig í öðrum hlutum heimsins.“ Segja vopnaflutninga lengja í neyðarástandi sem árásin skapaði Í yfirlýsingunni er þá sagt miður að Ísland taki þátt í því að tryggja að vopnasendingar rati til Úkraínu. Slíkt komi aðeins til með að „lengja neyðarástandið í Úkraínu,“ sem ekki er minnst á í yfirlýsingunni að stafar einmitt af innrás Rússa í Úkraínu. Þá er vísað til fréttar frá 4. apríl þar sem haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur að Ísland hafi haft milligöngu um flutning hergagna til Úkraínu frá ýmsum Evrópuríkjum. Það sé von sendiráðsins að íslensk stjórnvöld „átti sig á ábyrgðinni á neikvæðum afleiðingum slíkra aðgerða.“ „Við viljum vekja athygli á því að Rússland áskilur sér réttinn til þess að álíta utanaðkomandi, erlendan herfarm í Úkraínu sem lögmætt skotmark. Á sama tíma viljum við benda á að „dæling“ vopna til stjórnvalda í Kænugarði mun ekki leiða til þeirrar niðurstöðu sem vesturlönd stefna að. Markmið hinnar sérstöku hernaðarðgerðar, að afhervæða og afnasistavæða Úkraínu, sem sett var af rússneskum stjórnvöldum, mun klárlega nást.“
Rússland Úkraína Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55 Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Útilokar ekki að vísa starfsmönnum sendiráðs Rússa úr landi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist reikna með frekari viðskiptaþvingunum í garð Rússlands eftir nýleg tíðindi af fjöldamorðum Rússa í úkraínskum bæjum, þar á meðal Bucha. 5. apríl 2022 13:55
Rússneska sendiráðið gagnrýnir íslenska fjölmiðla vegna umfjöllunar um Úkraínu Sendiráð Rússlands á Íslandi hefur birt færslu á Facebook þar sem vísað er til þess að íslenskir miðlar hafi fjallað um að Facebook hafi fjarlægt færslur þar sem sendiráðið hélt því fram að Rússar hefðu ekki ráðist á fæðingar- og barnaspítala í Maríupól, heldur hefði verið um að ræða sviðsetningu af hálfu Úkraínumanna. 18. mars 2022 09:13