Erlendir félagsmenn Eflingar lýsa yfir stuðningi við Sólveigu Önnu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 13:25 Mikill styr hefur staðið um störf Sólveigar hjá Eflingu og þá sérstaklega eftir að öllum starfsmönnum félagsins var sagt upp. Vísir/Vilhelm Fimm erlendir félagsmenn Eflingar lýsa yfir eindregnum stuðningi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann félagsins og segjast vera í áfalli vegna ásakana um fordóma Sólveigar gagnvart erlendu fólki. Grein sem þau Sæþór Randalsson, Barbara Sawka, Ian McDonald, Karla Ocón og Innocentia Fiati Friðgeirsson skrifa birtist á Vísi í dag og þar fara fimmmenningarnir yfir málefni Eflingar og segja margt hafa breyst innan Eflingar eftir að Sólveig Anna og B-listinn tóku við völdum árið 2018 og aftur nú á þessu ári. Öll eru greinarhöfundar fædd erlendis og segjast hafa orðið fyrir útlendingahatri og mismunun hér á landi.„Einn staður þar sem við höfum ekki fundið fyrir mismunun er innan Eflingar,“ skrifa þau í greininni. Þau segja að sem félagsmenn Eflingar geti þau farið á viðburði stéttarfélagsins og fundist þau vera velkomin á meðal annarra innflytjenda. „Við höfum tekið eftir og kunnað að meta breytingar líkt og þær að heimasíða Eflingar sé bæði á ensku og pólsku, að á viðburðum sé túlkað á ensku, að haldin hafi verið námskeið á ensku og að fólk af erlendum uppruna hafi verið valið í mikilvæg hlutverk innan félagsins,“ segir enn fremur í grein fimmmenninganna. „Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum“ Þau segja að þessar breytingar hafi ekki orðið af sjálfu sér heldur verið hluti af áætlun sem B-listi Sólveigar Önnu og félaga hafi komið af stað. Þau segja Sólveigu ítrekað hafa barist fyrir því að borin sér virðing fyrir erlendum félagsmönnum. „Þess vegna erum við í áfalli þegar við sjáum ásakanir um fordóma Sólveigar gagnvart fólki af erlendum uppruna. Í hreinskilni sagt er það hrein lygi, frá óvildarfólki sem í örvæntningu sinni reynir að skemma fyrir Sólveigu og B-listanum.“ Þau segja að Efling geti að sjálfsögðu gert betur og að fullum réttindum erlends verkafólks sé ekki náð. „Við ætlum hins vegar ekki að leyfa tækifærissinum að mistúlka þær raunverulega góðu breytingar sem hafa orðið innan stéttarfélagsins á sýnileika, völdum og virðingu gagnvart erlendu fólki. Okkar skilaboð til þeirra sem koma með falskar ásakanir eins og þessar: Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Grein sem þau Sæþór Randalsson, Barbara Sawka, Ian McDonald, Karla Ocón og Innocentia Fiati Friðgeirsson skrifa birtist á Vísi í dag og þar fara fimmmenningarnir yfir málefni Eflingar og segja margt hafa breyst innan Eflingar eftir að Sólveig Anna og B-listinn tóku við völdum árið 2018 og aftur nú á þessu ári. Öll eru greinarhöfundar fædd erlendis og segjast hafa orðið fyrir útlendingahatri og mismunun hér á landi.„Einn staður þar sem við höfum ekki fundið fyrir mismunun er innan Eflingar,“ skrifa þau í greininni. Þau segja að sem félagsmenn Eflingar geti þau farið á viðburði stéttarfélagsins og fundist þau vera velkomin á meðal annarra innflytjenda. „Við höfum tekið eftir og kunnað að meta breytingar líkt og þær að heimasíða Eflingar sé bæði á ensku og pólsku, að á viðburðum sé túlkað á ensku, að haldin hafi verið námskeið á ensku og að fólk af erlendum uppruna hafi verið valið í mikilvæg hlutverk innan félagsins,“ segir enn fremur í grein fimmmenninganna. „Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum“ Þau segja að þessar breytingar hafi ekki orðið af sjálfu sér heldur verið hluti af áætlun sem B-listi Sólveigar Önnu og félaga hafi komið af stað. Þau segja Sólveigu ítrekað hafa barist fyrir því að borin sér virðing fyrir erlendum félagsmönnum. „Þess vegna erum við í áfalli þegar við sjáum ásakanir um fordóma Sólveigar gagnvart fólki af erlendum uppruna. Í hreinskilni sagt er það hrein lygi, frá óvildarfólki sem í örvæntningu sinni reynir að skemma fyrir Sólveigu og B-listanum.“ Þau segja að Efling geti að sjálfsögðu gert betur og að fullum réttindum erlends verkafólks sé ekki náð. „Við ætlum hins vegar ekki að leyfa tækifærissinum að mistúlka þær raunverulega góðu breytingar sem hafa orðið innan stéttarfélagsins á sýnileika, völdum og virðingu gagnvart erlendu fólki. Okkar skilaboð til þeirra sem koma með falskar ásakanir eins og þessar: Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira