Kópavogur er vinur minn Gunnar Jónsson skrifar 25. apríl 2022 07:01 Ég er Kópavogsbúi, fæddist á fæðingarheimili í bænum, bjó þar og sótti skóla þar til kom að háskólanámi. Þá fluttist ég til Reykjavíkur og svo til Bandaríkjanna í nokkur ár að því loknu. En ég vissi að það voru hliðarspor. Húsið mitt með stórum staf gat ég aldrei byggt annarstaðar en í Kópavogi. Ég er alinn upp í vesturbænum, sem nú er kallaður Kársnes og er loksins að öðlast þann sess sem honum ber. Hafandi byggt Húsið í austurbænum er ég aftur fluttur í hús sem foreldrar mínir byggðu og ég ólst upp í. Það er yndislegt að horfa út um stofugluggann af Sunnubrautinni yfir Kópavoginn rétt eins og það var dásamlegt að horfa frá Bláfjöllum til Bessastaða úr Hólahjalla. Ég var aldrei íþróttahetja. Tóti Þórhalls og Huldu P., fyrsti og besti vinur minn og granni af Sunnubrautinni, sá meira um það. Ég æfði þó handbolta í HK og held enn með HK - í handbolta. Í fótbolta er ég hinsvegar gegnumgrænn Bliki, gat aldrei farið á annan veg þar sem fjölskylda Tóta er sennilega mesta Blikafjölskylda sem bærinn hefur alið. Ég held líka með Blikunum í hverju því öðru sporti sem þar er stundað. Í golfi er ég GKG-ingur og Gerplumaður í fimleikum. Ég held einfaldlega alltaf með Kópavogi og því sem þaðan kemur og finnst það hvorki þurfa afsökunar né útskýringar við. Kópavogur æsku minnar var sennilega langt í frá fullkominn. Kannski svolítið eins og gelgjulegur unglingur óviss um sjálfan sig í samanburði við ráðsettari granna í Reykjavík og Hafnarfirði, þannig að samanburður við kaupstaði sé látinn nægja. Það var samt góður andi í Kópavogi og menn voru samhuga um að gera veg bæjarins og þeirra sem hann byggðu sem mestan. Aðrir gerðu grín að gatnakerfinu okkar. Fólk á mínu reki kom engu að síður meira og minna aftur í Kópavoginn eftir hliðarspor á fyrstu fullorðinsárum. Það hlýtur að segja eitthvað. Bæjaryfirvöld eru til fyrir íbúa ekki öfugt Bærinn hefur vaxið hraðar en nokkurn óraði fyrir. Mér var kennt að upphaf hans hafi í raun falist í því að bæjaryfirvöld í Reykjavík hafi ekki átt lóðir fyrir aðra en menn úr Flokknum. Hinir hafi orðið að leita í Kópavog. Út frá því má segja það fara gegn erfðamengi bæjarins að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið fyrir stjórn hans nánast óslitið í marga áratugi. Síst skal úr því dregið að miklar framfarir hafi orðið í bænum á þessum tíma og gríðarleg fjölgun. Nafni minn Birgisson gerði margt gott á sínum tíma og það er gott að búa í Kópavogi. Stundum finnst mér samt sem bæjaryfirvöld gleymi því að þau eru til fyrir bæjarbúa en ekki öfugt. Gleggst sést þetta í skipulagsákvörðunum. Magn gengur of oft framar gæðum og reglur eru taldar til hliðsjónar en ekki vegvísar um rétta og lögbundna framkvæmd. Vitaskuld vilja bæjarbúar veg bæjarins sem mestan og halda áfram að vera stærsti bær á landinu. En það má ekki þýða að allstaðar skuli hámarka byggingarmagn og markmiðið sé að fjölga Kópavogsbúum án tillits til annars. Ég býð alla velkomna í bæinn, en það þarf líka að huga að okkur sem fyrir erum. Þess verður að gæta að bæjarbúar eigi auða og græna reiti til mannlífs, jafnvel þótt reikna mætti grænu eða auðu reitina til mikilla lóðaverðmæta. New York væri ekki New York án Central Park og Kópavogur ekki Kópavogur án Rútstúns eða Kópavogsdalsins. Bæjaryfirvöld starfa í okkar umboði og leiðarljós þeirra á að vera okkar hagsmunir. Það hefur því miður gleymst í skipulagsákvörðunum undanfarinna ára. Það þarf að laga. Kópavogur hefur alltaf verið vinur minn og vinir segja til vamms. Skipulagsmál í Kópavogi hafa verið ólíðandi vömm liðin ár. Á því þarf að taka. Vinir Kópavogs urðu til í þeim tilgangi. Þess vegna vil ég ekki bara að Kópavogur sé vinur minn heldur ætla ég líka að vera Vinur Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Ég er Kópavogsbúi, fæddist á fæðingarheimili í bænum, bjó þar og sótti skóla þar til kom að háskólanámi. Þá fluttist ég til Reykjavíkur og svo til Bandaríkjanna í nokkur ár að því loknu. En ég vissi að það voru hliðarspor. Húsið mitt með stórum staf gat ég aldrei byggt annarstaðar en í Kópavogi. Ég er alinn upp í vesturbænum, sem nú er kallaður Kársnes og er loksins að öðlast þann sess sem honum ber. Hafandi byggt Húsið í austurbænum er ég aftur fluttur í hús sem foreldrar mínir byggðu og ég ólst upp í. Það er yndislegt að horfa út um stofugluggann af Sunnubrautinni yfir Kópavoginn rétt eins og það var dásamlegt að horfa frá Bláfjöllum til Bessastaða úr Hólahjalla. Ég var aldrei íþróttahetja. Tóti Þórhalls og Huldu P., fyrsti og besti vinur minn og granni af Sunnubrautinni, sá meira um það. Ég æfði þó handbolta í HK og held enn með HK - í handbolta. Í fótbolta er ég hinsvegar gegnumgrænn Bliki, gat aldrei farið á annan veg þar sem fjölskylda Tóta er sennilega mesta Blikafjölskylda sem bærinn hefur alið. Ég held líka með Blikunum í hverju því öðru sporti sem þar er stundað. Í golfi er ég GKG-ingur og Gerplumaður í fimleikum. Ég held einfaldlega alltaf með Kópavogi og því sem þaðan kemur og finnst það hvorki þurfa afsökunar né útskýringar við. Kópavogur æsku minnar var sennilega langt í frá fullkominn. Kannski svolítið eins og gelgjulegur unglingur óviss um sjálfan sig í samanburði við ráðsettari granna í Reykjavík og Hafnarfirði, þannig að samanburður við kaupstaði sé látinn nægja. Það var samt góður andi í Kópavogi og menn voru samhuga um að gera veg bæjarins og þeirra sem hann byggðu sem mestan. Aðrir gerðu grín að gatnakerfinu okkar. Fólk á mínu reki kom engu að síður meira og minna aftur í Kópavoginn eftir hliðarspor á fyrstu fullorðinsárum. Það hlýtur að segja eitthvað. Bæjaryfirvöld eru til fyrir íbúa ekki öfugt Bærinn hefur vaxið hraðar en nokkurn óraði fyrir. Mér var kennt að upphaf hans hafi í raun falist í því að bæjaryfirvöld í Reykjavík hafi ekki átt lóðir fyrir aðra en menn úr Flokknum. Hinir hafi orðið að leita í Kópavog. Út frá því má segja það fara gegn erfðamengi bæjarins að Sjálfstæðisflokkurinn hafi farið fyrir stjórn hans nánast óslitið í marga áratugi. Síst skal úr því dregið að miklar framfarir hafi orðið í bænum á þessum tíma og gríðarleg fjölgun. Nafni minn Birgisson gerði margt gott á sínum tíma og það er gott að búa í Kópavogi. Stundum finnst mér samt sem bæjaryfirvöld gleymi því að þau eru til fyrir bæjarbúa en ekki öfugt. Gleggst sést þetta í skipulagsákvörðunum. Magn gengur of oft framar gæðum og reglur eru taldar til hliðsjónar en ekki vegvísar um rétta og lögbundna framkvæmd. Vitaskuld vilja bæjarbúar veg bæjarins sem mestan og halda áfram að vera stærsti bær á landinu. En það má ekki þýða að allstaðar skuli hámarka byggingarmagn og markmiðið sé að fjölga Kópavogsbúum án tillits til annars. Ég býð alla velkomna í bæinn, en það þarf líka að huga að okkur sem fyrir erum. Þess verður að gæta að bæjarbúar eigi auða og græna reiti til mannlífs, jafnvel þótt reikna mætti grænu eða auðu reitina til mikilla lóðaverðmæta. New York væri ekki New York án Central Park og Kópavogur ekki Kópavogur án Rútstúns eða Kópavogsdalsins. Bæjaryfirvöld starfa í okkar umboði og leiðarljós þeirra á að vera okkar hagsmunir. Það hefur því miður gleymst í skipulagsákvörðunum undanfarinna ára. Það þarf að laga. Kópavogur hefur alltaf verið vinur minn og vinir segja til vamms. Skipulagsmál í Kópavogi hafa verið ólíðandi vömm liðin ár. Á því þarf að taka. Vinir Kópavogs urðu til í þeim tilgangi. Þess vegna vil ég ekki bara að Kópavogur sé vinur minn heldur ætla ég líka að vera Vinur Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar