Til hvers að kjósa Framsókn? Ólafur Kr. Guðmundsson skrifar 25. apríl 2022 06:01 Á síðasta kjörtímabili 2014 - 2018 áttu Framsókn og flugvallarvinir 2 borgarfulltrúa í Reykjavík. Það byggðist á einarðri kostningabaráttur fyrir áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri og formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skrifuðu undir samning varðandi framtíð flugvallarins, en það virðist hafa verið gert með ósýnilegu bleki. Það tók Einar Þorsteinsson, nýjan leiðtoga Framsóknarflokksins í Reykjavík, því ekki langan tíma að svíkja loforð flokksins að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og lýsa yfir stuðningi við áform núverandi meirihluta um að völlurinn fari. Framsókn - flugvallarvinir hvað? Samningi formanns flokksins og innviðaráðherra þar með endanlega rift, eða hvað! Við Sæbrautina stendur enn auglýsing frá Framsóknarflokknum frá síðustu kosningum. Þar stendur orðrétt: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn“. Nú segja Framsóknarmenn í Reykjavík að engin þörf sé fyrir flugvöllinn og virðist hinn nýi leiðtogi þegar hafa hafið störf með meirihlutanum. Þessir ráðamenn Framsóknar ætla þannig að slíta á samskipti við landsbyggðina og hundsa það mikilvæga samgöngu- og öryggishlutverk sem flugvöllurinn gegnir nú þegar öll áform um annan varaflugvöll eru í óvissu og jarðhræringar á Reykjanesi valda enn frekari óvissu um hvaða flugvellir séu yfir höfuð öruggir. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Vanefndur samgöngusáttmáli En þetta er ekki einu svikin, Framsóknarflokkurinn í Reykjavík virðist hugsa nákvæmlega eins og meirihluti Dags B. Eggertssonar þegar kemur að samgöngumálum í höfuðborginni, þau eigi að snúast um óskir og nálgun meirihlutans en ekki vilja og þarfir allra borgarbúa. Samgöngusáttmálinn sem Framsókn skrifaði undir við borgina er í klakaböndum, vanefndur víða og á villigötum annars staðar. Umferðarmannvirki sem áttu að koma birtast ekki, tafir og ógöngur umferðarinnar aukast. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Borgarlína án farþega Framsóknarflokkurinn virðist núna styðja hugmynd og útfærslu borgarstjórnarmeirihlutans um grjótþunga Borgarlínu til að fá "Glópagulls" viðurkenninguna, "BRT Gold". Það eru flestir búnir að átta sig á því að fokdýr Borgarlína með engum farþegum skilar engu nema samfélagslegu tapi öfugt við t.d. Sundabrautina sem Framsóknarflokkurinn segist vera búinn að samþykkja margoft án þess að framkvæmdir hefjist. Framsóknarmenn stýra samgöngumálum á landsvísu í núverandi ríkisstjórn, en í borginni eru þeir í hlekkjum meirihlutans í borginni. Nú lýsir oddviti flokksins í borginni yfir algjörum stuðningi við þau óheillaáform og ekki ólíklegt þar með að verða 5. hjólið undir borgarlínuvagni borgarstjóra. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Húsnæðissáttmáli í stað húsnæðis Enginn veit hvað Framsókn vill í húsnæðismálum eftir síðasta útspil nýs leiðtoga Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fyrir stuttu sagðist hann vera glaður vegna þess að borgarstjóri hefur lýst yfir áhuga sínum á einhverju lausnaplaggi sem hann kallar „húsnæðissáttmála“. Eftir að hafa vanrækt að útvega byggingarland og styðja við íbúðamarkaðinn kallar borgarstjóri eftir húsnæðissáttmála og Framsóknarflokknum dettur það helst í hug að fagna. Er það eitthvert fagnaðarefni að húsnæðis- og skipulagsmál eru komin í nýtt innviðaráðuneyti, þar sem sveitarstjórnar-, samgöngu- og byggðamál eru fyrir? Hefur Framsókn einhverjar lausnir eða sjálfstæðan vilja í þessum málum? Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn Loforð, en engin þjóðarhöll Framsóknarflokkurinn hefur nánast lofað í hverri viku síðustu misseri að þjóðarhöll og þjóðarleikvangur rísi. Ráðherrar flokksins virðast hafa talið sér til tekna að tala og tala um hana án þess að nokkuð gerist. Enginn hefur gengið lengra en Ásmundur Einar Daðason í því að lofa fjármunum til þess að byggja nýjan þjóðarleikvang fyrir fótbolta og annan fyrir handbolta. Í fjármálaáætlun blasir við að næstu ríkisstjórn er ætlað að leysa þau mál. Það gerist bara ekkert, frekar en með Sundabraut, enda hefur núverandi meirihluti í Reykjavík með borgarstjóra í broddi fylkingar nánast útilokað alla möguleika á þeirri framkvæmd. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Málefni barna enn í ólestri Þegar Ásmundur Einar Daðason tók við félagsmálaráðuneytinu ákvað hann að endurskíra það barnamálaráðuneytið og hann hefur nú verið ráðherra málaflokksins í hartnær fimm ár. Þegar hann tók við var vandi biðlista allsráðandi. Þar er um að ræða lista yfir börn sem bíða eftir þjónustu í félagslega kerfinu og heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir mikið tal og mikla fjölmiðlaathygli hefur það eitt gerst í þessum efnum að biðlistarnir hafa lengst á fimm ára valdatíma barnamálaráðherrans. Þó að hann hafi endurskoðað lög um málefni barna er árangursleysi hans í biðlistamálunum æpandi. Því hljóta menn að spyrja sig enn og aftur: Til hvers að kjósa Framsókn? Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi. Höfundur er umferðarsérfræðingur og skipar 6. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili 2014 - 2018 áttu Framsókn og flugvallarvinir 2 borgarfulltrúa í Reykjavík. Það byggðist á einarðri kostningabaráttur fyrir áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri og formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skrifuðu undir samning varðandi framtíð flugvallarins, en það virðist hafa verið gert með ósýnilegu bleki. Það tók Einar Þorsteinsson, nýjan leiðtoga Framsóknarflokksins í Reykjavík, því ekki langan tíma að svíkja loforð flokksins að standa vörð um Reykjavíkurflugvöll og lýsa yfir stuðningi við áform núverandi meirihluta um að völlurinn fari. Framsókn - flugvallarvinir hvað? Samningi formanns flokksins og innviðaráðherra þar með endanlega rift, eða hvað! Við Sæbrautina stendur enn auglýsing frá Framsóknarflokknum frá síðustu kosningum. Þar stendur orðrétt: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn“. Nú segja Framsóknarmenn í Reykjavík að engin þörf sé fyrir flugvöllinn og virðist hinn nýi leiðtogi þegar hafa hafið störf með meirihlutanum. Þessir ráðamenn Framsóknar ætla þannig að slíta á samskipti við landsbyggðina og hundsa það mikilvæga samgöngu- og öryggishlutverk sem flugvöllurinn gegnir nú þegar öll áform um annan varaflugvöll eru í óvissu og jarðhræringar á Reykjanesi valda enn frekari óvissu um hvaða flugvellir séu yfir höfuð öruggir. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Vanefndur samgöngusáttmáli En þetta er ekki einu svikin, Framsóknarflokkurinn í Reykjavík virðist hugsa nákvæmlega eins og meirihluti Dags B. Eggertssonar þegar kemur að samgöngumálum í höfuðborginni, þau eigi að snúast um óskir og nálgun meirihlutans en ekki vilja og þarfir allra borgarbúa. Samgöngusáttmálinn sem Framsókn skrifaði undir við borgina er í klakaböndum, vanefndur víða og á villigötum annars staðar. Umferðarmannvirki sem áttu að koma birtast ekki, tafir og ógöngur umferðarinnar aukast. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Borgarlína án farþega Framsóknarflokkurinn virðist núna styðja hugmynd og útfærslu borgarstjórnarmeirihlutans um grjótþunga Borgarlínu til að fá "Glópagulls" viðurkenninguna, "BRT Gold". Það eru flestir búnir að átta sig á því að fokdýr Borgarlína með engum farþegum skilar engu nema samfélagslegu tapi öfugt við t.d. Sundabrautina sem Framsóknarflokkurinn segist vera búinn að samþykkja margoft án þess að framkvæmdir hefjist. Framsóknarmenn stýra samgöngumálum á landsvísu í núverandi ríkisstjórn, en í borginni eru þeir í hlekkjum meirihlutans í borginni. Nú lýsir oddviti flokksins í borginni yfir algjörum stuðningi við þau óheillaáform og ekki ólíklegt þar með að verða 5. hjólið undir borgarlínuvagni borgarstjóra. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Húsnæðissáttmáli í stað húsnæðis Enginn veit hvað Framsókn vill í húsnæðismálum eftir síðasta útspil nýs leiðtoga Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fyrir stuttu sagðist hann vera glaður vegna þess að borgarstjóri hefur lýst yfir áhuga sínum á einhverju lausnaplaggi sem hann kallar „húsnæðissáttmála“. Eftir að hafa vanrækt að útvega byggingarland og styðja við íbúðamarkaðinn kallar borgarstjóri eftir húsnæðissáttmála og Framsóknarflokknum dettur það helst í hug að fagna. Er það eitthvert fagnaðarefni að húsnæðis- og skipulagsmál eru komin í nýtt innviðaráðuneyti, þar sem sveitarstjórnar-, samgöngu- og byggðamál eru fyrir? Hefur Framsókn einhverjar lausnir eða sjálfstæðan vilja í þessum málum? Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn Loforð, en engin þjóðarhöll Framsóknarflokkurinn hefur nánast lofað í hverri viku síðustu misseri að þjóðarhöll og þjóðarleikvangur rísi. Ráðherrar flokksins virðast hafa talið sér til tekna að tala og tala um hana án þess að nokkuð gerist. Enginn hefur gengið lengra en Ásmundur Einar Daðason í því að lofa fjármunum til þess að byggja nýjan þjóðarleikvang fyrir fótbolta og annan fyrir handbolta. Í fjármálaáætlun blasir við að næstu ríkisstjórn er ætlað að leysa þau mál. Það gerist bara ekkert, frekar en með Sundabraut, enda hefur núverandi meirihluti í Reykjavík með borgarstjóra í broddi fylkingar nánast útilokað alla möguleika á þeirri framkvæmd. Því hljóta menn að spyrja sig: Til hvers að kjósa Framsókn? Málefni barna enn í ólestri Þegar Ásmundur Einar Daðason tók við félagsmálaráðuneytinu ákvað hann að endurskíra það barnamálaráðuneytið og hann hefur nú verið ráðherra málaflokksins í hartnær fimm ár. Þegar hann tók við var vandi biðlista allsráðandi. Þar er um að ræða lista yfir börn sem bíða eftir þjónustu í félagslega kerfinu og heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir mikið tal og mikla fjölmiðlaathygli hefur það eitt gerst í þessum efnum að biðlistarnir hafa lengst á fimm ára valdatíma barnamálaráðherrans. Þó að hann hafi endurskoðað lög um málefni barna er árangursleysi hans í biðlistamálunum æpandi. Því hljóta menn að spyrja sig enn og aftur: Til hvers að kjósa Framsókn? Setjum X við M þann 14 maí næstkomandi. Höfundur er umferðarsérfræðingur og skipar 6. sæti á lista Miðflokksins til borgarstjórnar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar