Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum fyrir réttlátara samfélag Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl 2022 08:31 Það er sorgleg staðreynd að á Íslandi grasseri fordómar og rasismi. Slíkir fordómar og hatur hafa mikil og neikvæð áhrif á stóran hóp fólks á Íslandi. Það er ekki bara ógagnlegt að afneita vandamálinu og gaslýsa fólk sem upplifir slíka fordóma, heldur er það einnig særandi, skaðlegt og stór hluti vandamálsins. Rasismi og fordómar eru margþætt samfélagsvandamál sem fyrirfinnast í öllum lögum samfélagsins og stofnunum þess. En hvað getum við gert til þess að sporna við slíkum fordómum fyrir betra og réttlátara samfélag? Við hjá Pírötum í Hafnarfirði viljum aðgerðastefnu gegn rasisma og fordómum hjá Hafnarfjarðarbæ. Fræðsla er lykilatriði þegar kemur að því að uppræta fordóma og enginn einstaklingur í samfélaginu ætti að þurfa að upplifa fordóma vegna húðlitar, tungumáls, trúarbragða, uppruna eða vegna þess að viðkomandi hefur sótt um alþjóðlega vernd eða hefur stöðu flóttamanns. Við myndum vilja sjá fræðslu í menntastofnunum bæjarins. Það er aldrei of snemmt að byrja að fræða fólk um fjölbreytileika mannlífsins og það er heldur aldrei of seint. Samfélagið verður að læra að hlusta þegar einstaklingar stíga fram og segja reynslu sína af fordómum, niðurlægingu og rasisma. Það er hluti af því að læra og skilja en ekki hrökkva í vörn. Á dögunum kom upp mál þar sem lögregla á Íslandi hafði tvisvar afskipti af 16 ára unglingi, eingöngu vegna þess að einstaklingurinn er með dökkan húðlit og tiltekna hárgreiðslu. Málið einkenndist bæði af samfélagslegum og kerfisbundnum rasisma. Niðurstaðan og afleiðingarnar eru ömurlegar fyrir einstaklinginn sjálfan og hafa einnig áhrif á stóran hóp í samfélaginu sem getur speglað sig í þessum atburði. Í kjölfarið er ólíðandi að dómsmálaráðherra stígi fram og afneiti því að rasismi grasseri innan lögreglunnar þegar hið sanna er að rasismi er stórt samfélagsvandamál hérlendis líkt og í flestum vestrænum löndum. Það er því ekki að undra að rasismi skuli einnig vera vandamál innan lögreglunnar. Það er jafnframt ólíðandi að innviðaráðherra á Íslandi láti út úr sér rasísk ummæli og í kjölfarið snúist umræðan meira um tilfinningar viðkomandi ráðherra eða um fólk sem stígur fram til þess að verja téðan ráðherra. Í staðinn ætti að nýta tækifærið til umræðu um hversu umfangsmikill og almennur rasismi er á Íslandi og hversu mikinn skaða slík ummæli geta ollið, þá sér í lagi frá manneskju í valdastöðu. Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum myndi vinna þvert á stofnanir Hafnarfjarðarbæjar þar sem verkferlar yrðu t.a.m. virkjaðir ef einstaklingur verður fyrir slíkum fordómum. Aðgerðastefnan hefði forvarnargildi, símenntunargildi og hún væri lausnamiðaður liður í því að virkja verkferla þegar fólk upplifir rasisma og fordóma og mismunun á grundvelli þess. Fyrir réttlátara samfélag og betri líðan allra samfélagsþegna. Höfundur er mannfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Hafnarfjörður Kynþáttafordómar Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Það er sorgleg staðreynd að á Íslandi grasseri fordómar og rasismi. Slíkir fordómar og hatur hafa mikil og neikvæð áhrif á stóran hóp fólks á Íslandi. Það er ekki bara ógagnlegt að afneita vandamálinu og gaslýsa fólk sem upplifir slíka fordóma, heldur er það einnig særandi, skaðlegt og stór hluti vandamálsins. Rasismi og fordómar eru margþætt samfélagsvandamál sem fyrirfinnast í öllum lögum samfélagsins og stofnunum þess. En hvað getum við gert til þess að sporna við slíkum fordómum fyrir betra og réttlátara samfélag? Við hjá Pírötum í Hafnarfirði viljum aðgerðastefnu gegn rasisma og fordómum hjá Hafnarfjarðarbæ. Fræðsla er lykilatriði þegar kemur að því að uppræta fordóma og enginn einstaklingur í samfélaginu ætti að þurfa að upplifa fordóma vegna húðlitar, tungumáls, trúarbragða, uppruna eða vegna þess að viðkomandi hefur sótt um alþjóðlega vernd eða hefur stöðu flóttamanns. Við myndum vilja sjá fræðslu í menntastofnunum bæjarins. Það er aldrei of snemmt að byrja að fræða fólk um fjölbreytileika mannlífsins og það er heldur aldrei of seint. Samfélagið verður að læra að hlusta þegar einstaklingar stíga fram og segja reynslu sína af fordómum, niðurlægingu og rasisma. Það er hluti af því að læra og skilja en ekki hrökkva í vörn. Á dögunum kom upp mál þar sem lögregla á Íslandi hafði tvisvar afskipti af 16 ára unglingi, eingöngu vegna þess að einstaklingurinn er með dökkan húðlit og tiltekna hárgreiðslu. Málið einkenndist bæði af samfélagslegum og kerfisbundnum rasisma. Niðurstaðan og afleiðingarnar eru ömurlegar fyrir einstaklinginn sjálfan og hafa einnig áhrif á stóran hóp í samfélaginu sem getur speglað sig í þessum atburði. Í kjölfarið er ólíðandi að dómsmálaráðherra stígi fram og afneiti því að rasismi grasseri innan lögreglunnar þegar hið sanna er að rasismi er stórt samfélagsvandamál hérlendis líkt og í flestum vestrænum löndum. Það er því ekki að undra að rasismi skuli einnig vera vandamál innan lögreglunnar. Það er jafnframt ólíðandi að innviðaráðherra á Íslandi láti út úr sér rasísk ummæli og í kjölfarið snúist umræðan meira um tilfinningar viðkomandi ráðherra eða um fólk sem stígur fram til þess að verja téðan ráðherra. Í staðinn ætti að nýta tækifærið til umræðu um hversu umfangsmikill og almennur rasismi er á Íslandi og hversu mikinn skaða slík ummæli geta ollið, þá sér í lagi frá manneskju í valdastöðu. Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum myndi vinna þvert á stofnanir Hafnarfjarðarbæjar þar sem verkferlar yrðu t.a.m. virkjaðir ef einstaklingur verður fyrir slíkum fordómum. Aðgerðastefnan hefði forvarnargildi, símenntunargildi og hún væri lausnamiðaður liður í því að virkja verkferla þegar fólk upplifir rasisma og fordóma og mismunun á grundvelli þess. Fyrir réttlátara samfélag og betri líðan allra samfélagsþegna. Höfundur er mannfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar